Zuma segist saklaus af spillingu Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2021 12:57 Jacob Zuma í dómsal í morgun. EPA/PHILL MAGAKOE Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, lýsti í dag yfir saklausan af spillingu. Réttarhöld gegn honum hófust í morgun en hann hafur verið ákærður fyrir spillingu og fjársvik í sextán liðum fyrir meint brot sem spanna meira en tvo áratugi. Hinn 79 ára gamli Zuma er meðal annars sakaður um að hafa tekið við mútum frá franska vopnaframleiðandanum Thales, í tengslum við kaup Suður-Afríku á orrustuþotum, kafbátum og annars konar vopnum af fimm evrópskum fyrirtækjum árið 1999. Þá var Zuma aðstoðarmaður Thabo Mbeki, sem var forseti. Zuma var forseti á árunum 2009 til 2018 og er hann sagður hafa tekið við fúlgum fjár frá Thales í gegnum árin. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að lögmenn Thales hafi einnig lýst yfir sakleysi fyrirtækisins, sem hefur verið ákært fyrir spillingu og fjárþvætti. Þeir sögðu fyrirtækið ekki hafa greitt Zuma mútur til að koma í veg fyrir rannsókn á áðurnefndum vopnakaupum. Zuma var fyrst ákærður árið 2005 en réttarhöldum gegn honum hefur ítrekað verið frestað síðan þá. Hann hefur haldið því fram að ásakanirnar séu runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna. BBC segir að vopnakaupin hafi verið verulega umdeild allt frá því þau voru fyrst tilkynnt. Í heildina greiddi Suður-Afríka um þrjátíu milljarða rand fyrir vopnin en það samsvarar um 260 milljörðum króna, gróflega reiknað. Gagnrýnendur sögðu réttast að verja peningunum í berjast gegn fátækt í Suður-Afríku og bentu á að ríkið stæði ekki frammi fyrir neinum ógnum sem réttlættu fjárfestingu sem þessa í herafla landsins. Réttarhöldin gegn Zuma eiga að halda áfram í sumar. Suður-Afríka Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Hinn 79 ára gamli Zuma er meðal annars sakaður um að hafa tekið við mútum frá franska vopnaframleiðandanum Thales, í tengslum við kaup Suður-Afríku á orrustuþotum, kafbátum og annars konar vopnum af fimm evrópskum fyrirtækjum árið 1999. Þá var Zuma aðstoðarmaður Thabo Mbeki, sem var forseti. Zuma var forseti á árunum 2009 til 2018 og er hann sagður hafa tekið við fúlgum fjár frá Thales í gegnum árin. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að lögmenn Thales hafi einnig lýst yfir sakleysi fyrirtækisins, sem hefur verið ákært fyrir spillingu og fjárþvætti. Þeir sögðu fyrirtækið ekki hafa greitt Zuma mútur til að koma í veg fyrir rannsókn á áðurnefndum vopnakaupum. Zuma var fyrst ákærður árið 2005 en réttarhöldum gegn honum hefur ítrekað verið frestað síðan þá. Hann hefur haldið því fram að ásakanirnar séu runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna. BBC segir að vopnakaupin hafi verið verulega umdeild allt frá því þau voru fyrst tilkynnt. Í heildina greiddi Suður-Afríka um þrjátíu milljarða rand fyrir vopnin en það samsvarar um 260 milljörðum króna, gróflega reiknað. Gagnrýnendur sögðu réttast að verja peningunum í berjast gegn fátækt í Suður-Afríku og bentu á að ríkið stæði ekki frammi fyrir neinum ógnum sem réttlættu fjárfestingu sem þessa í herafla landsins. Réttarhöldin gegn Zuma eiga að halda áfram í sumar.
Suður-Afríka Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira