Assad endurkjörinn með 95,1 prósent atkvæða Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2021 07:50 Bashar as-Assad tók við embætti forseta Sýrlands árið 2000. Hann tók við embættinu af Hafez al-Assad, föður sínum, sem stýrði landinu frá 1971 til 2000. AP/Hassan Ammar Bashar al-Assad mun áfram gegna embætti Sýrlandsforseta næstu sjö árin eftir að tilkynnti var í gærkvöldi að hann hafi hlotið 95,1 prósent atkvæða í forsetakosningunum sem fram fóru á fimmtudag. Útslitin voru á engan hátt óvænt en Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk fjölda annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninganna og sagt þær hvorki hafa verið frjálsar né sanngjarnar. Um verður að ræða fjórða kjörtímabil al-Assad, en það var forseti sýrlenska þingsins sem greindi frá úrslitunum í beinni sjónvarpsútsendingu í gærkvöldi. Þingforetinn, Hammoud Sabbagh, greindi jafnframt frá því að kjörsóknin hafi verið tæplega 79 prósent. Á opinberri Twitter-síðu Sýrlandsstjórnar sagði: „Sýrlendingar hafa sagt sitt. Bashar al-Assad vinnur sýrlensku forsetakosningarnar eftir að hafa hlotið 95,1 prósent atkvæða kjósenda, innan sem utan landamæra Sýrlands.“ Stríðshrjáð ríki Assad hefur fullyrt að kosningarnar sýni fram á að Sýrland starfi enn venjulega þrátt fyrir stríðið og deilurnar sem hafa nú staðið í um áratug og leitt til dauða hundruð þúsunda og neytt um ellefu milljónir Sýrlendinga, hálfa þjóðina, á flótta. Í kosningunum var einungis hægt að kjósa á þeim svæðum í landinu sem eru á valdi Sýrlandsstjórnar. Mikill fjöldi flóttafólks, sem hafa flúið átökin í landinu á síðustu árum, var ekki gert mögulegt að kjósa. Einungis voru þrír frambjóðendur á kjörseðlinum, en áður höfðu yfirvöld í landinu hafnað framboðum um fjörutíu manna. Bashar as-Assad tók við embætti forseta Sýrlands árið 2000. Hann tók við embættinu af Hafez al-Assad, föður sínum, sem stýrði landinu í 29 ár, frá 1971 til 2000. Sýrland Tengdar fréttir Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar. 26. maí 2021 12:09 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Útslitin voru á engan hátt óvænt en Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk fjölda annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninganna og sagt þær hvorki hafa verið frjálsar né sanngjarnar. Um verður að ræða fjórða kjörtímabil al-Assad, en það var forseti sýrlenska þingsins sem greindi frá úrslitunum í beinni sjónvarpsútsendingu í gærkvöldi. Þingforetinn, Hammoud Sabbagh, greindi jafnframt frá því að kjörsóknin hafi verið tæplega 79 prósent. Á opinberri Twitter-síðu Sýrlandsstjórnar sagði: „Sýrlendingar hafa sagt sitt. Bashar al-Assad vinnur sýrlensku forsetakosningarnar eftir að hafa hlotið 95,1 prósent atkvæða kjósenda, innan sem utan landamæra Sýrlands.“ Stríðshrjáð ríki Assad hefur fullyrt að kosningarnar sýni fram á að Sýrland starfi enn venjulega þrátt fyrir stríðið og deilurnar sem hafa nú staðið í um áratug og leitt til dauða hundruð þúsunda og neytt um ellefu milljónir Sýrlendinga, hálfa þjóðina, á flótta. Í kosningunum var einungis hægt að kjósa á þeim svæðum í landinu sem eru á valdi Sýrlandsstjórnar. Mikill fjöldi flóttafólks, sem hafa flúið átökin í landinu á síðustu árum, var ekki gert mögulegt að kjósa. Einungis voru þrír frambjóðendur á kjörseðlinum, en áður höfðu yfirvöld í landinu hafnað framboðum um fjörutíu manna. Bashar as-Assad tók við embætti forseta Sýrlands árið 2000. Hann tók við embættinu af Hafez al-Assad, föður sínum, sem stýrði landinu í 29 ár, frá 1971 til 2000.
Sýrland Tengdar fréttir Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar. 26. maí 2021 12:09 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar. 26. maí 2021 12:09