Stjörnurnar kalla á G7 ríkin að gefa bóluefni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. júní 2021 11:31 Velgjörðasendiherrar UNICEF sendu opið bréf til efnameiri ríkja heims. Billie Eilish, Liam Neeson, Katy Perry og Orlando Bloom eru á meðal þeirra sem skrifa undir áskorunina. Samsett „Faraldurinn verður ekki búinn fyrr en hann er búinn allsstaðar og því er mikilvægt að öll samfélög, um allan heim, hafi jafnan aðgang að bóluefnum gegn COVID-19,” segir David Beckham, velgjörðarsendiherra UNICEF. Alls 28 velgjörðarsendiherrar UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hafa sent opið bréf til efnameiri ríkja heims þar sem þau eru hvött til að gefa umframskammta af bóluefnum til efnaminni ríkja. Ákallinu er sérstaklega beint að G7 ríkjunum sem munu hittast á leiðtogafundi í Bretlandi í dag. Þau sem skrifa undir ákallið eru Ramla Ali, Fernando Alonso, David Beckham, Orlando Bloom, José Manuel Calderón, Sofia Carson, Gemma Chan, Priyanka Chopra Jonas, Olivia Colman, Billie Eilish, Pau Gasol, Whoopi Goldberg, David Harewood, Sir Chris Hoy, Angelique Kidjo, Téa Leoni, Lucy Liu, Juan Manuel López Iturriaga, Ewan McGregor, Alyssa Milano, Andy Murray, Liam Neeson, Liam Payne, Katy Perry, Sergio Ramos, Claudia Schiffer, Teresa Viejo og Pink. Bréfið í heild má lesa hér. Veiran virðir engin landamæri Í bréfinu er ítrekað að ef efnaminni ríki eru skilin eftir þá skapast raunveruleg hætta á að veiran haldi áfram að stökkbreytast og að heimurinn endi aftur á byrjunarreit með tilheyrandi skólalokunum, röskun á heilbrigðisþjónustu og djúpstæðum áhrifum á efnahag landa. UNICEF hefur áður sent ákall til G7 ríkjanna og bent á að ef ríkin skuldbinda sig til að gefa 20% af bóluefnaskömmtum sínum fyrir lok ágúst verði hægt að dreifa yfir 150 milljónum skammta af bóluefni í gegnum COVAX-samstarfið án þess að verði neinar verulegar tafir á núverandi bólusetningaráætlunum G7 ríkjanna. „Lönd þurfa ekki að velja á milli þess að berjast við sjúkdóminn heima fyrir eða berjast við hann erlendis. Við getum og við verðum að gera bæði samtímis og það strax. Þegar öllu er á botnin hvolft þá virðir veiran engin landamæri á korti. Barátta okkar við veiruna og afbrigði hennar ætti ekki að gera það heldur,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. Eins og staðan er nú hefur minna en eitt prósent af bóluefnum sem hafa verið framleidd skilað sér til efnaminni ríkja heimsins og COVAX-samstarfinu vantar nauðsynlega 190 milljónir skammta til að geta staðið við áætlanir sínar. Ástandið sem hefur skapast á Indlandi hefur dregið verulega úr framboði bóluefna til COVAX-samstarfsins og því er mikilvægt að efnameiri ríki, sem mörg hver hafa tryggt sér mun fleiri skammta en þau þurfa, deili þeim með heiminum strax til þess að hægt sé að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsfólks og viðkæmra hópa. Komum því til skila Eins og kom fram á Vísi í gær hefur UNICEF farið af stað með söfnun undir yfirskriftinni Komum því til skila. Þar kallar UNICEF eftir stuðningi almennings, fyrirtækja og stjórnvalda til að tryggja jafna dreifingu bóluefna gegn kórónaveirunni meðal efnaminni ríkja heimsins. Fyrirtæki á Íslandi hafa brugðist við ákallinu og næstu vikur munu Krónan, Te&Kaffi og BM Vallá bjóða viðskiptavinum sínum að styðja söfnun UNICEF og gefa fyrirtækin framlag á móti. Þá þegar hafa Alvogen og Alvotech gefið 100 þúsund dollara í átakið. Einnig taka Vörður, Deloitte og Lindex þátt í átakinu. UNICEF leiðir innkaup og dreifingu bóluefnanna til efnaminni ríkja heimsins fyrir hönd COVAX-samstarfsins. „Þetta ógnarstóra verkefni bætist ofan á öll önnur verkefni UNICEF í þágu barna og því er mikil þörf á auknum stuðningi. Hægt er að styðja átakið með því að senda SMS-ið COVID í númerið 1900 og tryggja þar með dreifingu bóluefnis fyrir þrjá einstaklinga,“ segir í tilkynningu UNICEF. Hollywood Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það er enginn sigurvegari í þessu kapphlaupi“ Nýtt fjáröflunarátak UNICEF á Íslandi hófst í dag –Allir eiga sama rétt á bólusetningum – Enginn er öruggur fyrr en allir eru það. 9. júní 2021 11:00 Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
Alls 28 velgjörðarsendiherrar UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hafa sent opið bréf til efnameiri ríkja heims þar sem þau eru hvött til að gefa umframskammta af bóluefnum til efnaminni ríkja. Ákallinu er sérstaklega beint að G7 ríkjunum sem munu hittast á leiðtogafundi í Bretlandi í dag. Þau sem skrifa undir ákallið eru Ramla Ali, Fernando Alonso, David Beckham, Orlando Bloom, José Manuel Calderón, Sofia Carson, Gemma Chan, Priyanka Chopra Jonas, Olivia Colman, Billie Eilish, Pau Gasol, Whoopi Goldberg, David Harewood, Sir Chris Hoy, Angelique Kidjo, Téa Leoni, Lucy Liu, Juan Manuel López Iturriaga, Ewan McGregor, Alyssa Milano, Andy Murray, Liam Neeson, Liam Payne, Katy Perry, Sergio Ramos, Claudia Schiffer, Teresa Viejo og Pink. Bréfið í heild má lesa hér. Veiran virðir engin landamæri Í bréfinu er ítrekað að ef efnaminni ríki eru skilin eftir þá skapast raunveruleg hætta á að veiran haldi áfram að stökkbreytast og að heimurinn endi aftur á byrjunarreit með tilheyrandi skólalokunum, röskun á heilbrigðisþjónustu og djúpstæðum áhrifum á efnahag landa. UNICEF hefur áður sent ákall til G7 ríkjanna og bent á að ef ríkin skuldbinda sig til að gefa 20% af bóluefnaskömmtum sínum fyrir lok ágúst verði hægt að dreifa yfir 150 milljónum skammta af bóluefni í gegnum COVAX-samstarfið án þess að verði neinar verulegar tafir á núverandi bólusetningaráætlunum G7 ríkjanna. „Lönd þurfa ekki að velja á milli þess að berjast við sjúkdóminn heima fyrir eða berjast við hann erlendis. Við getum og við verðum að gera bæði samtímis og það strax. Þegar öllu er á botnin hvolft þá virðir veiran engin landamæri á korti. Barátta okkar við veiruna og afbrigði hennar ætti ekki að gera það heldur,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. Eins og staðan er nú hefur minna en eitt prósent af bóluefnum sem hafa verið framleidd skilað sér til efnaminni ríkja heimsins og COVAX-samstarfinu vantar nauðsynlega 190 milljónir skammta til að geta staðið við áætlanir sínar. Ástandið sem hefur skapast á Indlandi hefur dregið verulega úr framboði bóluefna til COVAX-samstarfsins og því er mikilvægt að efnameiri ríki, sem mörg hver hafa tryggt sér mun fleiri skammta en þau þurfa, deili þeim með heiminum strax til þess að hægt sé að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsfólks og viðkæmra hópa. Komum því til skila Eins og kom fram á Vísi í gær hefur UNICEF farið af stað með söfnun undir yfirskriftinni Komum því til skila. Þar kallar UNICEF eftir stuðningi almennings, fyrirtækja og stjórnvalda til að tryggja jafna dreifingu bóluefna gegn kórónaveirunni meðal efnaminni ríkja heimsins. Fyrirtæki á Íslandi hafa brugðist við ákallinu og næstu vikur munu Krónan, Te&Kaffi og BM Vallá bjóða viðskiptavinum sínum að styðja söfnun UNICEF og gefa fyrirtækin framlag á móti. Þá þegar hafa Alvogen og Alvotech gefið 100 þúsund dollara í átakið. Einnig taka Vörður, Deloitte og Lindex þátt í átakinu. UNICEF leiðir innkaup og dreifingu bóluefnanna til efnaminni ríkja heimsins fyrir hönd COVAX-samstarfsins. „Þetta ógnarstóra verkefni bætist ofan á öll önnur verkefni UNICEF í þágu barna og því er mikil þörf á auknum stuðningi. Hægt er að styðja átakið með því að senda SMS-ið COVID í númerið 1900 og tryggja þar með dreifingu bóluefnis fyrir þrjá einstaklinga,“ segir í tilkynningu UNICEF.
Hollywood Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það er enginn sigurvegari í þessu kapphlaupi“ Nýtt fjáröflunarátak UNICEF á Íslandi hófst í dag –Allir eiga sama rétt á bólusetningum – Enginn er öruggur fyrr en allir eru það. 9. júní 2021 11:00 Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
„Það er enginn sigurvegari í þessu kapphlaupi“ Nýtt fjáröflunarátak UNICEF á Íslandi hófst í dag –Allir eiga sama rétt á bólusetningum – Enginn er öruggur fyrr en allir eru það. 9. júní 2021 11:00