Fjölmennt á frumsýningu Little Kingdom í gær Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. maí 2021 17:01 Leikkonan Ragga Ragnarsdóttir mætti á frumsýninguna en vinkona hennar, sænska ungstyrnið Alicia Agneson, fer með aðalhlutverk í myndinni. Í gær var myndin íslensk/slavneska myndin Little Kingdom frumsýnd á Stockfish Kvikmyndahátíðinni við frábærar undirtektir áhorfenda. Stockfish film festival fer fram 20.-30. maí. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá frumsýningunni. KOTUNGSRÍKIÐ (Little Kingdom) Íslensk-slóvakíska kvikmyndin Kotungsríkið (Little Kingdom / Malá rísa) gerist í þorpi í Slóvakíu í lok seinni heimsstyrjaldar. Við fylgjumst með Evu ungri konu sem vinnur baki brotnu í einu verksmiðju þorpsins sem er stýrt af smákónginum Bar sem allir eiga sitt undir og kúgar jafnt starfsmenn sem og þorpsbúa. Jack, ástmaður Evu, sinnir herskyldu en þegar honum berst bréf frá Evu um örlagaríkan viðburð í lífi þeirra ákveður hann að strjúka frá herdeildinni til að geta stutt ástina sína. Hann lætur sig hverfa þegar herdeildin kemur inn á vændishús í nágranna bæ þar sem vændiskonan Cat ræður ríkjum. Herdeildinni er veitt fyrirsát af andspyrnuhreyfingunni að undirlagi Cat. Jack er nú réttdræpur fyrir liðhlaup og gerir sér upp veikindi til að réttlæta fjarveru sína úr hernum. Hann hefur störf í hergagnaverksmiðju Bar við hlið Evu. Málin flækjast þegar Bar verksmiðjueigandi fellst á að giftast vændiskonunni Cat til að geta endurnýjað samning sinn við stjórnvöld. Það reynist vonlítið ástarsamband og Cat rennir hýru auga til Jack sem veit um þátt hennar í fyrirsát herdeildarinnar og að sama skapi veit Cat um liðhlaup Jacks. Dramatískt uppgjör söguhetjanna er óumflýjanlegt þegar Þjóðverjar missa tökin í stríðinu og þorpið bókstaflega logar í illdeilum. Söguhetjunnar berjast fyrir lífi sínu og þá standa mannleg reisn og sannleikurinn ansi völtum fótum. Á meðal leikara er sænska ungstirnið Alicia Agneson (Eva), Lachlan Nieboer (Jack), Brian Caspe (Bar), Klara Mucci (Cat) og Mark Fleischmann (Nemeth). Handritið er unnið upp úr dansverkinu EPIC og meistaralega staðfært af írska handritshöfundinum Ewan Glass. Leikstjórn er í höndum Peter Magat. FilmFrame er aðalframleiðandi myndarinnar en Loki kvikmyndagerð ehf. er meðframleiðandi. Valgeir Sigurðsson semur tónlistina og var hún nýlega gefin út sem sérstætt tónverk, KVIKA og vinylútgáfa KVIKU er væntanleg til landsins. Stiklu fyrir myndina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Stockfish film festival fer fram 20.-30. maí. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá frumsýningunni. KOTUNGSRÍKIÐ (Little Kingdom) Íslensk-slóvakíska kvikmyndin Kotungsríkið (Little Kingdom / Malá rísa) gerist í þorpi í Slóvakíu í lok seinni heimsstyrjaldar. Við fylgjumst með Evu ungri konu sem vinnur baki brotnu í einu verksmiðju þorpsins sem er stýrt af smákónginum Bar sem allir eiga sitt undir og kúgar jafnt starfsmenn sem og þorpsbúa. Jack, ástmaður Evu, sinnir herskyldu en þegar honum berst bréf frá Evu um örlagaríkan viðburð í lífi þeirra ákveður hann að strjúka frá herdeildinni til að geta stutt ástina sína. Hann lætur sig hverfa þegar herdeildin kemur inn á vændishús í nágranna bæ þar sem vændiskonan Cat ræður ríkjum. Herdeildinni er veitt fyrirsát af andspyrnuhreyfingunni að undirlagi Cat. Jack er nú réttdræpur fyrir liðhlaup og gerir sér upp veikindi til að réttlæta fjarveru sína úr hernum. Hann hefur störf í hergagnaverksmiðju Bar við hlið Evu. Málin flækjast þegar Bar verksmiðjueigandi fellst á að giftast vændiskonunni Cat til að geta endurnýjað samning sinn við stjórnvöld. Það reynist vonlítið ástarsamband og Cat rennir hýru auga til Jack sem veit um þátt hennar í fyrirsát herdeildarinnar og að sama skapi veit Cat um liðhlaup Jacks. Dramatískt uppgjör söguhetjanna er óumflýjanlegt þegar Þjóðverjar missa tökin í stríðinu og þorpið bókstaflega logar í illdeilum. Söguhetjunnar berjast fyrir lífi sínu og þá standa mannleg reisn og sannleikurinn ansi völtum fótum. Á meðal leikara er sænska ungstirnið Alicia Agneson (Eva), Lachlan Nieboer (Jack), Brian Caspe (Bar), Klara Mucci (Cat) og Mark Fleischmann (Nemeth). Handritið er unnið upp úr dansverkinu EPIC og meistaralega staðfært af írska handritshöfundinum Ewan Glass. Leikstjórn er í höndum Peter Magat. FilmFrame er aðalframleiðandi myndarinnar en Loki kvikmyndagerð ehf. er meðframleiðandi. Valgeir Sigurðsson semur tónlistina og var hún nýlega gefin út sem sérstætt tónverk, KVIKA og vinylútgáfa KVIKU er væntanleg til landsins. Stiklu fyrir myndina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira