Brynjar náði ekki oddvitasæti og kveður stjórnmálin Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. júní 2021 11:02 Dagar Brynjars Níelssonar á Alþingi gætu verið taldir. Hann segist ekki reikna með að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar í haust. Vísir/Vilhelm Úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í gær voru Brynjari Níelssyni vonbrigði. Hann sóttist eftir öðru oddvitasætinu en hafnaði í fimmta sæti. Hann segist kveðja stjórnmálin sáttur. Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hrepptu tvö efstu sætin í sameiginlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö í gær. Aðrir reyndir þingmenn höfðu þó ekki erindi sem erfiði og enduðu neðar en þeir sóttust eftir. Þannig komst Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ekki í efstu átta sætin í prófkjörinu og Birgir Ármannsson endaði í sjötta sæti en hann sóttist eftir öðru til þriðja sætinu. Brynjar gaf kost á sér í annað sætið og þar með oddvitasætið í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Hann hefur verið annar þingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður á þessu kjörtímabili. „Ég var nokkuð ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. Ég var að vísu fyrir vonbrigðum með útkomu mína en þetta er bara svona,“ sagði Brynjar í viðtali við Vísi í morgun. Kjörnefnd ákveður endanlega uppröðun frambjóðenda á listum fyrir kjördæmin tvö. Í viðtalinu sagðist Brynjar ekkert vita um fyrirkomulagið að honum væri „nokk sama“. „Ég reikna ekki einu sinni með að vera á listanum. Ég á síður von á því,“ sagði Brynjar. Í Facebook-færslu nú fyrir hádegið tók Brynjar af tvímæli og sagðist kveðja stjórnmálin sáttur. Hann gefur lítið út um þá nýliðun sem á sér stað á lista flokksins í prófkjörinu þar sem Diljá Mist Einarsdóttir, 33 ára gamall aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, náði þriðja sætinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamálaráðherra, lenti í því fjórða. „Þeir sem tóku þátt í prófkjörinu völdu þetta fólk, væntanlega vegna þess að það hefur þá eitthvað meira fram að færa heldur en hinir. Þá er það bara ágætt, er það ekki?“ Fréttin var uppfærð með Facebook-færslu Brynjars. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11 Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hrepptu tvö efstu sætin í sameiginlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö í gær. Aðrir reyndir þingmenn höfðu þó ekki erindi sem erfiði og enduðu neðar en þeir sóttust eftir. Þannig komst Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, ekki í efstu átta sætin í prófkjörinu og Birgir Ármannsson endaði í sjötta sæti en hann sóttist eftir öðru til þriðja sætinu. Brynjar gaf kost á sér í annað sætið og þar með oddvitasætið í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Hann hefur verið annar þingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður á þessu kjörtímabili. „Ég var nokkuð ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. Ég var að vísu fyrir vonbrigðum með útkomu mína en þetta er bara svona,“ sagði Brynjar í viðtali við Vísi í morgun. Kjörnefnd ákveður endanlega uppröðun frambjóðenda á listum fyrir kjördæmin tvö. Í viðtalinu sagðist Brynjar ekkert vita um fyrirkomulagið að honum væri „nokk sama“. „Ég reikna ekki einu sinni með að vera á listanum. Ég á síður von á því,“ sagði Brynjar. Í Facebook-færslu nú fyrir hádegið tók Brynjar af tvímæli og sagðist kveðja stjórnmálin sáttur. Hann gefur lítið út um þá nýliðun sem á sér stað á lista flokksins í prófkjörinu þar sem Diljá Mist Einarsdóttir, 33 ára gamall aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, náði þriðja sætinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamálaráðherra, lenti í því fjórða. „Þeir sem tóku þátt í prófkjörinu völdu þetta fólk, væntanlega vegna þess að það hefur þá eitthvað meira fram að færa heldur en hinir. Þá er það bara ágætt, er það ekki?“ Fréttin var uppfærð með Facebook-færslu Brynjars.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11 Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Telur úrslitin ákall um nýliðun í bland við reynslu Sjálfstæðismenn völdu sér reynslu í bland við nýliðun í prófkjöri sínu í Reykjavík í gær, að mati Diljár Mistar Einarsdóttur sem hafnaði í þriðja sæti. Hún segir árangurinn hafa fari fram úr sínum björtustu væntingum. 6. júní 2021 10:11
Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. 6. júní 2021 01:39