Hékk úr loftinu fyrir framan þúsund áhorfendur eftir að búnaðurinn bilaði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. júní 2021 10:30 Mosfellingurinn Greta Salóme Stefánsdóttir er nýjasti gesturinn í þættinum Á rúntinum. Tónlistarkonan Greta Salóme virðist alltaf vera á fullu, hvort sem það sé að spila tónlist hér og þar, breyta sumarbústað eða taka ræktina með trompi þá er hún alveg létt ofvirk og á erfitt með að gera ekki neitt. Greta Salóme er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson halda utan um þættina. Þegar talið berst að tónlistinni segir Greta frá því hvernig hún komst á samning hjá Disney og fékk í kjölfarið umboðsmann hjá umboðsskrifstofu sem er með höfuðstöðvar í Bretlandi og í Bandaríkjunum. „Ég átti einmitt að vera að spila hjá Disney eftir tvær vikur og vera með stórt Disney show,“ útskýrir Greta. Það varð þó ekkert af því vegna heimsfaraldursins. „2014 var ég að koma heim eftir show með Sinfóníuhljómsveitinni í Hörpu og var búin að gigga yfir mig, spila og spila og spila,“ segir Greta um ástæðu þess að hún ákvað að breyta til og hafa samband við umboðsskrifstofur erlendis. Sendi hundrað tölvupósta Hún segir að hún hafi í gegnum tíðina verið mjög heppin að fá að geta spilað bæði í klassíska heiminum sem og popp heiminum. Disney lögin bættust svo við eftir að hún fékk tölvupóst frá Kanada. „Ég kom heim og ég man svo vel eftir þessu. Ég átti heima í Grafarholtinu á þessum tíma og ég sendi tíu email, örugglega fleiri, þau hafa verið svona hundrað.“ Svo lokaði hún tölvunni og gleymdi þessu. Nokkru seinna fékk hún tölvupóst frá Kanada þar sem hún var beðin um að koma út til Disney. Þar fékk hún samning og flotta sýningu þar sem hún spilaði eigin lög, Disney lög og aðra tónlist. Greta bæði söng og spilaði á fiðlu í sýningunni og var með dansara með sér. Þú ferð ekki neitt „Ég er Disney endalaust þakklát fyrir að hafa trú á mér,“ segir Greta. Hún segir að hún hafi vaxið sem flytjandi á meðan hún starfaði með Disney. Í Disney sýningunni þurfti Greta að hanga úr loftinu í beysli og spilaði á fiðlu á meðan hún flaug yfir áhorfandahópinn á skemmtiferðaskipinu. „Þá kemur maður og ég mátti ekki æfa flugið í beyslinu fyrr en þessi maður var búinn að koma og láta mig skrifa undir eitthvað. Þá var hann frá fyrirtækinu sem framleiðir þessi beisli.“ Greta fékk leyfið en í einni sýningunni varð hún þó fyrir því að flugbúnaðurinn klikkaði. „Maður þarf bara að hanga með þúsund manns í salnum.“ Í þessum aðstæðum þýði ekkert annað en að gera gott úr hlutunum og taka sig ekki of alvarlega. „Þú ferð ekki neitt, þú ert til sýnis, segir Greta og hlær.“ Leynigestur þáttarins meðal annars heilaði Gretu og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Undir lok þáttarins fór umræðan út í andleg málefni og trú. Þau dýfðu sér í kjölfarið í heimspekilegar samræður um lífið og jörðina. Klippa: Á rúntinum - Greta Salóme Á rúntinum Tónlist Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Sjá meira
Greta Salóme er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson halda utan um þættina. Þegar talið berst að tónlistinni segir Greta frá því hvernig hún komst á samning hjá Disney og fékk í kjölfarið umboðsmann hjá umboðsskrifstofu sem er með höfuðstöðvar í Bretlandi og í Bandaríkjunum. „Ég átti einmitt að vera að spila hjá Disney eftir tvær vikur og vera með stórt Disney show,“ útskýrir Greta. Það varð þó ekkert af því vegna heimsfaraldursins. „2014 var ég að koma heim eftir show með Sinfóníuhljómsveitinni í Hörpu og var búin að gigga yfir mig, spila og spila og spila,“ segir Greta um ástæðu þess að hún ákvað að breyta til og hafa samband við umboðsskrifstofur erlendis. Sendi hundrað tölvupósta Hún segir að hún hafi í gegnum tíðina verið mjög heppin að fá að geta spilað bæði í klassíska heiminum sem og popp heiminum. Disney lögin bættust svo við eftir að hún fékk tölvupóst frá Kanada. „Ég kom heim og ég man svo vel eftir þessu. Ég átti heima í Grafarholtinu á þessum tíma og ég sendi tíu email, örugglega fleiri, þau hafa verið svona hundrað.“ Svo lokaði hún tölvunni og gleymdi þessu. Nokkru seinna fékk hún tölvupóst frá Kanada þar sem hún var beðin um að koma út til Disney. Þar fékk hún samning og flotta sýningu þar sem hún spilaði eigin lög, Disney lög og aðra tónlist. Greta bæði söng og spilaði á fiðlu í sýningunni og var með dansara með sér. Þú ferð ekki neitt „Ég er Disney endalaust þakklát fyrir að hafa trú á mér,“ segir Greta. Hún segir að hún hafi vaxið sem flytjandi á meðan hún starfaði með Disney. Í Disney sýningunni þurfti Greta að hanga úr loftinu í beysli og spilaði á fiðlu á meðan hún flaug yfir áhorfandahópinn á skemmtiferðaskipinu. „Þá kemur maður og ég mátti ekki æfa flugið í beyslinu fyrr en þessi maður var búinn að koma og láta mig skrifa undir eitthvað. Þá var hann frá fyrirtækinu sem framleiðir þessi beisli.“ Greta fékk leyfið en í einni sýningunni varð hún þó fyrir því að flugbúnaðurinn klikkaði. „Maður þarf bara að hanga með þúsund manns í salnum.“ Í þessum aðstæðum þýði ekkert annað en að gera gott úr hlutunum og taka sig ekki of alvarlega. „Þú ferð ekki neitt, þú ert til sýnis, segir Greta og hlær.“ Leynigestur þáttarins meðal annars heilaði Gretu og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Undir lok þáttarins fór umræðan út í andleg málefni og trú. Þau dýfðu sér í kjölfarið í heimspekilegar samræður um lífið og jörðina. Klippa: Á rúntinum - Greta Salóme
Á rúntinum Tónlist Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Sjá meira