Messi gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. maí 2021 14:00 Lionel Messi skorar í leik Barcelona og Celta Vigo um síðustu helgi. Svo gæti farið að þetta hafi verið hans síðasti leikur og síðasta mark fyrir Barcelona. getty/Siu Wu Lionel Messi mun ekki spila lokaleik Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni gegn Eibar á morgun. Því er möguleiki á að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Messi fékk leyfi til að sleppa leiknum á morgun til að fá meiri tíma til að undirbúa sig fyrir Suður-Ameríkukeppnina sem fer fram í Argentínu í sumar. LATEST NEWS | Leo #Messi is not training today with the coach's permission and will not play against Eibar pic.twitter.com/ak3F5W527x— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 21, 2021 Eftir 1-2 tapið fyrir Celta Vigo á sunnudaginn er ljóst að Barcelona á ekki lengur möguleika á að verða spænskur meistari. Börsungar eru í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar en gætu misst það til Sevilla ef úrslitin í lokaumferðinni verða óhagstæð. Madrídarliðin, Atlético og Real, berjast um spænska meistaratitilinn. Messi hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Barcelona og getur því farið frítt frá félaginu í sumar. Hann vildi komast frá Barcelona fyrir síðasta tímabil en ákvað að halda kyrru fyrir. Óvíst er hvað gerist í sumar. Messi hefur meðal annars verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City og Paris Saint-Germain. Messi hefur leikið með Barcelona allan sinn feril og er fyrirliði liðsins. Hann er bæði leikja- og markahæstur í sögu Barcelona. Messi lék 47 leiki á þessu tímabili, skoraði 38 mörk og lagði upp fjórtán. Hann er langmarkahæstur í spænsku úrvalsdeildinni með þrjátíu mörk. Leikur Eibar og Barcelona hefst klukkan 16:00 á morgun og verður sýndur beint á Vísi. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Messi fékk leyfi til að sleppa leiknum á morgun til að fá meiri tíma til að undirbúa sig fyrir Suður-Ameríkukeppnina sem fer fram í Argentínu í sumar. LATEST NEWS | Leo #Messi is not training today with the coach's permission and will not play against Eibar pic.twitter.com/ak3F5W527x— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 21, 2021 Eftir 1-2 tapið fyrir Celta Vigo á sunnudaginn er ljóst að Barcelona á ekki lengur möguleika á að verða spænskur meistari. Börsungar eru í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar en gætu misst það til Sevilla ef úrslitin í lokaumferðinni verða óhagstæð. Madrídarliðin, Atlético og Real, berjast um spænska meistaratitilinn. Messi hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Barcelona og getur því farið frítt frá félaginu í sumar. Hann vildi komast frá Barcelona fyrir síðasta tímabil en ákvað að halda kyrru fyrir. Óvíst er hvað gerist í sumar. Messi hefur meðal annars verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City og Paris Saint-Germain. Messi hefur leikið með Barcelona allan sinn feril og er fyrirliði liðsins. Hann er bæði leikja- og markahæstur í sögu Barcelona. Messi lék 47 leiki á þessu tímabili, skoraði 38 mörk og lagði upp fjórtán. Hann er langmarkahæstur í spænsku úrvalsdeildinni með þrjátíu mörk. Leikur Eibar og Barcelona hefst klukkan 16:00 á morgun og verður sýndur beint á Vísi. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira