Hugðust breyta MÍ vegna kulda á Akureyri en urðu að hætta við Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 13:01 Sindri Hrafn Guðmundsson er skráður til keppni í spjótkasti á MÍ. FRÍ Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram á Akureyri um helgina. Vegna kuldaspár á sunnudag stóð til að allt mótið færi fram á morgun en stjórn Frjálsíþróttasambandsins varð að draga þá ákvörðun til baka. Því verður keppt á Akureyri bæði á morgun og á sunnudag. Stjórn FRÍ hugðist láta allt mótið fara fram á morgun og sagði mikilvægt að þeir keppendur sem freista þess að ná sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó fengju tækifæri til að keppa við sem bestar aðstæður. Tíminn til að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana rennur út 29. júní. Eftir það verður fyllt inn í keppendahópa í hverri grein út frá stöðu á heimslista, og þar getur árangur á landsmóti eins og MÍ er talið drjúgt. „Sigur og góður árangur á MÍ er hreinlega líklegur til að lyfta okkar fólki upp um þau sæti á heimslista sem máli skipta. Frestun á móti fram eftir sumri er því ekki möguleg. Í þessu ljósi vonumst við til að frjálsíþróttamenn geti sætt sig við þessa ákvörðun sem ekki er létt,“ sagði í frétt FRÍ um þá ákvörðun að MÍ færi allt fram á einum degi. Að höfðu samráði við Laganefnd FRÍ var þeirri ákvörðun hins vegar snúið. „Með þessu er verið að fylgja reglugerð og tryggja að allur árangur verði löglegur á mótinu,“ segir í frétt FRÍ. Keppendur sem stefna á Ólympíuleikana Á meðal skráðra keppenda á MÍ eru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Guðni Valur Guðnason, Hilmar Örn Jónsson og Sindri Hrafn Guðmundsson sem öll hafa unnið að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó og eru í sérstökum ólympíuhópi ÍSÍ. Sindri og Dagbjartur Daði Jónsson eru nýbúnir að keppa á bandaríska háskólameistaramótinu, í spjótkasti, þar sem Dagbjartur náði 2. sæti og Sindri 5. sæti. Á MÍ keppir einnig Baldvin Þór Magnússon sem í vor sló 39 ára gamalt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi, stórbætti Íslandsmetið í 5.000 metra hlaupi, og tvíbætti Íslandsmetið í 3.000 metra hlaupi innanhúss. Baldvin, sem er fæddur á Akureyri en flutti fimm ára gamall til Englands, keppir fyrir Ungmennafélag Akureyrar á MÍ en hefur keppt fyrir Eastern Michigan skólann í Bandaríkjunum síðustu ár. Dagskrá mótsins má finna hér. Frjálsar íþróttir Akureyri Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjá meira
Því verður keppt á Akureyri bæði á morgun og á sunnudag. Stjórn FRÍ hugðist láta allt mótið fara fram á morgun og sagði mikilvægt að þeir keppendur sem freista þess að ná sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó fengju tækifæri til að keppa við sem bestar aðstæður. Tíminn til að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana rennur út 29. júní. Eftir það verður fyllt inn í keppendahópa í hverri grein út frá stöðu á heimslista, og þar getur árangur á landsmóti eins og MÍ er talið drjúgt. „Sigur og góður árangur á MÍ er hreinlega líklegur til að lyfta okkar fólki upp um þau sæti á heimslista sem máli skipta. Frestun á móti fram eftir sumri er því ekki möguleg. Í þessu ljósi vonumst við til að frjálsíþróttamenn geti sætt sig við þessa ákvörðun sem ekki er létt,“ sagði í frétt FRÍ um þá ákvörðun að MÍ færi allt fram á einum degi. Að höfðu samráði við Laganefnd FRÍ var þeirri ákvörðun hins vegar snúið. „Með þessu er verið að fylgja reglugerð og tryggja að allur árangur verði löglegur á mótinu,“ segir í frétt FRÍ. Keppendur sem stefna á Ólympíuleikana Á meðal skráðra keppenda á MÍ eru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Guðni Valur Guðnason, Hilmar Örn Jónsson og Sindri Hrafn Guðmundsson sem öll hafa unnið að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó og eru í sérstökum ólympíuhópi ÍSÍ. Sindri og Dagbjartur Daði Jónsson eru nýbúnir að keppa á bandaríska háskólameistaramótinu, í spjótkasti, þar sem Dagbjartur náði 2. sæti og Sindri 5. sæti. Á MÍ keppir einnig Baldvin Þór Magnússon sem í vor sló 39 ára gamalt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi, stórbætti Íslandsmetið í 5.000 metra hlaupi, og tvíbætti Íslandsmetið í 3.000 metra hlaupi innanhúss. Baldvin, sem er fæddur á Akureyri en flutti fimm ára gamall til Englands, keppir fyrir Ungmennafélag Akureyrar á MÍ en hefur keppt fyrir Eastern Michigan skólann í Bandaríkjunum síðustu ár. Dagskrá mótsins má finna hér.
Frjálsar íþróttir Akureyri Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjá meira