Pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir heyra sögunni til Árni Sæberg skrifar 13. júní 2021 14:49 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti í gær frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um breytingu á barnaverndarlögum. Málið er liður í endurskoðun laga um þjónustu í þágu barna. Um er að ræða fyrri hluta heildarendurskoðunar barnaverndarlaga. Pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður. Í stað þeirra verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga. Tilgangur breytinganna er fyrst og fremst að auka fagþekkingu á sviði barnaverndar. Kveðið er á um að barnaverndarumdæmi séu almennt ekki fámennari en 6.000 íbúar. Sveitarfélög geta þó fengið undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda ef þau sýna fram á lágmarks fagþekkingu á barnavernd. Lögunum er jafnframt ætlað að gefa færi á samþættingu barnaverndarþjónustu við aðra þjónustu sem er veitt í þágu barna. Tengjast ákvæði laganna að því leyti öðrum frumvörpum sem urðu að lögum í gær um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Réttindi barna og stafrænar lausnir í barnavernd Í frumvarpinu er lagt til að í ákvæði barnaverndarlaga sem hefur að geyma meginreglur barnaverndarstarfs verði ítarlegra fjallað um þátttöku barns. Meðal annars er lagt til að sérstaklega verði fjallað um rétt barna til að fá upplýsingar um mál sitt á barnvænan hátt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem tengjast áformum um sameiginlegan gagnagrunn og stafrænar lausnir í barnavernd. Undanfarin misseri hefur félagsmálaráðuneytið unnið að sameiginlegum stafrænum lausnum og miðlægum gagnagrunni í barnavernd sem ráðgert er að verði starfræktur hjá Barna- og fjölskyldustofu. Ástæða þykir til að jafna aðstöðu barna sem annars vegar flytja á milli umdæma og hins vegar sem búa ávallt í sama umdæmi. Sameiginlegum gagnagrunni í barnavernd er ætlað að styrkja framkvæmd þessarar upplýsingamiðlunar. Ásmundur Einar er hæstánægður „Ég er virkilega glaður og ánægður með að Alþingi hafi samþykkt þetta frumvarp um breytingu á barnaverndarlögum, en málið er hluti af mestu breytingu á kerfinu sem ráðist hefur verið í síðustu áratugi. Markmiðið í allri þessari vinnu er að barnið verði hjartað í kerfinu og að kerfið vinni fyrir börnin. Það hefur verið frábært að vinna þetta mál með öflugum hópi fólks og vil ég nota tækifærið og þakka þeim fyrir þeirra ómetanlega starf. Við erum rétt að byrja,” segir Ásmundur Einar Daðason um samþykkt frumvarpsins. Félagsmál Barnavernd Réttindi barna Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður. Í stað þeirra verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga. Tilgangur breytinganna er fyrst og fremst að auka fagþekkingu á sviði barnaverndar. Kveðið er á um að barnaverndarumdæmi séu almennt ekki fámennari en 6.000 íbúar. Sveitarfélög geta þó fengið undanþágu frá reglum um lágmarksíbúafjölda ef þau sýna fram á lágmarks fagþekkingu á barnavernd. Lögunum er jafnframt ætlað að gefa færi á samþættingu barnaverndarþjónustu við aðra þjónustu sem er veitt í þágu barna. Tengjast ákvæði laganna að því leyti öðrum frumvörpum sem urðu að lögum í gær um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Réttindi barna og stafrænar lausnir í barnavernd Í frumvarpinu er lagt til að í ákvæði barnaverndarlaga sem hefur að geyma meginreglur barnaverndarstarfs verði ítarlegra fjallað um þátttöku barns. Meðal annars er lagt til að sérstaklega verði fjallað um rétt barna til að fá upplýsingar um mál sitt á barnvænan hátt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem tengjast áformum um sameiginlegan gagnagrunn og stafrænar lausnir í barnavernd. Undanfarin misseri hefur félagsmálaráðuneytið unnið að sameiginlegum stafrænum lausnum og miðlægum gagnagrunni í barnavernd sem ráðgert er að verði starfræktur hjá Barna- og fjölskyldustofu. Ástæða þykir til að jafna aðstöðu barna sem annars vegar flytja á milli umdæma og hins vegar sem búa ávallt í sama umdæmi. Sameiginlegum gagnagrunni í barnavernd er ætlað að styrkja framkvæmd þessarar upplýsingamiðlunar. Ásmundur Einar er hæstánægður „Ég er virkilega glaður og ánægður með að Alþingi hafi samþykkt þetta frumvarp um breytingu á barnaverndarlögum, en málið er hluti af mestu breytingu á kerfinu sem ráðist hefur verið í síðustu áratugi. Markmiðið í allri þessari vinnu er að barnið verði hjartað í kerfinu og að kerfið vinni fyrir börnin. Það hefur verið frábært að vinna þetta mál með öflugum hópi fólks og vil ég nota tækifærið og þakka þeim fyrir þeirra ómetanlega starf. Við erum rétt að byrja,” segir Ásmundur Einar Daðason um samþykkt frumvarpsins.
Félagsmál Barnavernd Réttindi barna Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira