Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 20:47 Lögreglan í Hong Kong stöðvaði fólk sem reyndi að fara inn í Viktoríugarð til þess að minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar. Getty/Anthony Kwan Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. Eins og staðan er í dag eru Hong Kong og Makaó einu svæðin á kínversku yfirráðasvæði þar sem heimilt er að halda minningarathöfn um mótmælin árið 1989. Mótmælin voru kæfð niður eftir að Li Peng, forseti alþýðulýðveldisins lýsti yfir herlögum. Talið er að allt að mörg þúsund stúdentar hafi látist í mótmælunum en sú tala hefur aldrei verið staðfest. Á meginlandi Kína hafa yfirvöld bannað jafnvel hinar minnstu tilvitnanir í atburðinn þann 4. júní 1989 en mótmælin höfðu staðið yfir í margar vikur áður en þau voru stöðvuð með miklum blóðsúthellingum. Viktoríugarði var lokað af lögreglunni í dag en minningarathöfn um atburðina er haldin þar árlega. Lögreglan vísaði þá hópum fólks, sem ætlaði inn í garðinn og var búið að kveikja á kertum, frá. Auk þess að vera annað árið sem minningarathafnir um atburðinn eru stöðvaðar er þetta fyrsta árið sem afmæli atburðarins ber að garði og umdeild öryggislög eru í gildi í Hong Kong. Lögunum, sem miða að því að stöðva lýðræðishreyfingu Hong Kong, var komið á fyrir tilstilli yfirvalda í Peking. Vegna þessara nýju laga var aðgerðasinninn Chow Hang Tung, sem hefur skipulagt minningarathöfnina um atburðina á Torginu í nokkur ár, handtekinn í dag. Vegna laganna er jafnframt talið að færri hafi þorað að minnast atburðanna, en lögin gera lögreglu kleift að handtaka hvern þann sem gerir eitthvað sem hægt er að túlka sem andstöðu við yfirvöld í Peking. Aðgerðasinnar hvöttu fólk í dag til þess að kveikja á kertum, ljósum heima hjá sér og jafnvel sígarettum klukkan 20 að staðartíma til þess að minnast atburðanna en lögregla varaði fólk við því og minnti íbúa á að þeir þyrftu að fylgja lögum, annars ættu þeir yfir höfði sér handtöku. Hong Kong Kína Tengdar fréttir 4. júní 1989 – Torg hins himneska friðar þrjátíu árum seinna Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. 4. júní 2019 21:00 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Eins og staðan er í dag eru Hong Kong og Makaó einu svæðin á kínversku yfirráðasvæði þar sem heimilt er að halda minningarathöfn um mótmælin árið 1989. Mótmælin voru kæfð niður eftir að Li Peng, forseti alþýðulýðveldisins lýsti yfir herlögum. Talið er að allt að mörg þúsund stúdentar hafi látist í mótmælunum en sú tala hefur aldrei verið staðfest. Á meginlandi Kína hafa yfirvöld bannað jafnvel hinar minnstu tilvitnanir í atburðinn þann 4. júní 1989 en mótmælin höfðu staðið yfir í margar vikur áður en þau voru stöðvuð með miklum blóðsúthellingum. Viktoríugarði var lokað af lögreglunni í dag en minningarathöfn um atburðina er haldin þar árlega. Lögreglan vísaði þá hópum fólks, sem ætlaði inn í garðinn og var búið að kveikja á kertum, frá. Auk þess að vera annað árið sem minningarathafnir um atburðinn eru stöðvaðar er þetta fyrsta árið sem afmæli atburðarins ber að garði og umdeild öryggislög eru í gildi í Hong Kong. Lögunum, sem miða að því að stöðva lýðræðishreyfingu Hong Kong, var komið á fyrir tilstilli yfirvalda í Peking. Vegna þessara nýju laga var aðgerðasinninn Chow Hang Tung, sem hefur skipulagt minningarathöfnina um atburðina á Torginu í nokkur ár, handtekinn í dag. Vegna laganna er jafnframt talið að færri hafi þorað að minnast atburðanna, en lögin gera lögreglu kleift að handtaka hvern þann sem gerir eitthvað sem hægt er að túlka sem andstöðu við yfirvöld í Peking. Aðgerðasinnar hvöttu fólk í dag til þess að kveikja á kertum, ljósum heima hjá sér og jafnvel sígarettum klukkan 20 að staðartíma til þess að minnast atburðanna en lögregla varaði fólk við því og minnti íbúa á að þeir þyrftu að fylgja lögum, annars ættu þeir yfir höfði sér handtöku.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir 4. júní 1989 – Torg hins himneska friðar þrjátíu árum seinna Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. 4. júní 2019 21:00 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
4. júní 1989 – Torg hins himneska friðar þrjátíu árum seinna Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. 4. júní 2019 21:00
Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04