Telja fleiri en 350.000 manns líða hungur í Tigray Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 12:03 Flóttafólk í Tigray bíður eftir að fá mataraðstoð í Mekele. AP/Ben Curtis Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök áætla nú að fleiri en 350.000 líði hungur í stríðshrjáðu Tigray-héraði í Eþíópíu. Milljónir til viðbótar séu í hættu á hungursneyð sem er þegar sú versta í heiminum í áratug. Talið er að 5,5 milljónir manna þurfi á mataraðstoð að halda í Tigray um þessar mundir. „Fjöldi fólks sem býr við hungursneyð er hærri en nokkurs staðar í heiminum frá því að kvartmilljón Sómala lést árið 2011,“ sagði Mark Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, í gær. Forsendur þess að SÞ lýsi yfir hungursneyð er að 20% íbúa á svæði líði bráðan skort á matvælum, eitt af hverjum þremur börnum sé vannært og tveir af hverjum tíu þúsund íbúum látist úr sulti, vannæringu eða sjúkdómum. Hungursneyð var tvívegis lýst yfir á síðasta áratuginum: í Sómalíu árið 2011 og í Suður-Súdan árið 2017. Í mati SÞ sem var gefið út í gær er enn ekki talið að ástandið teljist almenn hungursneyð jafnvel þó að á fjórða hundruð þúsund manna líði nú skort. Ríkisstjórn Eþíópíu styður ekki mat SÞ. Matarskortur þar sé ekki alvarlegur og aðstoð berist til svæðisins. Talsmaður utanríkisráðuneytis landsins hafnaði því að í uppsiglingu væri mesta hungursneyð í heiminum frá því á 9. áratug síðustu aldar þvert á það sem hjálparstofnanir hafa varað við. Átök brutust út í Tigray-héraði á milli uppreisnarmanna úr fyrrum stjórnarflokki héraðsins annars vegar og stjórnarhermanna hins vegar í nóvember. Þá hafa hermenn frá nágrannaríkinu Erítreu blandað sér í átökin og stutt eþíópíska stjórnarherinn. Hungursneyðin nú er rakin til áhrifa átakanna. Um tvær milljónir manna eru á flótta vegna þeirra, ferðafrelsi er takmarkað í héraðinu og mannúðarsamtök eiga erfitt með að koma hjálpagögnum til nauðstaddra. Þá hefur orðið uppskerubrestur og markaðir liggja í lamasessi, að því er segir í frétt Reuters. Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Eritrea Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Talið er að 5,5 milljónir manna þurfi á mataraðstoð að halda í Tigray um þessar mundir. „Fjöldi fólks sem býr við hungursneyð er hærri en nokkurs staðar í heiminum frá því að kvartmilljón Sómala lést árið 2011,“ sagði Mark Lowcock, yfirmaður mannúðaraðstoðar SÞ, í gær. Forsendur þess að SÞ lýsi yfir hungursneyð er að 20% íbúa á svæði líði bráðan skort á matvælum, eitt af hverjum þremur börnum sé vannært og tveir af hverjum tíu þúsund íbúum látist úr sulti, vannæringu eða sjúkdómum. Hungursneyð var tvívegis lýst yfir á síðasta áratuginum: í Sómalíu árið 2011 og í Suður-Súdan árið 2017. Í mati SÞ sem var gefið út í gær er enn ekki talið að ástandið teljist almenn hungursneyð jafnvel þó að á fjórða hundruð þúsund manna líði nú skort. Ríkisstjórn Eþíópíu styður ekki mat SÞ. Matarskortur þar sé ekki alvarlegur og aðstoð berist til svæðisins. Talsmaður utanríkisráðuneytis landsins hafnaði því að í uppsiglingu væri mesta hungursneyð í heiminum frá því á 9. áratug síðustu aldar þvert á það sem hjálparstofnanir hafa varað við. Átök brutust út í Tigray-héraði á milli uppreisnarmanna úr fyrrum stjórnarflokki héraðsins annars vegar og stjórnarhermanna hins vegar í nóvember. Þá hafa hermenn frá nágrannaríkinu Erítreu blandað sér í átökin og stutt eþíópíska stjórnarherinn. Hungursneyðin nú er rakin til áhrifa átakanna. Um tvær milljónir manna eru á flótta vegna þeirra, ferðafrelsi er takmarkað í héraðinu og mannúðarsamtök eiga erfitt með að koma hjálpagögnum til nauðstaddra. Þá hefur orðið uppskerubrestur og markaðir liggja í lamasessi, að því er segir í frétt Reuters.
Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Eritrea Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira