Allskonar vitleysa búin að vera í gangi sem tengist fótbolta ekki neitt Valur Páll Eiríksson skrifar 24. maí 2021 22:00 Brynjar Gauti í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét „Tilfinningin er eiginlega bara djöfulleg,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Stjörnunnar, eftir 1-0 tap liðsins fyrir KA í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Stjarnan leitar enn síns fyrsta sigurs í deildinni. „Ég held að allir sem voru á vellinum í dag verið sammála um það að þetta voru ekki sanngjörn úrslit. Mér fannst við eiga að minnsta kosti eitt stig skilið og eiginlega þrjú.“ sagði Brynjar Gauti sem var þá spurður hvað hafi vantað upp á hjá Stjörnumönnum. „Stundum er brekkan svona brött, við erum ekki að klára færin okkar. Við fáum mörg fín færi í dag og gefum fá færi á okkur. Halli ver frábærlega einu sinni og svo dettur hann eini sinni fyrir þá í teignum og þeir klára það vel. Stundum er bara fótboltinn svona, hann gefur og hann tekur.“ Stjarnan hefur aðeins náð í tvö stig úr fyrstu sex leikjum sínum. Aðspurður um hvort þetta sé farið að taka á Stjörnumenn segir Brynjar: „Það sagði einhvern tímann góður þjálfari að sigurinn nærir. Þegar maður hefur ekki unnið leik lengi þá fer það aðeins að pirra mann. En maður verður bara að horfa á frammistöðuna og hún hefur oft verið fín hjá okkur. Við teljum okkur eiga meira skilið en við höfum fengið út úr leikjunum, en þegar þú klárar ekki færin þín og gefur klaufamörk á móti þá er þetta bara svona. Í augnablikinu erum við bara staddir í 30 metrum á sekúndu og haglél í andlitið. Þá er bara annað hvort að halda áfram og djöflast eða leggjast niður og deyja. Hópurinn er nú bara þannig að við erum ekkert farnir að gefast upp.“ Það hefur mikið gustað um lið Stjörnunnar í upphafi móts en Rúnar Páll Sigmundsson hætti sem þjálfari liðsins eftir fyrsta leik og þá voru félagaskipti Sölva Snæs Guðbjargarsonar til Breiðabliks mikið í umræðunni. Brynjar var spurður um hvort þetta spilaði inn í slæmt gengi Stjörnumanna. „Það er allskonar vitleysa búin að vera í gangi sem tengist fótbolta ekki neitt. En við höfum ekkert látið það trufla okkur inni á vellinum. Hlutverk okkar leikmannana er alltaf það sama og við höfum þann metnað sem hópur, og hver og einn persónulega, að við erum ekkert að láta þetta trufla okkur eða hafa áhrif á hvernig við mætum í leikina.“ sagði Brynjar Gauti. Stjarnan er eftir leik kvöldsins með tvö stig eftir sex leiki og mætir Fylki í Árbæ á sunnudaginn kemur. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 0-1 | Elfar Árni hetja Norðanmanna KA vann 1-0 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. 24. maí 2021 21:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
„Ég held að allir sem voru á vellinum í dag verið sammála um það að þetta voru ekki sanngjörn úrslit. Mér fannst við eiga að minnsta kosti eitt stig skilið og eiginlega þrjú.“ sagði Brynjar Gauti sem var þá spurður hvað hafi vantað upp á hjá Stjörnumönnum. „Stundum er brekkan svona brött, við erum ekki að klára færin okkar. Við fáum mörg fín færi í dag og gefum fá færi á okkur. Halli ver frábærlega einu sinni og svo dettur hann eini sinni fyrir þá í teignum og þeir klára það vel. Stundum er bara fótboltinn svona, hann gefur og hann tekur.“ Stjarnan hefur aðeins náð í tvö stig úr fyrstu sex leikjum sínum. Aðspurður um hvort þetta sé farið að taka á Stjörnumenn segir Brynjar: „Það sagði einhvern tímann góður þjálfari að sigurinn nærir. Þegar maður hefur ekki unnið leik lengi þá fer það aðeins að pirra mann. En maður verður bara að horfa á frammistöðuna og hún hefur oft verið fín hjá okkur. Við teljum okkur eiga meira skilið en við höfum fengið út úr leikjunum, en þegar þú klárar ekki færin þín og gefur klaufamörk á móti þá er þetta bara svona. Í augnablikinu erum við bara staddir í 30 metrum á sekúndu og haglél í andlitið. Þá er bara annað hvort að halda áfram og djöflast eða leggjast niður og deyja. Hópurinn er nú bara þannig að við erum ekkert farnir að gefast upp.“ Það hefur mikið gustað um lið Stjörnunnar í upphafi móts en Rúnar Páll Sigmundsson hætti sem þjálfari liðsins eftir fyrsta leik og þá voru félagaskipti Sölva Snæs Guðbjargarsonar til Breiðabliks mikið í umræðunni. Brynjar var spurður um hvort þetta spilaði inn í slæmt gengi Stjörnumanna. „Það er allskonar vitleysa búin að vera í gangi sem tengist fótbolta ekki neitt. En við höfum ekkert látið það trufla okkur inni á vellinum. Hlutverk okkar leikmannana er alltaf það sama og við höfum þann metnað sem hópur, og hver og einn persónulega, að við erum ekkert að láta þetta trufla okkur eða hafa áhrif á hvernig við mætum í leikina.“ sagði Brynjar Gauti. Stjarnan er eftir leik kvöldsins með tvö stig eftir sex leiki og mætir Fylki í Árbæ á sunnudaginn kemur. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 0-1 | Elfar Árni hetja Norðanmanna KA vann 1-0 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. 24. maí 2021 21:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA 0-1 | Elfar Árni hetja Norðanmanna KA vann 1-0 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. 24. maí 2021 21:45