„Fjármál vöfðust fyrir mér í langan tíma“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. júní 2021 09:26 Pétur Jóhann segir að það hafi verið viðbrigði að fara úr því að vera launþegi yfir í að fá eingöngu verktakagreiðslur. „Ég er sorglega skoðanalaus,“ segir segir Pétur Jóhann Sigfússon. Hann segist sannfærður um að hann hafi verið hirðfífl í fyrra lífi. „Stundum finnst mér eins og ég hafi verið settur á þessa jörð bara í þeim tilgangi að gera gaman, gleðja og skemmta og hoppa hí og trallala og þess fyrir utan á ég ekkert að hafa skoðanir. Það er svo mikið til að fólki með allskonar skoðanir og endalaust af lausnum. Ég veit ekki neitt. Ég göslast áfram. Ég veit ekkert hvort er betra heldur en er hitt,“ útskýrir Pétur Jóhann. Kæruleysið kom honum í bobba Skemmtikrafturinn var gestur í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. Þar sagði hann meðal annars að hann gefi svo mikið af sér að stundum nenni hann ekki einu sinni í heimsóknir. Í þættinum barst umræðan að fjármálum og segir Pétur Jóhann að það sé eitthvað sem hann hafi lengi átt erfitt með. „Ég er glaður léttleikandi glaðlindur afslappaður, ekki áhyggjumikill maður. Reyndar oft í gegnum tíðina hefur það komið mér í bobba. Þetta áhyggjuleysi og kæruleysi áður en ég kynntist Sigrúni þá var ég með öll fjármál allt niðrum mig. Eyddi öllu og göslaðist áfram.“ Pétur Jóhann hætti að vinna í fastri launavinnu og fór að verða verktaki og reikningar söfnuðust upp út um allt. Svo fékk hann þetta í hausinn og var sagt að hann þyrfti nú að borga skatt. „Ef þú vinnur þér inn 100.000 kall þá verður þú að borga 40.000 af því í skatt.“ Göslaðist áfram Pétur Jóhann segir að það hafi tekið konuna hans þrjú eða fjögur ár að ná honum á gott ról varðandi eyðslu út frá tekjum. „Í sannleika sagt, þegar ég kom út eftir að hafa unnið í byggingavöruverslun í átta ár og í þúsund vinnum. Þá vinn ég og svo fæ ég bara launaseðil og það er bara vinnuveitandinn sem sér um það. Ég fæ bara borgað, ég má eyða þeim peningum, sem vinnuveitandinn minn borgaði mér. Geggjað. Síðan hætti það og ég fer að skemmta einhvers staðar og ég fæ 100.000 þá eyddi ég því bara því ég hélt það væri bara sama lógíg. Það tók mig einhvern tíma að átta mig á því. En svo áttaði ég mig á því en hélt áfram að göslast áfram. Fjármál vöfðust fyrir mér í langan tíma.“ 24/7 er á Youtube, Spotify og helstu hlaðvarpsveitum. Pétur Jóhann er grínisti og móralskur leiðbeinandi. Í þættinum ræðir hann um hlutverk móralska leiðbeinandans, krefjandi eiginleikann við að gefa af sér allan daginn, að flæða í lífinu, mikilvægi þess að vera drullu sama og margt margt fleira. 24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira
„Stundum finnst mér eins og ég hafi verið settur á þessa jörð bara í þeim tilgangi að gera gaman, gleðja og skemmta og hoppa hí og trallala og þess fyrir utan á ég ekkert að hafa skoðanir. Það er svo mikið til að fólki með allskonar skoðanir og endalaust af lausnum. Ég veit ekki neitt. Ég göslast áfram. Ég veit ekkert hvort er betra heldur en er hitt,“ útskýrir Pétur Jóhann. Kæruleysið kom honum í bobba Skemmtikrafturinn var gestur í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. Þar sagði hann meðal annars að hann gefi svo mikið af sér að stundum nenni hann ekki einu sinni í heimsóknir. Í þættinum barst umræðan að fjármálum og segir Pétur Jóhann að það sé eitthvað sem hann hafi lengi átt erfitt með. „Ég er glaður léttleikandi glaðlindur afslappaður, ekki áhyggjumikill maður. Reyndar oft í gegnum tíðina hefur það komið mér í bobba. Þetta áhyggjuleysi og kæruleysi áður en ég kynntist Sigrúni þá var ég með öll fjármál allt niðrum mig. Eyddi öllu og göslaðist áfram.“ Pétur Jóhann hætti að vinna í fastri launavinnu og fór að verða verktaki og reikningar söfnuðust upp út um allt. Svo fékk hann þetta í hausinn og var sagt að hann þyrfti nú að borga skatt. „Ef þú vinnur þér inn 100.000 kall þá verður þú að borga 40.000 af því í skatt.“ Göslaðist áfram Pétur Jóhann segir að það hafi tekið konuna hans þrjú eða fjögur ár að ná honum á gott ról varðandi eyðslu út frá tekjum. „Í sannleika sagt, þegar ég kom út eftir að hafa unnið í byggingavöruverslun í átta ár og í þúsund vinnum. Þá vinn ég og svo fæ ég bara launaseðil og það er bara vinnuveitandinn sem sér um það. Ég fæ bara borgað, ég má eyða þeim peningum, sem vinnuveitandinn minn borgaði mér. Geggjað. Síðan hætti það og ég fer að skemmta einhvers staðar og ég fæ 100.000 þá eyddi ég því bara því ég hélt það væri bara sama lógíg. Það tók mig einhvern tíma að átta mig á því. En svo áttaði ég mig á því en hélt áfram að göslast áfram. Fjármál vöfðust fyrir mér í langan tíma.“ 24/7 er á Youtube, Spotify og helstu hlaðvarpsveitum. Pétur Jóhann er grínisti og móralskur leiðbeinandi. Í þættinum ræðir hann um hlutverk móralska leiðbeinandans, krefjandi eiginleikann við að gefa af sér allan daginn, að flæða í lífinu, mikilvægi þess að vera drullu sama og margt margt fleira.
24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira