Sambærilegar launahækkanir „óraunhæfar með öllu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2021 11:37 Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/vilhelm Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili Áætlað er að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist um átta komma eitt prósent á fyrsta ársfjórðungi 2021 miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,6 prósent á sama tímabili, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun. Hækkun launatekna rekur Hagstofan einkum til kjarasamningsbundinna launahækkana. „En á sama tíma hafa skattar ekki hækkað heldur til dæmis lækkað á lægstu laun og svo hafa vextir vissulega verið að lækka og eru nú í sögulegu lágmarki, þannig að þetta eru mjög jákvæð tíðindi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Launahækkanir algjörlega á skjön við nágrannaríkin Launahækkanir á borð við þær sem ráðist var í í fyrra samkvæmt kjarasamningum séu hins vegar ekki sjálfbærar þegar jafnmikill samdráttur mælist í hagkerfinu og nú. Aukning kaupmáttar og ráðstöfunartekna breyti því ekki. „Þannig að það er í raun óraunhæft með öllu að telja að við getum haldið áfram að hækka laun, ekki bara algjörlega á skjön við það sem er að mælast í verðmætasköpun innanlands heldur eru launhækkanir sem verið hafa hér að mæalst algjörlega á skjön við það sem gengur og gerist í okkar nágrannaríkjum,“ segir Ásdís. Hún segir ekki hafa verið rætt hvort semja eigi um krónutölu- eða prósentuhækkanir þegar samningar losna eftir átján mánuði. „Við þurfum að horfa til undirliggjandi stöðu hverju sinni og vega og meta hvert svigrúm er til launahækkana því ef við göngum of langt að þá með einhverjum hætti þarf slík aðlögun að eiga sér stað.“ Kjaramál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Áætlað er að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi aukist um átta komma eitt prósent á fyrsta ársfjórðungi 2021 miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,6 prósent á sama tímabili, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun. Hækkun launatekna rekur Hagstofan einkum til kjarasamningsbundinna launahækkana. „En á sama tíma hafa skattar ekki hækkað heldur til dæmis lækkað á lægstu laun og svo hafa vextir vissulega verið að lækka og eru nú í sögulegu lágmarki, þannig að þetta eru mjög jákvæð tíðindi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Launahækkanir algjörlega á skjön við nágrannaríkin Launahækkanir á borð við þær sem ráðist var í í fyrra samkvæmt kjarasamningum séu hins vegar ekki sjálfbærar þegar jafnmikill samdráttur mælist í hagkerfinu og nú. Aukning kaupmáttar og ráðstöfunartekna breyti því ekki. „Þannig að það er í raun óraunhæft með öllu að telja að við getum haldið áfram að hækka laun, ekki bara algjörlega á skjön við það sem er að mælast í verðmætasköpun innanlands heldur eru launhækkanir sem verið hafa hér að mæalst algjörlega á skjön við það sem gengur og gerist í okkar nágrannaríkjum,“ segir Ásdís. Hún segir ekki hafa verið rætt hvort semja eigi um krónutölu- eða prósentuhækkanir þegar samningar losna eftir átján mánuði. „Við þurfum að horfa til undirliggjandi stöðu hverju sinni og vega og meta hvert svigrúm er til launahækkana því ef við göngum of langt að þá með einhverjum hætti þarf slík aðlögun að eiga sér stað.“
Kjaramál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira