Allskonar vitleysa búin að vera í gangi sem tengist fótbolta ekki neitt Valur Páll Eiríksson skrifar 24. maí 2021 22:00 Brynjar Gauti í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét „Tilfinningin er eiginlega bara djöfulleg,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Stjörnunnar, eftir 1-0 tap liðsins fyrir KA í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Stjarnan leitar enn síns fyrsta sigurs í deildinni. „Ég held að allir sem voru á vellinum í dag verið sammála um það að þetta voru ekki sanngjörn úrslit. Mér fannst við eiga að minnsta kosti eitt stig skilið og eiginlega þrjú.“ sagði Brynjar Gauti sem var þá spurður hvað hafi vantað upp á hjá Stjörnumönnum. „Stundum er brekkan svona brött, við erum ekki að klára færin okkar. Við fáum mörg fín færi í dag og gefum fá færi á okkur. Halli ver frábærlega einu sinni og svo dettur hann eini sinni fyrir þá í teignum og þeir klára það vel. Stundum er bara fótboltinn svona, hann gefur og hann tekur.“ Stjarnan hefur aðeins náð í tvö stig úr fyrstu sex leikjum sínum. Aðspurður um hvort þetta sé farið að taka á Stjörnumenn segir Brynjar: „Það sagði einhvern tímann góður þjálfari að sigurinn nærir. Þegar maður hefur ekki unnið leik lengi þá fer það aðeins að pirra mann. En maður verður bara að horfa á frammistöðuna og hún hefur oft verið fín hjá okkur. Við teljum okkur eiga meira skilið en við höfum fengið út úr leikjunum, en þegar þú klárar ekki færin þín og gefur klaufamörk á móti þá er þetta bara svona. Í augnablikinu erum við bara staddir í 30 metrum á sekúndu og haglél í andlitið. Þá er bara annað hvort að halda áfram og djöflast eða leggjast niður og deyja. Hópurinn er nú bara þannig að við erum ekkert farnir að gefast upp.“ Það hefur mikið gustað um lið Stjörnunnar í upphafi móts en Rúnar Páll Sigmundsson hætti sem þjálfari liðsins eftir fyrsta leik og þá voru félagaskipti Sölva Snæs Guðbjargarsonar til Breiðabliks mikið í umræðunni. Brynjar var spurður um hvort þetta spilaði inn í slæmt gengi Stjörnumanna. „Það er allskonar vitleysa búin að vera í gangi sem tengist fótbolta ekki neitt. En við höfum ekkert látið það trufla okkur inni á vellinum. Hlutverk okkar leikmannana er alltaf það sama og við höfum þann metnað sem hópur, og hver og einn persónulega, að við erum ekkert að láta þetta trufla okkur eða hafa áhrif á hvernig við mætum í leikina.“ sagði Brynjar Gauti. Stjarnan er eftir leik kvöldsins með tvö stig eftir sex leiki og mætir Fylki í Árbæ á sunnudaginn kemur. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 0-1 | Elfar Árni hetja Norðanmanna KA vann 1-0 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. 24. maí 2021 21:45 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
„Ég held að allir sem voru á vellinum í dag verið sammála um það að þetta voru ekki sanngjörn úrslit. Mér fannst við eiga að minnsta kosti eitt stig skilið og eiginlega þrjú.“ sagði Brynjar Gauti sem var þá spurður hvað hafi vantað upp á hjá Stjörnumönnum. „Stundum er brekkan svona brött, við erum ekki að klára færin okkar. Við fáum mörg fín færi í dag og gefum fá færi á okkur. Halli ver frábærlega einu sinni og svo dettur hann eini sinni fyrir þá í teignum og þeir klára það vel. Stundum er bara fótboltinn svona, hann gefur og hann tekur.“ Stjarnan hefur aðeins náð í tvö stig úr fyrstu sex leikjum sínum. Aðspurður um hvort þetta sé farið að taka á Stjörnumenn segir Brynjar: „Það sagði einhvern tímann góður þjálfari að sigurinn nærir. Þegar maður hefur ekki unnið leik lengi þá fer það aðeins að pirra mann. En maður verður bara að horfa á frammistöðuna og hún hefur oft verið fín hjá okkur. Við teljum okkur eiga meira skilið en við höfum fengið út úr leikjunum, en þegar þú klárar ekki færin þín og gefur klaufamörk á móti þá er þetta bara svona. Í augnablikinu erum við bara staddir í 30 metrum á sekúndu og haglél í andlitið. Þá er bara annað hvort að halda áfram og djöflast eða leggjast niður og deyja. Hópurinn er nú bara þannig að við erum ekkert farnir að gefast upp.“ Það hefur mikið gustað um lið Stjörnunnar í upphafi móts en Rúnar Páll Sigmundsson hætti sem þjálfari liðsins eftir fyrsta leik og þá voru félagaskipti Sölva Snæs Guðbjargarsonar til Breiðabliks mikið í umræðunni. Brynjar var spurður um hvort þetta spilaði inn í slæmt gengi Stjörnumanna. „Það er allskonar vitleysa búin að vera í gangi sem tengist fótbolta ekki neitt. En við höfum ekkert látið það trufla okkur inni á vellinum. Hlutverk okkar leikmannana er alltaf það sama og við höfum þann metnað sem hópur, og hver og einn persónulega, að við erum ekkert að láta þetta trufla okkur eða hafa áhrif á hvernig við mætum í leikina.“ sagði Brynjar Gauti. Stjarnan er eftir leik kvöldsins með tvö stig eftir sex leiki og mætir Fylki í Árbæ á sunnudaginn kemur. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 0-1 | Elfar Árni hetja Norðanmanna KA vann 1-0 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. 24. maí 2021 21:45 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA 0-1 | Elfar Árni hetja Norðanmanna KA vann 1-0 sigur á Stjörnunni í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Stjarnan leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. 24. maí 2021 21:45