Ástin blómstraði í Tryggvaskála Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júní 2021 07:33 Bryndís Brynjólfsdóttir, sem er fædd og uppalinn í Tryggvaskála á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ástarævintýri, sem enduðu með farsælum hjónaböndum gerðust á böllum í Tryggvaskála á Selfossi. Þá gisti Kristján tíundi konungur Danmerkur í skálanum 1921. Sögusýning um Tryggvaskála, sem fagnaði 130 ára afmæli á síðasta ári hefur nú verið opnuð. Tryggvaskáli, sem stendur við Ölfusárbrú á Selfossi er elsta hús staðarins, byggt 1890 fyrir forgöngu Tryggva Gunnarssonar, alþingismanns en húsið var fyrst notað fyrir brúarsmiði Ölfusárbrúar. Árið 1901 hófst veitingarekstur í húsinu og þar var einnig rekið gistiheimili og önnur fjölbreytt starfsemi. „Saga Tryggvaskála, brúarinnar og bæjarins er náttúrlega samofin því að hér er þetta, sem allt byrjaði. Hér var fyrsti barnaskólinn, fyrsti bankinn, fyrsta pósthúsið, flest félög, sem voru stofnuð á Selfossi voru stofnuð í skálum og hér áttu margir athvarf. Hér bara gerðust hlutirnir í gamla daga,“ segir Bryndís Brynjólfsdóttir, sem er fædd og uppalinn í Tryggvaskála fram undir þrítugt. Þorvarður Hjaltason og Bryndís, sem eiga bæði sæti í Skálafélaginu svonefnda eiga heiðurinn af nýju sögusýningunni í Tryggvaskála, ásamt Birni G. Björnssyni, sýningarhönnuði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bryndís segir að böllin í skálanum hafa verið fræg og þar hafi mörg farsæl hjónabönd orðið til. Margar ungar stúlkur komu alls staðar að til að vinna í Tryggvaskála þar sem þær hittu meðal annars strákana úr Iðnskólanum á Selfossi. Tryggvaskáli, sem stendur við Ölfusárbrú er eitt af aðal kennileitunum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, úr þessum kunningsskap urðu ansi mörg hjónabönd,“ segir hún hlægjandi. Kóngur hefur gist í Tryggvaskála. „Já, já, Kristján Danakonungur kom hér 1921 og þá var nýbúið að byggja efri hæðina og þá var komin stærsti salur, sem var hér í Árnessýslu og honum var boðið til hádegisverðar hérna upp á lofti og auðvitað köllum við salinn konungssalinn vegna þess að hann hafði snætt hérna.“ Sýningin í Tryggvaskála er mjög fróðleg og skemmtileg, sem Björn G. Björnsson hafði yfirumsjón með í góðu samstarfi við Bryndísi og Þorvarð.Aðsend Árborg Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Tryggvaskáli, sem stendur við Ölfusárbrú á Selfossi er elsta hús staðarins, byggt 1890 fyrir forgöngu Tryggva Gunnarssonar, alþingismanns en húsið var fyrst notað fyrir brúarsmiði Ölfusárbrúar. Árið 1901 hófst veitingarekstur í húsinu og þar var einnig rekið gistiheimili og önnur fjölbreytt starfsemi. „Saga Tryggvaskála, brúarinnar og bæjarins er náttúrlega samofin því að hér er þetta, sem allt byrjaði. Hér var fyrsti barnaskólinn, fyrsti bankinn, fyrsta pósthúsið, flest félög, sem voru stofnuð á Selfossi voru stofnuð í skálum og hér áttu margir athvarf. Hér bara gerðust hlutirnir í gamla daga,“ segir Bryndís Brynjólfsdóttir, sem er fædd og uppalinn í Tryggvaskála fram undir þrítugt. Þorvarður Hjaltason og Bryndís, sem eiga bæði sæti í Skálafélaginu svonefnda eiga heiðurinn af nýju sögusýningunni í Tryggvaskála, ásamt Birni G. Björnssyni, sýningarhönnuði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bryndís segir að böllin í skálanum hafa verið fræg og þar hafi mörg farsæl hjónabönd orðið til. Margar ungar stúlkur komu alls staðar að til að vinna í Tryggvaskála þar sem þær hittu meðal annars strákana úr Iðnskólanum á Selfossi. Tryggvaskáli, sem stendur við Ölfusárbrú er eitt af aðal kennileitunum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, úr þessum kunningsskap urðu ansi mörg hjónabönd,“ segir hún hlægjandi. Kóngur hefur gist í Tryggvaskála. „Já, já, Kristján Danakonungur kom hér 1921 og þá var nýbúið að byggja efri hæðina og þá var komin stærsti salur, sem var hér í Árnessýslu og honum var boðið til hádegisverðar hérna upp á lofti og auðvitað köllum við salinn konungssalinn vegna þess að hann hafði snætt hérna.“ Sýningin í Tryggvaskála er mjög fróðleg og skemmtileg, sem Björn G. Björnsson hafði yfirumsjón með í góðu samstarfi við Bryndísi og Þorvarð.Aðsend
Árborg Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira