Bindur miklar vonir við Helga í formanninum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. maí 2021 13:03 Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi en félagið hennar verður gestgjafi á landsfundinum á Selfossi miðvikudaginn 26. maí. Magnús Hlynur Hreiðarsson Spenna og eftirvænting er fyrir landsfundi Landssambands eldri borgara, sem fer fram á Selfossi í vikunni en á fundinum verður nýr formaður landssambandsins kjörinn. Eldri borgarar vilja fá réttindagæslumann eins og fatlaðir hafa. Það er Félag eldri borgara á Selfossi, sem er gestgjafi landsþingsins sem fer fram miðvikudaginn 26. maí á Hótel Selfossi. Um 140 eldri borgarar af öllu landinu munu sækja fundinn. En hvað á aðallega að ræða á landsfundinum? Guðfinna Ólafsdóttir er formaður félagsins á Selfossi. „Það eru náttúrulega bara kjör okkar, það er alltaf verið að tala um þau og aðbúnað eldri borgara. Það eru vandamál með alls konar þegar heilsan bilar og svona,“ segir Guðfinna. Guðfinna segir að Covid hafi verið illa í eldri borgara og margir hafi einangrast á heimilum sínum en vonandi sé ástandið að lagast. „Konurnar sitja heima og prjóna, þær finna sér alltaf eitthvað. En ég held að fólki hljóti að hafa farið aftur eins og þeir sem ekki hafa getað farið neitt, ég held að þetta sé búið að vera erfitt. Ástandið hefur líka reynst heilbrigðu ungu fólki erfitt, svo það er rétt hægt að ýminda sér hvernig þetta er hjá eldra fólki.“ Guðfinna segir að eitt að þeim málum sem eldri borgarar eru að berjast fyrir sé að fá réttindagæslumann líkt of Landssamtökin Þroskahjálp hefur, sem ríkið mundi útvega en hlutverk starfsmannsins yrði að berjast fyrir réttindum eldri borgara. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, núverandi formaður Landssambands eldri borgara gefur ekki kost á sér áfram og því verður nýr formaður kjörinn á þinginu á Selfossi. „Já, það er Helgi Pétursson, betur þekktur sem meðlimur Ríó tríósins og hann hefur verið að starfa mikið fyrir Gráa herinn en Grái herinn er í málsókn við ríkið út af þessum skerðingum, svo við vitum ekki hvað kemur út úr því. Ég bind miklar vonir við Helga, hann er allavega tilbúin að taka formennskuna að sér“, segir Guðfinna. Um 140 eldri borgarar af öllu landinu munu koma á Selfoss á landsfundinn, sem verður í Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Sjá meira
Það er Félag eldri borgara á Selfossi, sem er gestgjafi landsþingsins sem fer fram miðvikudaginn 26. maí á Hótel Selfossi. Um 140 eldri borgarar af öllu landinu munu sækja fundinn. En hvað á aðallega að ræða á landsfundinum? Guðfinna Ólafsdóttir er formaður félagsins á Selfossi. „Það eru náttúrulega bara kjör okkar, það er alltaf verið að tala um þau og aðbúnað eldri borgara. Það eru vandamál með alls konar þegar heilsan bilar og svona,“ segir Guðfinna. Guðfinna segir að Covid hafi verið illa í eldri borgara og margir hafi einangrast á heimilum sínum en vonandi sé ástandið að lagast. „Konurnar sitja heima og prjóna, þær finna sér alltaf eitthvað. En ég held að fólki hljóti að hafa farið aftur eins og þeir sem ekki hafa getað farið neitt, ég held að þetta sé búið að vera erfitt. Ástandið hefur líka reynst heilbrigðu ungu fólki erfitt, svo það er rétt hægt að ýminda sér hvernig þetta er hjá eldra fólki.“ Guðfinna segir að eitt að þeim málum sem eldri borgarar eru að berjast fyrir sé að fá réttindagæslumann líkt of Landssamtökin Þroskahjálp hefur, sem ríkið mundi útvega en hlutverk starfsmannsins yrði að berjast fyrir réttindum eldri borgara. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, núverandi formaður Landssambands eldri borgara gefur ekki kost á sér áfram og því verður nýr formaður kjörinn á þinginu á Selfossi. „Já, það er Helgi Pétursson, betur þekktur sem meðlimur Ríó tríósins og hann hefur verið að starfa mikið fyrir Gráa herinn en Grái herinn er í málsókn við ríkið út af þessum skerðingum, svo við vitum ekki hvað kemur út úr því. Ég bind miklar vonir við Helga, hann er allavega tilbúin að taka formennskuna að sér“, segir Guðfinna. Um 140 eldri borgarar af öllu landinu munu koma á Selfoss á landsfundinn, sem verður í Hótel Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Sjá meira