Fagnaði sigri á gigtinni á toppi Hvannadalshnjúks Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. júní 2021 12:00 Dagur B. Eggertsson fór á Hvannadalshnjúk um helgina ásamt góðum hópi. Facebook Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur gekk á topp Hvannadalshnjúks um helgina, hæsta tind Íslands. Dagur þjáist af gigt og þarf vikulega á lyfjagjöf að halda. Hann segir ólýsanlegt að hafa náð þessum áfanga eftir óvissuna vegna veikindanna síðustu ár. „Í júní fyrir þremur árum lagðist á mig gigt, svo kölluð fylgigigt. Hún kom einsog þruma úr heiðskíru lofti. Einsog sjálfsagt einhverjir muna var ég verulega slæmur lengi vel og þurfti að styðjast við staf allt fram til áramóta. Og ég er ennþá að sprauta mig vikulega með lyfjum. En þvílík undralyf. Um helgina sigraðist ég á sjálfum mér, gigtinni og (sjalfsköpuðu) hreyfingarleysi þessara ára með því að klífa Hvannadalshnjúk í frábærum hópi fólks. “ Kalt á toppnum Hópurinn hafði sextán tíma glugga til þess að komast upp og niður aftur á milli votviðris, vinda og skúra. „Við óðum snjó í ökkla upp og miðja kálfa niður og hreppum alls konar verður. Ég ætla ekki að halda því fram að þetta hafi verið auðvelt. Eða að ég sé ekki með strengi og finni til hér og þar. Ég get jafnframt staðfest að það er kalt á toppnum.“ Leiðsögumenn leiðangursins voru þau Marta Kusinska og Brook Woodman hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og hrósar Dagur þeim fyrir fagmennskuna. „En þetta var magnað og ég get ekki lýst því með orðum hversu óralangt tilfinningin að ná þessum áfanga var á við óvissuna og glímuna við gigtina undangengin ár. Ég ætla að því að tileinka þessa göngu öllum sem glíma við gigt, og þakka Ragnari Frey gigtlækninum mínum og öllum sem hafa komið að meðferðinni.“ Dagur birti nokkrar myndir úr ferðinni á Instagram síðu sinni og má sjá þær í færslunni hér fyrir neðan. Fjallamennska Heilsa Vatnajökulsþjóðgarður Hvannadalshnjúkur Tengdar fréttir Borgarstjóri leitar Reykvíkings ársins Borgarstjóri óskar nú eftir tilnefningum um Reykvíking ársins 2021. 4. júní 2021 14:36 Vill seinka skóladeginum til að mæta þörfum unglinga Nýtt tilraunaverkefni mun fara af stað hjá Reykjavíkurborg í haust þar sem nokkrum grunnskólar munu seinka skóladeginum. Vonir eru um að verkefnið mun skila sér í bættri líðan, bættum námsárangri og aukinni einbeitingu hjá börnum og ungmennum. 7. júní 2021 11:11 Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. 13. apríl 2021 10:59 Dagur fer í veikindaleyfi Sýking tekið sig upp að nýju og borgarstjóri frá Borgarstjóri er í leyfi meðan hann nær sér af sýkingu. Hann greindist með alvarlegan gigtarsjúkdóm eftir að hafa fengið sömu sýkingu síðasta haust, en sú var alvarlegri. Hann ætlar ekki í langt veikindaleyfi og er vongóður um framhaldið. 12. október 2018 07:00 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
„Í júní fyrir þremur árum lagðist á mig gigt, svo kölluð fylgigigt. Hún kom einsog þruma úr heiðskíru lofti. Einsog sjálfsagt einhverjir muna var ég verulega slæmur lengi vel og þurfti að styðjast við staf allt fram til áramóta. Og ég er ennþá að sprauta mig vikulega með lyfjum. En þvílík undralyf. Um helgina sigraðist ég á sjálfum mér, gigtinni og (sjalfsköpuðu) hreyfingarleysi þessara ára með því að klífa Hvannadalshnjúk í frábærum hópi fólks. “ Kalt á toppnum Hópurinn hafði sextán tíma glugga til þess að komast upp og niður aftur á milli votviðris, vinda og skúra. „Við óðum snjó í ökkla upp og miðja kálfa niður og hreppum alls konar verður. Ég ætla ekki að halda því fram að þetta hafi verið auðvelt. Eða að ég sé ekki með strengi og finni til hér og þar. Ég get jafnframt staðfest að það er kalt á toppnum.“ Leiðsögumenn leiðangursins voru þau Marta Kusinska og Brook Woodman hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og hrósar Dagur þeim fyrir fagmennskuna. „En þetta var magnað og ég get ekki lýst því með orðum hversu óralangt tilfinningin að ná þessum áfanga var á við óvissuna og glímuna við gigtina undangengin ár. Ég ætla að því að tileinka þessa göngu öllum sem glíma við gigt, og þakka Ragnari Frey gigtlækninum mínum og öllum sem hafa komið að meðferðinni.“ Dagur birti nokkrar myndir úr ferðinni á Instagram síðu sinni og má sjá þær í færslunni hér fyrir neðan.
Fjallamennska Heilsa Vatnajökulsþjóðgarður Hvannadalshnjúkur Tengdar fréttir Borgarstjóri leitar Reykvíkings ársins Borgarstjóri óskar nú eftir tilnefningum um Reykvíking ársins 2021. 4. júní 2021 14:36 Vill seinka skóladeginum til að mæta þörfum unglinga Nýtt tilraunaverkefni mun fara af stað hjá Reykjavíkurborg í haust þar sem nokkrum grunnskólar munu seinka skóladeginum. Vonir eru um að verkefnið mun skila sér í bættri líðan, bættum námsárangri og aukinni einbeitingu hjá börnum og ungmennum. 7. júní 2021 11:11 Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. 13. apríl 2021 10:59 Dagur fer í veikindaleyfi Sýking tekið sig upp að nýju og borgarstjóri frá Borgarstjóri er í leyfi meðan hann nær sér af sýkingu. Hann greindist með alvarlegan gigtarsjúkdóm eftir að hafa fengið sömu sýkingu síðasta haust, en sú var alvarlegri. Hann ætlar ekki í langt veikindaleyfi og er vongóður um framhaldið. 12. október 2018 07:00 Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Borgarstjóri leitar Reykvíkings ársins Borgarstjóri óskar nú eftir tilnefningum um Reykvíking ársins 2021. 4. júní 2021 14:36
Vill seinka skóladeginum til að mæta þörfum unglinga Nýtt tilraunaverkefni mun fara af stað hjá Reykjavíkurborg í haust þar sem nokkrum grunnskólar munu seinka skóladeginum. Vonir eru um að verkefnið mun skila sér í bættri líðan, bættum námsárangri og aukinni einbeitingu hjá börnum og ungmennum. 7. júní 2021 11:11
Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. 13. apríl 2021 10:59
Dagur fer í veikindaleyfi Sýking tekið sig upp að nýju og borgarstjóri frá Borgarstjóri er í leyfi meðan hann nær sér af sýkingu. Hann greindist með alvarlegan gigtarsjúkdóm eftir að hafa fengið sömu sýkingu síðasta haust, en sú var alvarlegri. Hann ætlar ekki í langt veikindaleyfi og er vongóður um framhaldið. 12. október 2018 07:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“