8 ára „sauðfjárbóndi“ sem les Hrútaskrána Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. maí 2021 20:05 Helgi Fannar, 8 ára tilvonandi sauðfjárbóndi með Hrútaskrána, sem hann les spjaldanna á milli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó hann sé ekki nema 8 ára er hann búin fyrir löngu að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. Hér erum við að tala um Helga Fannar Oddsson á bænum Hrafnkelsstöðum við Flúðir, sem ætlar sér að verða sauðfjárbóndi. Hrútaskráin er uppáhalds bókin hans. Það var gaman að koma í fjárhúsið á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi og sjá Helga Fannar að störfum í miðjum sauðburði að gefa kindunum og aðstoða foreldra sína í sauðburðinum. Yngri bróðir hans, Hákon Orri, sem er fjögurra ára er líka mjög liðtækur í fjárhúsinu og verður líklega líka sauðfjárbóndi eins og Helgi Fannar ætlar sér. „Sauðburðurinn hefur gengið vel hjá okkur, við erum með 320 fjár. Ég sé um að gefa á garðann, vatna, sópa ganginn og krærnar,“ segir Helgi Fannar aðspurður í búskapinn og helstu verkefni hans. Bræðurnir að gefa lömbum mjólk úr flöskum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Fannar segir að það sé best ef hver kind ber tveimur lömbum. „Já, út af því að ein rolla er með tvo spena“. Helgi segist vera harðákveðin í að verða sauðfjárbóndi þegar hann verður fullorðinn. Bræðurnir eru duglegir að gefa þeim lömbum sem þess þurfa mjólk úr pela. En þegar Helgi Fannar sest niður til að hvíla sig þá notar hann tækifærið og les hrútaskránna. Hákon Orri verður líklega líka bóndi, hann hefur allavega mikinn áhuga á dráttarvélum. Hann er fjögurra ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er sko beðið eftir Hrútaskránni á hverju ári og þegar hún kemur í hús þá er ekkert annað lesið. Það er Hrútaskráin öll kvöld og hann er með bókhald utan um hvernig hrút, þannig að það er mjög skemmtilegt að fylgjast með því,“ segir Jóhanna Bríet Helgadóttir, mamma Helga Fannars. En hefur Helgi Fannar alltaf verið svona áhugasamur um sauðfjárbúskapinn? „Já, hann fæddist náttúrulega á Hvanneyri, því landbúnaðarsamfélagi, sem það er. Svo er þetta í öllum fjölskyldum í kringum hann, þannig að hann já, hefur alltaf verið svona svakalega duglegur,“ segir Jóhanna Bríet. Jóhanna Bríet Helgadóttir og Helgi Fannar í fjárhúsinu á Hrafnkelsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Krakkar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Það var gaman að koma í fjárhúsið á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi og sjá Helga Fannar að störfum í miðjum sauðburði að gefa kindunum og aðstoða foreldra sína í sauðburðinum. Yngri bróðir hans, Hákon Orri, sem er fjögurra ára er líka mjög liðtækur í fjárhúsinu og verður líklega líka sauðfjárbóndi eins og Helgi Fannar ætlar sér. „Sauðburðurinn hefur gengið vel hjá okkur, við erum með 320 fjár. Ég sé um að gefa á garðann, vatna, sópa ganginn og krærnar,“ segir Helgi Fannar aðspurður í búskapinn og helstu verkefni hans. Bræðurnir að gefa lömbum mjólk úr flöskum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Fannar segir að það sé best ef hver kind ber tveimur lömbum. „Já, út af því að ein rolla er með tvo spena“. Helgi segist vera harðákveðin í að verða sauðfjárbóndi þegar hann verður fullorðinn. Bræðurnir eru duglegir að gefa þeim lömbum sem þess þurfa mjólk úr pela. En þegar Helgi Fannar sest niður til að hvíla sig þá notar hann tækifærið og les hrútaskránna. Hákon Orri verður líklega líka bóndi, hann hefur allavega mikinn áhuga á dráttarvélum. Hann er fjögurra ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er sko beðið eftir Hrútaskránni á hverju ári og þegar hún kemur í hús þá er ekkert annað lesið. Það er Hrútaskráin öll kvöld og hann er með bókhald utan um hvernig hrút, þannig að það er mjög skemmtilegt að fylgjast með því,“ segir Jóhanna Bríet Helgadóttir, mamma Helga Fannars. En hefur Helgi Fannar alltaf verið svona áhugasamur um sauðfjárbúskapinn? „Já, hann fæddist náttúrulega á Hvanneyri, því landbúnaðarsamfélagi, sem það er. Svo er þetta í öllum fjölskyldum í kringum hann, þannig að hann já, hefur alltaf verið svona svakalega duglegur,“ segir Jóhanna Bríet. Jóhanna Bríet Helgadóttir og Helgi Fannar í fjárhúsinu á Hrafnkelsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Krakkar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira