Magnús Scheving biðst afsökunar á ömurlegri orðræðu Árni Sæberg skrifar 12. júní 2021 00:00 Magnús Scheving við upptöku hlaðvarps. Magnús Scheving, sem flestir þekkja sem Íþróttaálfinn, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét nýverið falla í hlaðvarpi Begga Ólafs. Ummælin sem um ræðir lét Magnús falla þegar ofbeldi var rætt í hlaðvarpinu. Þá sagðist hann myndi leysa ofbeldisvandamál heimsins ef hann fengi að velja eitt vandamál til að leysa. Ekkert er athugavert að sjá við þessi ummæli og vonandi eru sem flestir sammála þeim. Hins vegar fylgdu þeim ummælum önnur og verri ummæli. Þá sagði Magnús: „Ofbeldi getur alveg verið þannig að þú ert giftur og viðkomandi fær ekki kynlíf hjá hinum, það getur verið ofbeldi.“ Magnús sagði einnig að kynsvelti karla af hálfu kvenna gæti verið rót ofbeldisvandans. „Það eru hóruhús úti um allt, þetta eru ekki hóruhús fyrir konur þetta eru hóruhús fyrir karla. Er hugsanlegur mögulegur að karlar fái ekki nógu mikið kynlíf?“ lét hann hafa eftir sér og bætti við: „Er það möguleiki?, af hverju er þessi eftirspurn?, eru karlar bara alltaf graðir bara endalaust og erum við þá komin með lausnina á því af hverju þeir haga sér eins og fávitar? Eigum við þá að gelda þá eða hvað eigum við að gera við þá, sprauta þá niður eða hvað er málið?“ Ummælum Magnúsar var vægast sagt ekki tekið vel á samfélagsmiðlum og fann hann sig því knúinn til að gefa út opinbera afsökunarbeiðni. „Orð mín voru ömurlega sögð“ Í morgun birti Magnús eftirfarandi afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlinum Instagram: „Orð mín voru því miður mjög ömurlega sögð og á því vil ég biðjast afsökunar á. Í umræddum podcastþætti barst umræðan að vissu màlefni, því miður komu orðin óboðlega út úr mér, heimskulega sagt og vona ég að þessi mistök mín um þetta þarfa màlefni, ofbeldi, sem ég því miður þekki vel sé ekki togað og teygt. Til allra þeirra sem ég kann að hafa sært með orðum mínum vil ég biðjast innilegrar afsökunar.“ Borið hefur á undanfarið að opinberar persónur gefi út afsökunarbeiðnir og er þeim misjafnlega tekið af landanum. Afsökunarbeiðni Magnúsar víkur ekki frá þeirri reglu, en hún hefur ekki fengið góðar viðtökur á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar 24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Ummælin sem um ræðir lét Magnús falla þegar ofbeldi var rætt í hlaðvarpinu. Þá sagðist hann myndi leysa ofbeldisvandamál heimsins ef hann fengi að velja eitt vandamál til að leysa. Ekkert er athugavert að sjá við þessi ummæli og vonandi eru sem flestir sammála þeim. Hins vegar fylgdu þeim ummælum önnur og verri ummæli. Þá sagði Magnús: „Ofbeldi getur alveg verið þannig að þú ert giftur og viðkomandi fær ekki kynlíf hjá hinum, það getur verið ofbeldi.“ Magnús sagði einnig að kynsvelti karla af hálfu kvenna gæti verið rót ofbeldisvandans. „Það eru hóruhús úti um allt, þetta eru ekki hóruhús fyrir konur þetta eru hóruhús fyrir karla. Er hugsanlegur mögulegur að karlar fái ekki nógu mikið kynlíf?“ lét hann hafa eftir sér og bætti við: „Er það möguleiki?, af hverju er þessi eftirspurn?, eru karlar bara alltaf graðir bara endalaust og erum við þá komin með lausnina á því af hverju þeir haga sér eins og fávitar? Eigum við þá að gelda þá eða hvað eigum við að gera við þá, sprauta þá niður eða hvað er málið?“ Ummælum Magnúsar var vægast sagt ekki tekið vel á samfélagsmiðlum og fann hann sig því knúinn til að gefa út opinbera afsökunarbeiðni. „Orð mín voru ömurlega sögð“ Í morgun birti Magnús eftirfarandi afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlinum Instagram: „Orð mín voru því miður mjög ömurlega sögð og á því vil ég biðjast afsökunar á. Í umræddum podcastþætti barst umræðan að vissu màlefni, því miður komu orðin óboðlega út úr mér, heimskulega sagt og vona ég að þessi mistök mín um þetta þarfa màlefni, ofbeldi, sem ég því miður þekki vel sé ekki togað og teygt. Til allra þeirra sem ég kann að hafa sært með orðum mínum vil ég biðjast innilegrar afsökunar.“ Borið hefur á undanfarið að opinberar persónur gefi út afsökunarbeiðnir og er þeim misjafnlega tekið af landanum. Afsökunarbeiðni Magnúsar víkur ekki frá þeirri reglu, en hún hefur ekki fengið góðar viðtökur á samfélagsmiðlum.
Samfélagsmiðlar 24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira