„Ég er spennt að takast á við nýjar áskoranir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. maí 2021 15:06 Birna María Másdóttir er þáttastjórnandi GYM og segir að viðmælendur þáttanna séu einstakir karakterar og algjörir snillingar. Stöð 2 „Ég er náttúrulega frekar ný í þessum leik þannig margt er að koma á óvart. Það sem kemur alltaf hvað mest á óvart er hvað það leynast margir laumumeistarar út um allt,“ segir Birna Másdóttir um nýjustu þáttaröðina af GYM sem nú eru í sýningu. „Viðmælendurnir eru fjölbreyttir og koma úr mismunandi umhverfi, en eiga það allir sameiginlegt að vera einstakir karakterar og algjörir snillingar. Í þessari seríu hitti ég meðal annars, doktorinn sjálfan Hjörvar Hafliða, Donnu Cruz, Júlían J.K. heimsmeistara í kraftlyfingum, fimleikadrottninguna Kolbrúnu Þöll, Matthías Örn Íslandsmeistara í pílu og sjónvarpskonuna og göngugarpinn Guðrúnu Sóley.“ Birna segir að það hafi verið mikil stemning fyrir þáttaröðinni strax frá byrjun. „Margir af þeim sem komu af fyrri GYM seríunni voru aftur í teyminu fyrir þessa seríu þannig allt gekk frekar smurt. Auðvitað verður að taka inn í myndina að það var stundum erfitt að skipuleggja sig í kringum Covid en allt gekk þetta upp á endanum.“ Frá tökum á GYM Kveðjustundirnar erfiðastar GYM byrjaði á samfélagsmiðlum en þættirnir eru nú sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2. „Ég held að það skemmtilegasta við GYM er hvað ég vissi ekkert í hvað stefndi þegar þetta byrjaði. Mér þykir mjög vænt um GYM þar sem þetta var svona fyrsta verkefnið sem mér var falið að gera hjá Útvarp 101, haustið 2018. Mér fannst gaman hvað þau treystu mér og hvöttu mig áfram. Eftir að hafa gert nokkra styttri GYM vefþætti kom upp sú hugmynd að gera GYM að sjónvarpsþáttum. Við hjá 101 Production pitchuðum þessu hjá Stöð 2 og þau tóku vel í hugmyndina. Þetta var því fyrsta sjónvarpsverkefnið sem 101 Productions vinnur að en síðan þá hafa fleiri seríur verið framleiddar á borð við Æði, Áttavillt, Bibba flýgur og Dagbók Urriða.“ Donna Cruz var viðmælandi Birnu í GYM á Stöð 2 í gær. Birna hefur líka verið í þáttunum Bibba flýgur eftir að hún byrjaði með GYM þættina, en viðurkennir að það hafi verið áskorun að venjast því að vera fyrir framan myndavél. „Mér fannst ég þurfa að vera mjög örugg til þess að viðmælendum þætti þeir öruggir og liði vel og þar af leiðandi væru þeir sjálfir. En svona þegar ég hugsa hvað hefur í alvöru verið mesta áskorunin hefur verið að taka upp kveðjustundir í þáttunum. Mér finnst þetta alltaf jafn vandræðalegt og fer í algjöra kleinu og fer oftast bara að bulla. Það er mjög fyndið að vera feik-kveðja einhvern. Þetta er eiginlega fáranlegt hvað ég verð vandræðaleg en það er alltaf rými fyrir bætingar, er það ekki?“ Birna er jákvæð gagnvart sumrinu. Spennt fyrir sumrinu og nýjum áskorunum Hún er annars mjög spennt fyrir næstu mánuðum. „Það er svo gott sumar framundan, ég finn það bara. Allir orðnir kátari og við erum vonandi að mjakast úr þessum heimsfaraldri. Planið mitt í sumar er að njóta, rúlla út nýjum GYM þætti næstu sunnudaga, fagna BA-gráðu og jafnvel kíkja á tjöddarann (Þjóðhátíð) ef leyfir.“ Birna hóf störf sem samfélagsmiðlaráðgjafi á auglýsingastofunni Brandenburg fyrir þremur vikum og segir að andinn þar sé góður. „Ég er spennt að takast á við nýjar áskoranir þar og er spennt fyrir komandi tímum.“ Hún hvetur fólk til að missa ekki af næsta þætti af GYM á sunnudag. „Það er um að gera að grilla og horfa á snillinginn Júlían J.K. kenna okkur hvernig maður verður heimsmeistari í réttstöðulyftu.“ Bíó og sjónvarp GYM Heilsa Tengdar fréttir Birna María ráðin til Brandenburg Auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið Birnu Maríu Másdóttur í starf samfélagsmiðlaráðgjafa. 27. maí 2021 09:20 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
„Viðmælendurnir eru fjölbreyttir og koma úr mismunandi umhverfi, en eiga það allir sameiginlegt að vera einstakir karakterar og algjörir snillingar. Í þessari seríu hitti ég meðal annars, doktorinn sjálfan Hjörvar Hafliða, Donnu Cruz, Júlían J.K. heimsmeistara í kraftlyfingum, fimleikadrottninguna Kolbrúnu Þöll, Matthías Örn Íslandsmeistara í pílu og sjónvarpskonuna og göngugarpinn Guðrúnu Sóley.“ Birna segir að það hafi verið mikil stemning fyrir þáttaröðinni strax frá byrjun. „Margir af þeim sem komu af fyrri GYM seríunni voru aftur í teyminu fyrir þessa seríu þannig allt gekk frekar smurt. Auðvitað verður að taka inn í myndina að það var stundum erfitt að skipuleggja sig í kringum Covid en allt gekk þetta upp á endanum.“ Frá tökum á GYM Kveðjustundirnar erfiðastar GYM byrjaði á samfélagsmiðlum en þættirnir eru nú sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2. „Ég held að það skemmtilegasta við GYM er hvað ég vissi ekkert í hvað stefndi þegar þetta byrjaði. Mér þykir mjög vænt um GYM þar sem þetta var svona fyrsta verkefnið sem mér var falið að gera hjá Útvarp 101, haustið 2018. Mér fannst gaman hvað þau treystu mér og hvöttu mig áfram. Eftir að hafa gert nokkra styttri GYM vefþætti kom upp sú hugmynd að gera GYM að sjónvarpsþáttum. Við hjá 101 Production pitchuðum þessu hjá Stöð 2 og þau tóku vel í hugmyndina. Þetta var því fyrsta sjónvarpsverkefnið sem 101 Productions vinnur að en síðan þá hafa fleiri seríur verið framleiddar á borð við Æði, Áttavillt, Bibba flýgur og Dagbók Urriða.“ Donna Cruz var viðmælandi Birnu í GYM á Stöð 2 í gær. Birna hefur líka verið í þáttunum Bibba flýgur eftir að hún byrjaði með GYM þættina, en viðurkennir að það hafi verið áskorun að venjast því að vera fyrir framan myndavél. „Mér fannst ég þurfa að vera mjög örugg til þess að viðmælendum þætti þeir öruggir og liði vel og þar af leiðandi væru þeir sjálfir. En svona þegar ég hugsa hvað hefur í alvöru verið mesta áskorunin hefur verið að taka upp kveðjustundir í þáttunum. Mér finnst þetta alltaf jafn vandræðalegt og fer í algjöra kleinu og fer oftast bara að bulla. Það er mjög fyndið að vera feik-kveðja einhvern. Þetta er eiginlega fáranlegt hvað ég verð vandræðaleg en það er alltaf rými fyrir bætingar, er það ekki?“ Birna er jákvæð gagnvart sumrinu. Spennt fyrir sumrinu og nýjum áskorunum Hún er annars mjög spennt fyrir næstu mánuðum. „Það er svo gott sumar framundan, ég finn það bara. Allir orðnir kátari og við erum vonandi að mjakast úr þessum heimsfaraldri. Planið mitt í sumar er að njóta, rúlla út nýjum GYM þætti næstu sunnudaga, fagna BA-gráðu og jafnvel kíkja á tjöddarann (Þjóðhátíð) ef leyfir.“ Birna hóf störf sem samfélagsmiðlaráðgjafi á auglýsingastofunni Brandenburg fyrir þremur vikum og segir að andinn þar sé góður. „Ég er spennt að takast á við nýjar áskoranir þar og er spennt fyrir komandi tímum.“ Hún hvetur fólk til að missa ekki af næsta þætti af GYM á sunnudag. „Það er um að gera að grilla og horfa á snillinginn Júlían J.K. kenna okkur hvernig maður verður heimsmeistari í réttstöðulyftu.“
Bíó og sjónvarp GYM Heilsa Tengdar fréttir Birna María ráðin til Brandenburg Auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið Birnu Maríu Másdóttur í starf samfélagsmiðlaráðgjafa. 27. maí 2021 09:20 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Birna María ráðin til Brandenburg Auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið Birnu Maríu Másdóttur í starf samfélagsmiðlaráðgjafa. 27. maí 2021 09:20