Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2021 16:58 Frá mótmælum gegn einræðisstjórn Lúkasjenka í Portúgal. Mótmælandi heldur á spjaldi með mynd af Roman Protasevits og kærustu hans sem voru handsömuð þegar hvítrússnesk yfirvöld stöðvuðu för farþegaþotu Ryanair í síðasta mánuði. Vísir/EPA Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. Reuters-fréttastofan hefur eftir hvítrússneskum fjölmiðlum að Stephan Latypov sé enn lifandi eftir að hann reyndi að skera sig á háls. Lögreglumenn hafi í fyrstu ekki fundið lykil að fangabúrinu og Latypov hafi þegar verið meðvitundarlaus þegar þeir komust að honum. AP-fréttastofan lýsir atvikinu sem svo að Latypov hafi reynt að stinga sjálfan sig í hálsinn með penna til þess að mótmæla kúgun hvítrússneskar stjórnvalda. Honum sé nú haldið sofandi á sjúkrahúsi. Á myndbandsupptökum úr dómsalnum sjáist hann liggjandi á bekk á meðan lögreglumenn bogra yfir honum og áhorfendur í dómsal öskra. Á öðru myndbandi sjáist Latypov borinn út í sjúkrabíl með að því er virðist blóð á skyrtunni sinni. Sviatlana Tsikhanouskaya, stjórnarandstæðingur sem er í útlegð, tísti um að Patypov væri hvítrússneskur aðgerðasinni og pólitískur fangi. Honum hefði verið hótað með ofsóknum gegn fjölskyldu hans ef hann játaði ekki á sig sök. „Þetta er afleiðing hryðjuverka ríkisins, kúgunar, pyntinga í Hvíta-Rússlandi. Við verðum að stöðva þær strax!“ tísti Tsikhanouskaya. AP segir að áður en Latypov reyndi að stinga sig í hálsinn hafi hann sagt föður sínum að lögreglan hefði hótað honum að hefja sakamálarannsókn á ættingum og vinum ef hann játaði ekki sök. Undirbúa refsiaðgerðir vegna handtökur Protasevits Latypov var handtekinn í september í umfangsmiklum aðgerðum stjórnar Lúkasjenka til þess að berja niður andóf og fjölmenn mótmæli í kjölfar umdeildra forsetakosninga í ágúst. Hann var handtekinn þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að ríkisstarfsmenn máluðu yfir slagorð stjórnarandstöðunnar sem höfðu verið krotuð á vegg. Yfirvöld ákærðu Latypov fyrir að skipuleggja óeirðir, sýna lögreglu mótþróa og fjársvik. Í fjölmiðlum hefur hann verið sakaður um að hafa ætlað að eitra fyrir lögreglumönnum. Hann hefur neitað allri sök. Evrópusambandið er nú sagt undirbúa refsiaðgerðir gegn hvítrússneska ríkisflugfélaginu og hópi embættismanna hjá flugmálayfirvöldum í landinu eftir að Lúkasjenka lét stöðva för evrópskrar farþegaþotu til að hafa hendur í hári andófsmanns í útlegð fyrir rúmri viku. Þá segir Reuters að frekari efnahagsþvinganir gegn stjórn Lúkasjenka séu á teikniborðinu. Evrópskir ráðamenn hafa sakað hvítrússnesk stjórnvöld um flugrán þegar þau þvinguðu þotu Ryanair sem var á leið frá Grikklandi til Litháen til að lenda í Minsk. Þegar vélin lenti nauðug þar handtóku yfirvöld Roman Protasevits, ungan blaða- og andófsmann, og kærustu hans sem voru um borð. Þau eru nú í haldi hvítrússneskra stjórnvalda, sökuð um að hafa lagt á ráðin um mótmælin í fyrra. Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Reuters-fréttastofan hefur eftir hvítrússneskum fjölmiðlum að Stephan Latypov sé enn lifandi eftir að hann reyndi að skera sig á háls. Lögreglumenn hafi í fyrstu ekki fundið lykil að fangabúrinu og Latypov hafi þegar verið meðvitundarlaus þegar þeir komust að honum. AP-fréttastofan lýsir atvikinu sem svo að Latypov hafi reynt að stinga sjálfan sig í hálsinn með penna til þess að mótmæla kúgun hvítrússneskar stjórnvalda. Honum sé nú haldið sofandi á sjúkrahúsi. Á myndbandsupptökum úr dómsalnum sjáist hann liggjandi á bekk á meðan lögreglumenn bogra yfir honum og áhorfendur í dómsal öskra. Á öðru myndbandi sjáist Latypov borinn út í sjúkrabíl með að því er virðist blóð á skyrtunni sinni. Sviatlana Tsikhanouskaya, stjórnarandstæðingur sem er í útlegð, tísti um að Patypov væri hvítrússneskur aðgerðasinni og pólitískur fangi. Honum hefði verið hótað með ofsóknum gegn fjölskyldu hans ef hann játaði ekki á sig sök. „Þetta er afleiðing hryðjuverka ríkisins, kúgunar, pyntinga í Hvíta-Rússlandi. Við verðum að stöðva þær strax!“ tísti Tsikhanouskaya. AP segir að áður en Latypov reyndi að stinga sig í hálsinn hafi hann sagt föður sínum að lögreglan hefði hótað honum að hefja sakamálarannsókn á ættingum og vinum ef hann játaði ekki sök. Undirbúa refsiaðgerðir vegna handtökur Protasevits Latypov var handtekinn í september í umfangsmiklum aðgerðum stjórnar Lúkasjenka til þess að berja niður andóf og fjölmenn mótmæli í kjölfar umdeildra forsetakosninga í ágúst. Hann var handtekinn þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að ríkisstarfsmenn máluðu yfir slagorð stjórnarandstöðunnar sem höfðu verið krotuð á vegg. Yfirvöld ákærðu Latypov fyrir að skipuleggja óeirðir, sýna lögreglu mótþróa og fjársvik. Í fjölmiðlum hefur hann verið sakaður um að hafa ætlað að eitra fyrir lögreglumönnum. Hann hefur neitað allri sök. Evrópusambandið er nú sagt undirbúa refsiaðgerðir gegn hvítrússneska ríkisflugfélaginu og hópi embættismanna hjá flugmálayfirvöldum í landinu eftir að Lúkasjenka lét stöðva för evrópskrar farþegaþotu til að hafa hendur í hári andófsmanns í útlegð fyrir rúmri viku. Þá segir Reuters að frekari efnahagsþvinganir gegn stjórn Lúkasjenka séu á teikniborðinu. Evrópskir ráðamenn hafa sakað hvítrússnesk stjórnvöld um flugrán þegar þau þvinguðu þotu Ryanair sem var á leið frá Grikklandi til Litháen til að lenda í Minsk. Þegar vélin lenti nauðug þar handtóku yfirvöld Roman Protasevits, ungan blaða- og andófsmann, og kærustu hans sem voru um borð. Þau eru nú í haldi hvítrússneskra stjórnvalda, sökuð um að hafa lagt á ráðin um mótmælin í fyrra.
Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira