Hlynur: Vil ekki sjá umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann Smári Jökull Jónsson skrifar 25. maí 2021 22:29 Hlynur Bæringsson í baráttu í leik gegn Grindavík. vísir/bára „Við klúðrum mikið af opnum sniðskotum undir körfunni, allt of mikið af þannig tækifærum sem við förum illa með. Það eru alltaf einhver smáatriði í svona leik en við hefðum átt að nýta færin betur,“ sagði Hlynur Bæringsson eftir tap Stjörnunnar í fjórða leik liðsins gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar. „Við vorum að missa menn framhjá okkur, kannski ekki alveg að skipta rétt í vörninni. Við gáfum þeim einhver skot en það er frekar erfitt að greina þetta svona rétt eftir leik.“ Hlynur lék með umbúðir á höfðinu í fjórða leikhluta eftir að hafa fengið högg frá Kazembe Abif í baráttu þeirra undir körfunni. „Ég fékk bara högg á höfuðið. Ég vill auðvitað alltaf sjá eitthvað dæmt fyrir mig. Ég nenni samt ekki að fara í einhvern farsa eins og er alltaf í þessari úrslitakeppni. Það kom einhver úrskurður um daginn sem var skrifaður af einhverjum fimm lögfræðingum, eitthvað djók,“ sagði Hlynur sem sjálfur var dæmdur í leikbann eftir atvik milli hans og Dags Kár Jónssonar í fyrsta leik liðanna í Garðabæ. „Ég er ekki að segja að hann hafi ætlað að gera þetta, ég vil enga umræðu um þetta. Við erum ekki að fara að kæra hann eða neitt þannig, svona hlutir gerast í körfubolta. Ég held að hann hafi ekkert ætlað að hamra mig ekki frekar en ég ætlaði að berja Dag Kár. Við bara spilum.“ „Grindvíkingar eru bara flottir og ég held þeir hafi bara átt skilið að vinna. Ég vil vinna þá fullmannaða og vil ekki sjá einhverja umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann. Þetta er bara allt í góðu, þetta er körfubolti og hlutirnir gerast.“ Framundan er oddaleikur á föstudagskvöldið og ljóst að þar verður hart barist. „Við þurfum bara að mæta með rétt spennustig. Við vorum alveg góðir í byrjun, við erum með menn sem hafa verið í svona leikjum áður. Við þurfum að vera klárir í baráttuna, þeir eru með mjög gott lið og gera flottar breytingar á milli leikja.“ „Þetta eru stríðsmenn margir hverjir en við þurfum að koma rétt gíraðir. Mér finnst við vera með betra körfuboltalið svona maður fyrir mann en það dugar ekki alltaf. Ef við mætum rétt stemmdir og öndum rólega fram að þessum leik þá verðum við bara í góðum málum,“ sagði Hlynur að lokum. Stjarnan UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik með frábærum sigri á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Lokatölur í frábærum leik í Grindavík 95-92 heimamönnum í vil. 25. maí 2021 22:00 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
„Við vorum að missa menn framhjá okkur, kannski ekki alveg að skipta rétt í vörninni. Við gáfum þeim einhver skot en það er frekar erfitt að greina þetta svona rétt eftir leik.“ Hlynur lék með umbúðir á höfðinu í fjórða leikhluta eftir að hafa fengið högg frá Kazembe Abif í baráttu þeirra undir körfunni. „Ég fékk bara högg á höfuðið. Ég vill auðvitað alltaf sjá eitthvað dæmt fyrir mig. Ég nenni samt ekki að fara í einhvern farsa eins og er alltaf í þessari úrslitakeppni. Það kom einhver úrskurður um daginn sem var skrifaður af einhverjum fimm lögfræðingum, eitthvað djók,“ sagði Hlynur sem sjálfur var dæmdur í leikbann eftir atvik milli hans og Dags Kár Jónssonar í fyrsta leik liðanna í Garðabæ. „Ég er ekki að segja að hann hafi ætlað að gera þetta, ég vil enga umræðu um þetta. Við erum ekki að fara að kæra hann eða neitt þannig, svona hlutir gerast í körfubolta. Ég held að hann hafi ekkert ætlað að hamra mig ekki frekar en ég ætlaði að berja Dag Kár. Við bara spilum.“ „Grindvíkingar eru bara flottir og ég held þeir hafi bara átt skilið að vinna. Ég vil vinna þá fullmannaða og vil ekki sjá einhverja umræðu hjá Stjörnumönnum um eitthvað bann. Þetta er bara allt í góðu, þetta er körfubolti og hlutirnir gerast.“ Framundan er oddaleikur á föstudagskvöldið og ljóst að þar verður hart barist. „Við þurfum bara að mæta með rétt spennustig. Við vorum alveg góðir í byrjun, við erum með menn sem hafa verið í svona leikjum áður. Við þurfum að vera klárir í baráttuna, þeir eru með mjög gott lið og gera flottar breytingar á milli leikja.“ „Þetta eru stríðsmenn margir hverjir en við þurfum að koma rétt gíraðir. Mér finnst við vera með betra körfuboltalið svona maður fyrir mann en það dugar ekki alltaf. Ef við mætum rétt stemmdir og öndum rólega fram að þessum leik þá verðum við bara í góðum málum,“ sagði Hlynur að lokum.
Stjarnan UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik með frábærum sigri á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Lokatölur í frábærum leik í Grindavík 95-92 heimamönnum í vil. 25. maí 2021 22:00 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik með frábærum sigri á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Lokatölur í frábærum leik í Grindavík 95-92 heimamönnum í vil. 25. maí 2021 22:00
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins