Sendu út 10 þúsund skyndiboðanir í bólusetningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2021 21:00 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Stöð 2 Það var heldur betur handagangur í öskjunni þegar fyrstu hópanir sem valdir voru af handahófi fengu lítinn fyrirvara til að koma sér í bólusetningu í Laugardalshöllinni í dag. Árgangar voru dregnir út úr fötu og þurfti að hafa hraðar hendur áður en bóluefnið fyrndist. Þeir sem eftir stóðu af forgangshópum og með undirliggjandi sjúkdóma voru boðaðir í Pfizer-sprautu í Laugardalshöll í morgun. Þegar 2.500 skammtar stóðu eftir voru fyrstu árgangarnir dregnir út, karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982. Eftir það fengu karlar fæddir 1987 og konur fæddar 1996 skyndiboð. Þau þurftu að drífa sig af stað og sáust margir á harðahlaupum í Laugardalnum til að missa ekki af skammti. Bóluefnið hefur bara ákveðinn endingartíma og rennur út eftir hann. Heilbrigðisstarfsmenn voru því í kapphlaupi við tímann í dag við að koma út öllu því bóluefni sem var á síðasta séns. „Við höfum sex tíma glugga til að vinna með og þetta var dáldið tæpt. Fyrir svona hálftíma síðan áttum við eftir svona 200 skammta þannig að við köstuðum út stóru neti í restina, við vildum alls ekki missa þetta,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta eru konur fæddar 1983 sem við köstuðum út neti til, því miður þurfa þær margar að fara heim [óbólusettar] en við náðum að klára.“ Ragnheiður segir eðlilegt að ekki allir, sem fá boð, komist í bólusetningu. Þeir megi því búast við nýrri boðun á næstu dögum. „Það er alltaf þannig þegar við erum með svona boðun samdægurs þá komast eðlilega ekki allir. Þannig að við reynum næst að klára þessa árganga sem við boðuðum í dag. Þetta eru árgangar sem eru komnir í forgang hjá okkur og við klárum þá,“ segir Ragnheiður. Hún segist hafa búist við því að bólusetningarnar gengju betur eftir að boðið var sent út. „Já, ég átti alveg von á því. Við vorum að reyna að sópa upp og klára alla sem eru fæddir 1975 og fyrr, og alla með undirliggjandi sjúkdóma. Svo köstuðum við út stóru neti og sendum út 10 þúsund boðanir en áttum samt 2500 skammta í afgang þannig að þetta var dáldið stór pakki að brúa.“ Bólusetningar Tengdar fréttir Rúmur fjórðungur stefnir til útlanda á þessu ári Ríflega fjórðungur landsmanna segir það öruggt eða líklegt að þeir muni ferðast til útlanda á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Forstöðumaður ferðaskrifstofu segir haustið líta vel út. 1. júní 2021 20:00 Svandís flutti síðustu skýrsluna: Níutíu prósent verði bólusett síðar í mánuðinum Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum. 1. júní 2021 18:30 Karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 fá skyndiboð í Laugardalshöll Karlar fæddir árið 1999 og konur fæddar árið 1982, búsett á höfuðborgarsvæðinu, mega eiga von á boði á næstu mínútum í fyrri Pfizer-sprautu í Laugardalshöll. Þessir árgangar komu upp úr pottinum í sögulegu bólusetningalottói í Laugardalshöll í dag. 1. júní 2021 14:10 Handahófskennd bólusetningarboðun eftir árgangi og kyni Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður. 31. maí 2021 11:22 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Þeir sem eftir stóðu af forgangshópum og með undirliggjandi sjúkdóma voru boðaðir í Pfizer-sprautu í Laugardalshöll í morgun. Þegar 2.500 skammtar stóðu eftir voru fyrstu árgangarnir dregnir út, karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982. Eftir það fengu karlar fæddir 1987 og konur fæddar 1996 skyndiboð. Þau þurftu að drífa sig af stað og sáust margir á harðahlaupum í Laugardalnum til að missa ekki af skammti. Bóluefnið hefur bara ákveðinn endingartíma og rennur út eftir hann. Heilbrigðisstarfsmenn voru því í kapphlaupi við tímann í dag við að koma út öllu því bóluefni sem var á síðasta séns. „Við höfum sex tíma glugga til að vinna með og þetta var dáldið tæpt. Fyrir svona hálftíma síðan áttum við eftir svona 200 skammta þannig að við köstuðum út stóru neti í restina, við vildum alls ekki missa þetta,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta eru konur fæddar 1983 sem við köstuðum út neti til, því miður þurfa þær margar að fara heim [óbólusettar] en við náðum að klára.“ Ragnheiður segir eðlilegt að ekki allir, sem fá boð, komist í bólusetningu. Þeir megi því búast við nýrri boðun á næstu dögum. „Það er alltaf þannig þegar við erum með svona boðun samdægurs þá komast eðlilega ekki allir. Þannig að við reynum næst að klára þessa árganga sem við boðuðum í dag. Þetta eru árgangar sem eru komnir í forgang hjá okkur og við klárum þá,“ segir Ragnheiður. Hún segist hafa búist við því að bólusetningarnar gengju betur eftir að boðið var sent út. „Já, ég átti alveg von á því. Við vorum að reyna að sópa upp og klára alla sem eru fæddir 1975 og fyrr, og alla með undirliggjandi sjúkdóma. Svo köstuðum við út stóru neti og sendum út 10 þúsund boðanir en áttum samt 2500 skammta í afgang þannig að þetta var dáldið stór pakki að brúa.“
Bólusetningar Tengdar fréttir Rúmur fjórðungur stefnir til útlanda á þessu ári Ríflega fjórðungur landsmanna segir það öruggt eða líklegt að þeir muni ferðast til útlanda á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Forstöðumaður ferðaskrifstofu segir haustið líta vel út. 1. júní 2021 20:00 Svandís flutti síðustu skýrsluna: Níutíu prósent verði bólusett síðar í mánuðinum Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum. 1. júní 2021 18:30 Karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 fá skyndiboð í Laugardalshöll Karlar fæddir árið 1999 og konur fæddar árið 1982, búsett á höfuðborgarsvæðinu, mega eiga von á boði á næstu mínútum í fyrri Pfizer-sprautu í Laugardalshöll. Þessir árgangar komu upp úr pottinum í sögulegu bólusetningalottói í Laugardalshöll í dag. 1. júní 2021 14:10 Handahófskennd bólusetningarboðun eftir árgangi og kyni Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður. 31. maí 2021 11:22 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Rúmur fjórðungur stefnir til útlanda á þessu ári Ríflega fjórðungur landsmanna segir það öruggt eða líklegt að þeir muni ferðast til útlanda á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Forstöðumaður ferðaskrifstofu segir haustið líta vel út. 1. júní 2021 20:00
Svandís flutti síðustu skýrsluna: Níutíu prósent verði bólusett síðar í mánuðinum Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að um níutíu prósent fullorðinna hafi fengið fyrri skammt bóluefnis í seinni hluta mánaðarins. Samkvæmt afléttingaráætlun ætti því að vera hægt að létta á öllum takmörkunum í mánuðinum. 1. júní 2021 18:30
Karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 fá skyndiboð í Laugardalshöll Karlar fæddir árið 1999 og konur fæddar árið 1982, búsett á höfuðborgarsvæðinu, mega eiga von á boði á næstu mínútum í fyrri Pfizer-sprautu í Laugardalshöll. Þessir árgangar komu upp úr pottinum í sögulegu bólusetningalottói í Laugardalshöll í dag. 1. júní 2021 14:10
Handahófskennd bólusetningarboðun eftir árgangi og kyni Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður. 31. maí 2021 11:22