Helena og Pálína deila toppsætinu eftir gærkvöldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2021 14:00 Helena Sverrisdóttir (með Elínu Hildi dóttur sinni) og Pálína María Gunnlaugsdóttir. Þær hafa báðar verið í sigurliði í 77 prósent leikja sinna í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Bára og Vilhelm Helena Sverrisdóttir og Pálína María Gunnlaugsdóttir eru eftir þriðja úrslitaleik Domino's deildar kvenna í gær þeir tveir leikmenn sem eru með besta sigurhlutfallið í sögu lokaúrslita kvennakörfunnar. Helena fór fyrir liði Valskvenna í gær sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 74-65 sigri á Haukum. Helena endaði leikinn með 15 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar og var eftir leikinn var hún kosin besti leikmaður úrslitaeinvígsins. Helena hefur nú verið í sigurliði í 17 af 22 leikjum sínum í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn sem gerir 77 prósent leikja. Helena hefur hjálpað Valsliðinu að sópa síðustu tveimur lokaúrslitum og náði með því að komast upp að hlið Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur sem hefur setið ein í efsta sætinu síðustu árin. Helena er að skila mögnuðum tölum í þessum 22 leikjum sínum í lokaúrslitunum frá 2006 til 2021 en í þeim er hún með 21,8 stig, 12,3 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Pálína fagnaði einnig sigri í 17 af 22 leikjum sínum í úrslitaeinvígum en hún vann titilinn tvisvar með Haukum (2006, 2007) og þrisvar með Keflavík (2008, 2011, 2013). Helena og Pálína voru saman í liði í þremur af þessum fimm tapleikjum sínum, tveimur vorið 2016 og einum vorið 2007. Pálína tapaði reyndar þremur leikjum í úrslitaeinvíginu 2016 en Helena missti af einum tapleiknum vegna meiðsla. Það þýðir jafnframt að Helena hefur aldrei tapað þremur leikjum í einum lokaúrslitum. Hún hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari í sex lokaúrslitum en missti eins og áður sagði af einum leiknum í einvíginu 2016. Besta sigurhlutfall í lokaúrslitum kvenna: (Lágmark 20 leikir spilaðir) 1. Helena Sverrisdóttir 77% 1. Pálína María Gunnlaugsdóttir 77% 3. Anna María Sveinsdóttir 66% 4. Guðbjörg Sverrisdóttir 65% 5. Hanna Björg Kjartansdóttir 64% 6. Kristín Blöndal 63% 7. Birna Valgarðsdóttir 56% 8. Erla Þorsteinsdóttir 55% 9. Hildur Sigurðardóttir 54,3% 10. Erla Reynisdóttir 54,0% 11. Alda Leif Jónsdóttir 53,6% 12. Bryndís Guðmundsdóttir 50% 12. Svava Ósk Stefánsdóttir 50% Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Helena fór fyrir liði Valskvenna í gær sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 74-65 sigri á Haukum. Helena endaði leikinn með 15 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar og var eftir leikinn var hún kosin besti leikmaður úrslitaeinvígsins. Helena hefur nú verið í sigurliði í 17 af 22 leikjum sínum í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn sem gerir 77 prósent leikja. Helena hefur hjálpað Valsliðinu að sópa síðustu tveimur lokaúrslitum og náði með því að komast upp að hlið Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur sem hefur setið ein í efsta sætinu síðustu árin. Helena er að skila mögnuðum tölum í þessum 22 leikjum sínum í lokaúrslitunum frá 2006 til 2021 en í þeim er hún með 21,8 stig, 12,3 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Pálína fagnaði einnig sigri í 17 af 22 leikjum sínum í úrslitaeinvígum en hún vann titilinn tvisvar með Haukum (2006, 2007) og þrisvar með Keflavík (2008, 2011, 2013). Helena og Pálína voru saman í liði í þremur af þessum fimm tapleikjum sínum, tveimur vorið 2016 og einum vorið 2007. Pálína tapaði reyndar þremur leikjum í úrslitaeinvíginu 2016 en Helena missti af einum tapleiknum vegna meiðsla. Það þýðir jafnframt að Helena hefur aldrei tapað þremur leikjum í einum lokaúrslitum. Hún hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari í sex lokaúrslitum en missti eins og áður sagði af einum leiknum í einvíginu 2016. Besta sigurhlutfall í lokaúrslitum kvenna: (Lágmark 20 leikir spilaðir) 1. Helena Sverrisdóttir 77% 1. Pálína María Gunnlaugsdóttir 77% 3. Anna María Sveinsdóttir 66% 4. Guðbjörg Sverrisdóttir 65% 5. Hanna Björg Kjartansdóttir 64% 6. Kristín Blöndal 63% 7. Birna Valgarðsdóttir 56% 8. Erla Þorsteinsdóttir 55% 9. Hildur Sigurðardóttir 54,3% 10. Erla Reynisdóttir 54,0% 11. Alda Leif Jónsdóttir 53,6% 12. Bryndís Guðmundsdóttir 50% 12. Svava Ósk Stefánsdóttir 50%
Besta sigurhlutfall í lokaúrslitum kvenna: (Lágmark 20 leikir spilaðir) 1. Helena Sverrisdóttir 77% 1. Pálína María Gunnlaugsdóttir 77% 3. Anna María Sveinsdóttir 66% 4. Guðbjörg Sverrisdóttir 65% 5. Hanna Björg Kjartansdóttir 64% 6. Kristín Blöndal 63% 7. Birna Valgarðsdóttir 56% 8. Erla Þorsteinsdóttir 55% 9. Hildur Sigurðardóttir 54,3% 10. Erla Reynisdóttir 54,0% 11. Alda Leif Jónsdóttir 53,6% 12. Bryndís Guðmundsdóttir 50% 12. Svava Ósk Stefánsdóttir 50%
Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins