Í höndum Kolbeins hvort hann sitji út kjörtímabilið Sylvía Hall skrifar 16. maí 2021 23:26 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/einar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir þingflokkinn ekki hafa boðvald yfir sínum þingmönnum um hvað þeir gera. Mál sem varðaði hegðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna, var tilkynnt til fagráðs flokksins en þingflokkurinn hafði ekki vitneskju um það fyrr en hann sjálfur greindi frá því. Kolbeinn dró framboð sitt í forvali flokksins til baka í kjölfarið. Kolbeinn dró framboð sitt í forvali flokksins til baka í kjölfarið. „Ég tel að þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá honum að draga sitt framboð til baka og láta staðar numið að þessu sinni. Það hvort hann klári þessar fimm vikur sem eftir eru af þingi, það er í hans höndum,“ sagði Bjarkey í Víglínunni í dag þar sem hún ræddi málið sem og nýja MeToo-bylgju ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformanni Viðreisnar. Málinu lauk hjá fagráðinu án þess að ástæða var talin til að aðhafast frekar í því. Málið var ekki tilkynnt til lögreglu þar sem fagráðið mat það sem svo að það væri ekki þess eðlis og taldist ekki refsivert athæfi. Erindið hafi snúið að „ámælisverðri hegðun“ þingmannsins. Bjarkey segir slík mál alltaf bundin trúnaði og skoðuð frá báðum hliðum. Nú sé málinu lokið og það komi þingflokknum sjálfum ekkert við. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna sagðist ekki gera kröfu um að Kolbeinn segði af sér. „Kostir og gallar við öll kerfi“ Bjarkey ræddi einnig prófkjör Vinstri grænna sem hafa farið fram undanfarið, þar sem nýliðar hafa náð góðum árangri. Sjálf gaf hún kost á sér í oddvitasæti í Norðausturkjördæmi, sem hingað til hefur verið Steingríms J. Sigfússonar, en laut í lægra haldi fyrir Óla Halldórssyni, forstöðumanni Þekkingarseturs Þingeyinga. Þrátt fyrir að niðurstaðan hafi komið henni á óvart bendir Bjarkey á að margir þeir sem hafa tryggt sér oddvitasæti séu ekki nýliðar í pólitík. „Það má segja að það hafi verið ákveðinn skellur fyrir sitjandi þingflokksformann að ná ekki kjöri. Þetta er ekki alveg óreynt fólk sem er að koma inn, bæði oddviti Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, Óli Halldórsson, er sveitarstjórnarmaður og varaþingmaður og hefur komið inn á þing. Sama má segja um Bjarna Jónsson, hann er líka sveitarstjórnarmaður og varaþingmaður og hefur komið inn svo menn eru ekki alveg blautir á bak við eyrun í sjálfu sér og þekkja aðeins til þingstarfanna,“ segir Bjarkey, en bætir þó við að Hólmfríður Árnadóttir, sem varð efst í prófkjörinu í Suðurkjördæmi, sé ný. Að mati Bjarkeyjar er ljóst að gríðarleg smölun hafi átt sér stað. Það sé þó hluti af því að taka þátt í prófkjöri til þess að draga inn nýtt fólk, en setur þó spurningarmerki við hvort það sé alltaf vænlegur kostur fyrir hagsmuni flokksins. Blönduð leið geti verið lýðræðisleg „Svo er þetta alltaf spurning um hvort það séu einhver mörk þar; getum við stýrt því að einhverju leyti, þarf það að gerast með lengri tíma? Þarf það að snúast um hvort þú sért skuldlaus félagi? Það hefur verið ýmsu verið velt upp í þessu samhengi, hvort þú getir gengið í hreyfinguna tíu dögum fyrr. Það var dálítið um það hjá okkur, alveg fram á síðasta dag veit ég. Svo eru líka kostir og gallar við uppstillingar, þar segir fólk að það komist jafnvel ekki nýir að ef það er að losna oddvitasæti eða eitthvað slíkt.“ Hún segist persónulega vilja sjá einhvers konar millibilslausn þar sem prófkjöri og uppstillingu yrði blandað saman. Slíkt geti vel verið lýðræðislegt en hætta sé á að með prófkjöri sé verið að koma fólki að á lista sem sé ekki í samræmi við hagsmuni flokksins. „Það er ekkert endilega lýðræðislegt að fólk sem er flokksbundið í öðrum flokkum gangi yfir í annan flokk – hvort sem það er Viðreisn eða VG eða Sjálfstæðisflokkurinn til þess að hafa beinlínis áhrif. Það getur vel verið að það sé ekki einu sinni að undirlagi þess sem í framboði er, það getur hreinlega verið til þess að koma einhverjum að sem er ekki æskilegur fyrir þann flokk.“ MeToo Vinstri græn Víglínan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tilkynntu mál Kolbeins ekki til lögreglu Mál sem tilkynnt var til fagráðs Vinstri grænna vegna hegðunar Kolbeins Óttarssonar Proppé þingmanns var ekki tilkynnt til lögreglu. Fagráðið mat það svo að málið væri ekki þess eðlis. 12. maí 2021 14:57 Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. 12. maí 2021 11:11 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Kolbeinn dró framboð sitt í forvali flokksins til baka í kjölfarið. „Ég tel að þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá honum að draga sitt framboð til baka og láta staðar numið að þessu sinni. Það hvort hann klári þessar fimm vikur sem eftir eru af þingi, það er í hans höndum,“ sagði Bjarkey í Víglínunni í dag þar sem hún ræddi málið sem og nýja MeToo-bylgju ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformanni Viðreisnar. Málinu lauk hjá fagráðinu án þess að ástæða var talin til að aðhafast frekar í því. Málið var ekki tilkynnt til lögreglu þar sem fagráðið mat það sem svo að það væri ekki þess eðlis og taldist ekki refsivert athæfi. Erindið hafi snúið að „ámælisverðri hegðun“ þingmannsins. Bjarkey segir slík mál alltaf bundin trúnaði og skoðuð frá báðum hliðum. Nú sé málinu lokið og það komi þingflokknum sjálfum ekkert við. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna sagðist ekki gera kröfu um að Kolbeinn segði af sér. „Kostir og gallar við öll kerfi“ Bjarkey ræddi einnig prófkjör Vinstri grænna sem hafa farið fram undanfarið, þar sem nýliðar hafa náð góðum árangri. Sjálf gaf hún kost á sér í oddvitasæti í Norðausturkjördæmi, sem hingað til hefur verið Steingríms J. Sigfússonar, en laut í lægra haldi fyrir Óla Halldórssyni, forstöðumanni Þekkingarseturs Þingeyinga. Þrátt fyrir að niðurstaðan hafi komið henni á óvart bendir Bjarkey á að margir þeir sem hafa tryggt sér oddvitasæti séu ekki nýliðar í pólitík. „Það má segja að það hafi verið ákveðinn skellur fyrir sitjandi þingflokksformann að ná ekki kjöri. Þetta er ekki alveg óreynt fólk sem er að koma inn, bæði oddviti Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, Óli Halldórsson, er sveitarstjórnarmaður og varaþingmaður og hefur komið inn á þing. Sama má segja um Bjarna Jónsson, hann er líka sveitarstjórnarmaður og varaþingmaður og hefur komið inn svo menn eru ekki alveg blautir á bak við eyrun í sjálfu sér og þekkja aðeins til þingstarfanna,“ segir Bjarkey, en bætir þó við að Hólmfríður Árnadóttir, sem varð efst í prófkjörinu í Suðurkjördæmi, sé ný. Að mati Bjarkeyjar er ljóst að gríðarleg smölun hafi átt sér stað. Það sé þó hluti af því að taka þátt í prófkjöri til þess að draga inn nýtt fólk, en setur þó spurningarmerki við hvort það sé alltaf vænlegur kostur fyrir hagsmuni flokksins. Blönduð leið geti verið lýðræðisleg „Svo er þetta alltaf spurning um hvort það séu einhver mörk þar; getum við stýrt því að einhverju leyti, þarf það að gerast með lengri tíma? Þarf það að snúast um hvort þú sért skuldlaus félagi? Það hefur verið ýmsu verið velt upp í þessu samhengi, hvort þú getir gengið í hreyfinguna tíu dögum fyrr. Það var dálítið um það hjá okkur, alveg fram á síðasta dag veit ég. Svo eru líka kostir og gallar við uppstillingar, þar segir fólk að það komist jafnvel ekki nýir að ef það er að losna oddvitasæti eða eitthvað slíkt.“ Hún segist persónulega vilja sjá einhvers konar millibilslausn þar sem prófkjöri og uppstillingu yrði blandað saman. Slíkt geti vel verið lýðræðislegt en hætta sé á að með prófkjöri sé verið að koma fólki að á lista sem sé ekki í samræmi við hagsmuni flokksins. „Það er ekkert endilega lýðræðislegt að fólk sem er flokksbundið í öðrum flokkum gangi yfir í annan flokk – hvort sem það er Viðreisn eða VG eða Sjálfstæðisflokkurinn til þess að hafa beinlínis áhrif. Það getur vel verið að það sé ekki einu sinni að undirlagi þess sem í framboði er, það getur hreinlega verið til þess að koma einhverjum að sem er ekki æskilegur fyrir þann flokk.“
MeToo Vinstri græn Víglínan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tilkynntu mál Kolbeins ekki til lögreglu Mál sem tilkynnt var til fagráðs Vinstri grænna vegna hegðunar Kolbeins Óttarssonar Proppé þingmanns var ekki tilkynnt til lögreglu. Fagráðið mat það svo að málið væri ekki þess eðlis. 12. maí 2021 14:57 Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. 12. maí 2021 11:11 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Tilkynntu mál Kolbeins ekki til lögreglu Mál sem tilkynnt var til fagráðs Vinstri grænna vegna hegðunar Kolbeins Óttarssonar Proppé þingmanns var ekki tilkynnt til lögreglu. Fagráðið mat það svo að málið væri ekki þess eðlis. 12. maí 2021 14:57
Fékk fyrst veður af kvörtunum vegna Kolbeins í gær Þingflokksformaður Vinstri Grænna segist ánægð með ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns VG, um að hætta við framboð vegna hegðunar gagnvart konum. Ákvörðunin, sem komið hafi á óvart, sé alfarið Kolbeins. Hún hafi fyrst fengið veður af kvörtunum vegna hans í gær. 12. maí 2021 11:11