Erpur segist tilbúinn fyrir föðurhlutverkið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. júní 2021 14:00 Erpur Eyvindarson var gestur í nýjasta þættinum af Á rúntinum. Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, segist tilbúinn fyrir föðurhlutverkið. Erpur hefur oft verið kallaður pabbi rappsins á Íslandi og hefur átt farsælan feril einn og með Rottweiler. Erpur var gestur Bjarna Freys Péturssonar í nýjasta þættinum af Á rúntinum, sem birtist hér á Vísi. Í þættinum ræðir rapparinn meðal annars um æskuslóðirnar í Kópavogi, upphaf Rottweiler, sjálfsfróun, markmiðin sín, Covid og fleira. „Hann hefur alið ýmsa menn upp eins og Herra Hnetusmjör og þessa ungu stráka. Spurning hvernig það hefur tekist, misvel sennilega en hann hefur örugglega stappað stálinu í suma af þeim,“ segir Bjarni í kynningu þáttarins. Erpur ætlaði sér alltaf að eignast fullt af börnum og segist nú á réttum stað fyrir í þennan kafla í lífinu. „Það er fyrst núna sem ég er í alvörunni klár. Það er allt klárt,“ segir Erpur þegar hann er spurður út í barneignir. „Ég er ekkert að fara að segja að ég sé að fara að eignast barn á morgun.“ Hann segir að það sé allt of mikið af börnum sem eigi pabba sem sinni engu og krakkinn alinn upp af Netflix drasli og fái ekki ást og umhyggju. Hann ætli ekki að vera sá faðir. „Ef ég eignast krakka, þá mun hann þurfa að segja, pabbi núna nenni ég ekki meira Lego, því ég elska Lego.“ Erpur viðurkennir að hann hafi ætlað sér að eignast tíu börn. Hann hefur tekið lífið og markmiðin sín í skorpum, hvort sem það er í námi eða markmið tengd ferlinum eins og að fá alla til að rappa á Íslensku eða ná að gera vel heppnaða sólóplötu. Síðustu þrjú ár hafa svo farið í að gera allt til að eignast heimili. „Núna hef ég enga afsökun til að eignast ekki börn.“ Viðtalið í heild sinni má finna í þættinum hér fyrir neðan. Þættirnir Á rúntinum hófu göngu sína á Vísi nú í maí en það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina. Börn og uppeldi Á rúntinum Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Erpur var gestur Bjarna Freys Péturssonar í nýjasta þættinum af Á rúntinum, sem birtist hér á Vísi. Í þættinum ræðir rapparinn meðal annars um æskuslóðirnar í Kópavogi, upphaf Rottweiler, sjálfsfróun, markmiðin sín, Covid og fleira. „Hann hefur alið ýmsa menn upp eins og Herra Hnetusmjör og þessa ungu stráka. Spurning hvernig það hefur tekist, misvel sennilega en hann hefur örugglega stappað stálinu í suma af þeim,“ segir Bjarni í kynningu þáttarins. Erpur ætlaði sér alltaf að eignast fullt af börnum og segist nú á réttum stað fyrir í þennan kafla í lífinu. „Það er fyrst núna sem ég er í alvörunni klár. Það er allt klárt,“ segir Erpur þegar hann er spurður út í barneignir. „Ég er ekkert að fara að segja að ég sé að fara að eignast barn á morgun.“ Hann segir að það sé allt of mikið af börnum sem eigi pabba sem sinni engu og krakkinn alinn upp af Netflix drasli og fái ekki ást og umhyggju. Hann ætli ekki að vera sá faðir. „Ef ég eignast krakka, þá mun hann þurfa að segja, pabbi núna nenni ég ekki meira Lego, því ég elska Lego.“ Erpur viðurkennir að hann hafi ætlað sér að eignast tíu börn. Hann hefur tekið lífið og markmiðin sín í skorpum, hvort sem það er í námi eða markmið tengd ferlinum eins og að fá alla til að rappa á Íslensku eða ná að gera vel heppnaða sólóplötu. Síðustu þrjú ár hafa svo farið í að gera allt til að eignast heimili. „Núna hef ég enga afsökun til að eignast ekki börn.“ Viðtalið í heild sinni má finna í þættinum hér fyrir neðan. Þættirnir Á rúntinum hófu göngu sína á Vísi nú í maí en það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina.
Börn og uppeldi Á rúntinum Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira