Fjallið hefur misst fimmtíu kíló: Þarf ekki lengur að pína ofan í mig mat Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 08:30 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig mikið niður og segist líka líða miklu betur. Instagram/@thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson hefur þurft að gerbreyta því hvernig hann æfir og borðar um leið og hann breytir sér úr aflraunamanni í hnefaleikamann. Fjallið er nú staddur í Dúbaí þar sem hann er undirbúa sig fyrir æfingabardaga í lok mánaðarins. Kappinn notaði tækifærið í nýjasta myndbandinu sínu að sína frá dæmigerðum degi hjá sér í dag. Hafþór er langt kominn í að breyta sér í hnefaleikamann en framundan er bardagi við Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Myndbandið byrjar á því að bankað er á hóteldyrnar hjá Fjallinu í Dúbaí og framundan var heill dagur með íslenska kraftakarlinum. „Í dag ætla ég að sýna frá því hvernig ég borða á einum heilum degi og ég get ekki beðið eftir sýna ykkur það,“ sagði Hafþór Júlíus í byrjun myndbandsins. Hafþór skellti sér strax í að segja frá morgunmatnum sínum þar sem hann borðaði þrjú egg, 200 grömm af kjúklingi og fullt stórt glas af orkuþeyting með höfrum, jarðberum, jógúrt og bláberjum. Með þessu drakk hann líka orkudrykk og heilsudrykk. „Ég ætla að sýna ykkur frá þessum degi og ég byrja á því að fara á tækniæfingu með þjálfaranum mínum þar sem ég mun vinna í fótavinnunni. Eftir það þá ætla ég að lyfta óðum og svo mun ég vinna í þolinu,“ sagði Hafþór. „Ég er líka mjög spenntur að sýna ykkur hvað ég er að borða í dag því ég mjög ánægður með hvernig ég lít út núna. Þegar ég byrjað á þessari vegferð þá var ég 205 kíló en núna er ég kominn niður í 155 kíló og líður mjög vel,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Í lok myndbandsins þá gerði Hafþór líka upp daginn. „Þetta er það sem ég borða á einum degi. Trúið þið þessu? Ég er ekki að borða neitt og bara að horast niður,“ sagði Hafþór brosandi. „Ég nýt þess og mér líður svo miklu betur, svo miklu betur en þegar ég var 205 kíló. Þá var ég að pína ofan í mig mat á hverjum einasta degi. Ég var við það að æla á hverjum einasta degi en ég hélt áfram að borða af því að markmiðið mitt var að vera sterkasta manneskja í heimi,“ sagði Hafþór. „Nú hef ég önnur markmið og þarf ekki lengur að vera pína mat ofan í mig. Mér líður mjög vel,“ sagði Hafþór. Það skal þó tekið fram að kappinn er borða vel og hann sleppir engum máltíðum enda maður sem er að æfa þrisvar sinnum á dag. Hér fyrir neðan má sjá nýjasta myndbandið með Hafþóri sem hann skírði: Hvernig ég borða og æfi á hverjum degi. watch on YouTube Box Aflraunir Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Sjá meira
Fjallið er nú staddur í Dúbaí þar sem hann er undirbúa sig fyrir æfingabardaga í lok mánaðarins. Kappinn notaði tækifærið í nýjasta myndbandinu sínu að sína frá dæmigerðum degi hjá sér í dag. Hafþór er langt kominn í að breyta sér í hnefaleikamann en framundan er bardagi við Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Myndbandið byrjar á því að bankað er á hóteldyrnar hjá Fjallinu í Dúbaí og framundan var heill dagur með íslenska kraftakarlinum. „Í dag ætla ég að sýna frá því hvernig ég borða á einum heilum degi og ég get ekki beðið eftir sýna ykkur það,“ sagði Hafþór Júlíus í byrjun myndbandsins. Hafþór skellti sér strax í að segja frá morgunmatnum sínum þar sem hann borðaði þrjú egg, 200 grömm af kjúklingi og fullt stórt glas af orkuþeyting með höfrum, jarðberum, jógúrt og bláberjum. Með þessu drakk hann líka orkudrykk og heilsudrykk. „Ég ætla að sýna ykkur frá þessum degi og ég byrja á því að fara á tækniæfingu með þjálfaranum mínum þar sem ég mun vinna í fótavinnunni. Eftir það þá ætla ég að lyfta óðum og svo mun ég vinna í þolinu,“ sagði Hafþór. „Ég er líka mjög spenntur að sýna ykkur hvað ég er að borða í dag því ég mjög ánægður með hvernig ég lít út núna. Þegar ég byrjað á þessari vegferð þá var ég 205 kíló en núna er ég kominn niður í 155 kíló og líður mjög vel,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Í lok myndbandsins þá gerði Hafþór líka upp daginn. „Þetta er það sem ég borða á einum degi. Trúið þið þessu? Ég er ekki að borða neitt og bara að horast niður,“ sagði Hafþór brosandi. „Ég nýt þess og mér líður svo miklu betur, svo miklu betur en þegar ég var 205 kíló. Þá var ég að pína ofan í mig mat á hverjum einasta degi. Ég var við það að æla á hverjum einasta degi en ég hélt áfram að borða af því að markmiðið mitt var að vera sterkasta manneskja í heimi,“ sagði Hafþór. „Nú hef ég önnur markmið og þarf ekki lengur að vera pína mat ofan í mig. Mér líður mjög vel,“ sagði Hafþór. Það skal þó tekið fram að kappinn er borða vel og hann sleppir engum máltíðum enda maður sem er að æfa þrisvar sinnum á dag. Hér fyrir neðan má sjá nýjasta myndbandið með Hafþóri sem hann skírði: Hvernig ég borða og æfi á hverjum degi. watch on YouTube
Box Aflraunir Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Sjá meira