„Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2021 11:31 Erna Kristín er mikil talskona fyrir jákvæða líkamsímynd. Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. Nýverið var gerð könnun á rúmlega fimm hundruð konum og niðurstöðurnar sýndu að yfir 70 prósent kvennanna sem tóku þátt voru óöruggar í eigin líkama og líkamsímyndin ekki góð. Erna segir stelpur niður í fimm ára aldur farnar að hafna líkamanum sínum og hún vill bregðast hratt við þessari þróun og fá skólakerfið með sér í lið, það þurfi að bregðast snemma við til þess að byggja upp líkamsímynd og sjálfsmynd karla og kvenna. Eva Laufey ræddi við Ernu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég var með neikvæða líkamsímynd alveg frá því að ég var barn og átröskun sem unglingur og í rauninni sem ung fullorðin gafst ég upp á þessum lífstíl. Að vera með neikvæða líkamsímynd og hringsnúast í kringum megrunar kúltúr út um allt. Ég sagði eiginlega skilið við þetta batterí eins og það leggur sig. Átröskunin er miklu flóknara dæmi en maður svona reynir að lifa með því og gerir sitt besta,“ segir Erna Kristín og heldur áfram. Erna segir að fitufordómar séu í raun kerfibundið ofbeldi. Erna segir að í raun því meira sem konum líkar illa við sig, því meira græðir markaðurinn. „Eins ógnvekjandi og það hljómar. Við erum brotnar niður, svo það sé líklegra að við kaupum og hlaupum eftir. Allt sem við sjáum varðandi tískuiðnaðinn í blöðum og í sjónvarpinu eru ákveðnar tegundir af líkömum. Líkaminn er settur upp svo svona tískufyrirbrigði og við eigum bara að elta.“ Erna segist hafa náð að segja skilið við sína neikvæðu líkamsímynd með mikilli vinnu og hún varð í raun að átta sig á því að þetta myndi ekki gerast yfir nóttu. Allir verða fá rými til að elska sjálfan sig „Þetta er rosalega mikil hugarfarsbreyting. Ég var á mjög dimmum stað, en í dag á mjög björtum stað. Ég gerði bara allskonar æfingar, allskonar verkfæri sem við höfum í tengslum við jákvæða líkamsímynd. Ég hef alltaf fagnað ákveðnum pörtum líkamans sem eru samþykktir nú þegar en hafnað öðrum.“ Erna segir að allt niður í fimm ára íslenskar stelpur séu farnar að hafna líkama sínum. Eitt af því sem hefur áhrif á líkamsímyndina eru fordómar, fitufordómar er hugtak sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki og segir Erna fitufordóma birtast í andúð innan samfélagsins gagnvart feitu fólki sem leitt getur til mismununar. „Líkamsvirðing er eitthvað sem er mjög mikilvægt inn í umræðuna þegar kemur að jákvæðri líkamsímynd. Mér finnst svolítið absúrd að vera fagna sínum eigin líkama en við ætlum ekki að gefa öðrum rými fyrir það sama. Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi. Það að hafa þessa skoðun á öðrum í rauninni bara til þess að niðurlægja fólk er eitthvað sem við þurfum að fara gera betur í. Það verða allir að fá rými til þess að elska sjálfan sig. Burt sé frá holdafari og heilsu. Því ef þau fá ekki rýmið, hvernig eiga þau þá að öðlast almennt heilbrigði.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Nýverið var gerð könnun á rúmlega fimm hundruð konum og niðurstöðurnar sýndu að yfir 70 prósent kvennanna sem tóku þátt voru óöruggar í eigin líkama og líkamsímyndin ekki góð. Erna segir stelpur niður í fimm ára aldur farnar að hafna líkamanum sínum og hún vill bregðast hratt við þessari þróun og fá skólakerfið með sér í lið, það þurfi að bregðast snemma við til þess að byggja upp líkamsímynd og sjálfsmynd karla og kvenna. Eva Laufey ræddi við Ernu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég var með neikvæða líkamsímynd alveg frá því að ég var barn og átröskun sem unglingur og í rauninni sem ung fullorðin gafst ég upp á þessum lífstíl. Að vera með neikvæða líkamsímynd og hringsnúast í kringum megrunar kúltúr út um allt. Ég sagði eiginlega skilið við þetta batterí eins og það leggur sig. Átröskunin er miklu flóknara dæmi en maður svona reynir að lifa með því og gerir sitt besta,“ segir Erna Kristín og heldur áfram. Erna segir að fitufordómar séu í raun kerfibundið ofbeldi. Erna segir að í raun því meira sem konum líkar illa við sig, því meira græðir markaðurinn. „Eins ógnvekjandi og það hljómar. Við erum brotnar niður, svo það sé líklegra að við kaupum og hlaupum eftir. Allt sem við sjáum varðandi tískuiðnaðinn í blöðum og í sjónvarpinu eru ákveðnar tegundir af líkömum. Líkaminn er settur upp svo svona tískufyrirbrigði og við eigum bara að elta.“ Erna segist hafa náð að segja skilið við sína neikvæðu líkamsímynd með mikilli vinnu og hún varð í raun að átta sig á því að þetta myndi ekki gerast yfir nóttu. Allir verða fá rými til að elska sjálfan sig „Þetta er rosalega mikil hugarfarsbreyting. Ég var á mjög dimmum stað, en í dag á mjög björtum stað. Ég gerði bara allskonar æfingar, allskonar verkfæri sem við höfum í tengslum við jákvæða líkamsímynd. Ég hef alltaf fagnað ákveðnum pörtum líkamans sem eru samþykktir nú þegar en hafnað öðrum.“ Erna segir að allt niður í fimm ára íslenskar stelpur séu farnar að hafna líkama sínum. Eitt af því sem hefur áhrif á líkamsímyndina eru fordómar, fitufordómar er hugtak sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki og segir Erna fitufordóma birtast í andúð innan samfélagsins gagnvart feitu fólki sem leitt getur til mismununar. „Líkamsvirðing er eitthvað sem er mjög mikilvægt inn í umræðuna þegar kemur að jákvæðri líkamsímynd. Mér finnst svolítið absúrd að vera fagna sínum eigin líkama en við ætlum ekki að gefa öðrum rými fyrir það sama. Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi. Það að hafa þessa skoðun á öðrum í rauninni bara til þess að niðurlægja fólk er eitthvað sem við þurfum að fara gera betur í. Það verða allir að fá rými til þess að elska sjálfan sig. Burt sé frá holdafari og heilsu. Því ef þau fá ekki rýmið, hvernig eiga þau þá að öðlast almennt heilbrigði.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira