Fjallið hefur misst fimmtíu kíló: Þarf ekki lengur að pína ofan í mig mat Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 08:30 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig mikið niður og segist líka líða miklu betur. Instagram/@thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson hefur þurft að gerbreyta því hvernig hann æfir og borðar um leið og hann breytir sér úr aflraunamanni í hnefaleikamann. Fjallið er nú staddur í Dúbaí þar sem hann er undirbúa sig fyrir æfingabardaga í lok mánaðarins. Kappinn notaði tækifærið í nýjasta myndbandinu sínu að sína frá dæmigerðum degi hjá sér í dag. Hafþór er langt kominn í að breyta sér í hnefaleikamann en framundan er bardagi við Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Myndbandið byrjar á því að bankað er á hóteldyrnar hjá Fjallinu í Dúbaí og framundan var heill dagur með íslenska kraftakarlinum. „Í dag ætla ég að sýna frá því hvernig ég borða á einum heilum degi og ég get ekki beðið eftir sýna ykkur það,“ sagði Hafþór Júlíus í byrjun myndbandsins. Hafþór skellti sér strax í að segja frá morgunmatnum sínum þar sem hann borðaði þrjú egg, 200 grömm af kjúklingi og fullt stórt glas af orkuþeyting með höfrum, jarðberum, jógúrt og bláberjum. Með þessu drakk hann líka orkudrykk og heilsudrykk. „Ég ætla að sýna ykkur frá þessum degi og ég byrja á því að fara á tækniæfingu með þjálfaranum mínum þar sem ég mun vinna í fótavinnunni. Eftir það þá ætla ég að lyfta óðum og svo mun ég vinna í þolinu,“ sagði Hafþór. „Ég er líka mjög spenntur að sýna ykkur hvað ég er að borða í dag því ég mjög ánægður með hvernig ég lít út núna. Þegar ég byrjað á þessari vegferð þá var ég 205 kíló en núna er ég kominn niður í 155 kíló og líður mjög vel,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Í lok myndbandsins þá gerði Hafþór líka upp daginn. „Þetta er það sem ég borða á einum degi. Trúið þið þessu? Ég er ekki að borða neitt og bara að horast niður,“ sagði Hafþór brosandi. „Ég nýt þess og mér líður svo miklu betur, svo miklu betur en þegar ég var 205 kíló. Þá var ég að pína ofan í mig mat á hverjum einasta degi. Ég var við það að æla á hverjum einasta degi en ég hélt áfram að borða af því að markmiðið mitt var að vera sterkasta manneskja í heimi,“ sagði Hafþór. „Nú hef ég önnur markmið og þarf ekki lengur að vera pína mat ofan í mig. Mér líður mjög vel,“ sagði Hafþór. Það skal þó tekið fram að kappinn er borða vel og hann sleppir engum máltíðum enda maður sem er að æfa þrisvar sinnum á dag. Hér fyrir neðan má sjá nýjasta myndbandið með Hafþóri sem hann skírði: Hvernig ég borða og æfi á hverjum degi. watch on YouTube Box Aflraunir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Fjallið er nú staddur í Dúbaí þar sem hann er undirbúa sig fyrir æfingabardaga í lok mánaðarins. Kappinn notaði tækifærið í nýjasta myndbandinu sínu að sína frá dæmigerðum degi hjá sér í dag. Hafþór er langt kominn í að breyta sér í hnefaleikamann en framundan er bardagi við Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Myndbandið byrjar á því að bankað er á hóteldyrnar hjá Fjallinu í Dúbaí og framundan var heill dagur með íslenska kraftakarlinum. „Í dag ætla ég að sýna frá því hvernig ég borða á einum heilum degi og ég get ekki beðið eftir sýna ykkur það,“ sagði Hafþór Júlíus í byrjun myndbandsins. Hafþór skellti sér strax í að segja frá morgunmatnum sínum þar sem hann borðaði þrjú egg, 200 grömm af kjúklingi og fullt stórt glas af orkuþeyting með höfrum, jarðberum, jógúrt og bláberjum. Með þessu drakk hann líka orkudrykk og heilsudrykk. „Ég ætla að sýna ykkur frá þessum degi og ég byrja á því að fara á tækniæfingu með þjálfaranum mínum þar sem ég mun vinna í fótavinnunni. Eftir það þá ætla ég að lyfta óðum og svo mun ég vinna í þolinu,“ sagði Hafþór. „Ég er líka mjög spenntur að sýna ykkur hvað ég er að borða í dag því ég mjög ánægður með hvernig ég lít út núna. Þegar ég byrjað á þessari vegferð þá var ég 205 kíló en núna er ég kominn niður í 155 kíló og líður mjög vel,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Í lok myndbandsins þá gerði Hafþór líka upp daginn. „Þetta er það sem ég borða á einum degi. Trúið þið þessu? Ég er ekki að borða neitt og bara að horast niður,“ sagði Hafþór brosandi. „Ég nýt þess og mér líður svo miklu betur, svo miklu betur en þegar ég var 205 kíló. Þá var ég að pína ofan í mig mat á hverjum einasta degi. Ég var við það að æla á hverjum einasta degi en ég hélt áfram að borða af því að markmiðið mitt var að vera sterkasta manneskja í heimi,“ sagði Hafþór. „Nú hef ég önnur markmið og þarf ekki lengur að vera pína mat ofan í mig. Mér líður mjög vel,“ sagði Hafþór. Það skal þó tekið fram að kappinn er borða vel og hann sleppir engum máltíðum enda maður sem er að æfa þrisvar sinnum á dag. Hér fyrir neðan má sjá nýjasta myndbandið með Hafþóri sem hann skírði: Hvernig ég borða og æfi á hverjum degi. watch on YouTube
Box Aflraunir Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira