Stefna á að klára varnargarðana á morgun Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. maí 2021 19:16 Reynt verður að koma í veg fyrir að mikilvægir innviðir eyðileggist. Vísir/Vilhelm Áfram er unnið að því að reisa garða til að varna því að hraunið úr Geldingadölum renni niður í Nátthaga og ógni þannig Suðurstrandarvegi. Stefnt er að því að ljúka verkinu fyrir lok dags á morgun. Stór jarðýta hófst í fyrrinótt handa við að ryðja upp varnargörðunum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli, með það að markmiði að reyna að hefta för hrauntungunnar niður í Nátthaga, þaðan sem leiðin er greið niður á Suðurstrandarveg með tilheyrandi tjóni á innviðum og röskun á samgöngum. Verktakar voru að fram á kvöld í gær og voru aftur mættir á staðinn snemma í morgun. „Verktakar hófu vinnu um klukkan átta í morgun og héldu áfram við vestur varnargarðinn, og náðu að klára hann í rétt um fjögurra metra hæð. Þannig að hann er nokkurn veginn tilbúinn, þessi fyrsti áfangi af þeim varnargarði,“ segir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís. Vestari garðurinn í Syðri Meradölum er tilbúinn og er um fjögurra metra hár. Austari garðurinn verður verður bæði lengri og hærri. „Þeir eru báðir jafn háir þannig að við byrjum á þessum fyrsta áfanga sem er fjögurra metra hár. En það er ekkert ólíklegt að við förum hærra, kannski sex eða átta metra.“ Ari telur að garðarnir eigi að duga til þess að varna því að hraunið renni úr nafnlausa dalnum svokallaða og niður í Nátthaga. „Það hefur sýnt sig að hraunið getur verið meira en átta metrar fyrir aftan svona varnargarða án þess að hann bresti. Það er hörð skel á hrauninu þegar það byrjar að kólna þannig að við erum að vinna með það núna að fara upp í átta metrar núna í þessari lotu.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Stór jarðýta hófst í fyrrinótt handa við að ryðja upp varnargörðunum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli, með það að markmiði að reyna að hefta för hrauntungunnar niður í Nátthaga, þaðan sem leiðin er greið niður á Suðurstrandarveg með tilheyrandi tjóni á innviðum og röskun á samgöngum. Verktakar voru að fram á kvöld í gær og voru aftur mættir á staðinn snemma í morgun. „Verktakar hófu vinnu um klukkan átta í morgun og héldu áfram við vestur varnargarðinn, og náðu að klára hann í rétt um fjögurra metra hæð. Þannig að hann er nokkurn veginn tilbúinn, þessi fyrsti áfangi af þeim varnargarði,“ segir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís. Vestari garðurinn í Syðri Meradölum er tilbúinn og er um fjögurra metra hár. Austari garðurinn verður verður bæði lengri og hærri. „Þeir eru báðir jafn háir þannig að við byrjum á þessum fyrsta áfanga sem er fjögurra metra hár. En það er ekkert ólíklegt að við förum hærra, kannski sex eða átta metra.“ Ari telur að garðarnir eigi að duga til þess að varna því að hraunið renni úr nafnlausa dalnum svokallaða og niður í Nátthaga. „Það hefur sýnt sig að hraunið getur verið meira en átta metrar fyrir aftan svona varnargarða án þess að hann bresti. Það er hörð skel á hrauninu þegar það byrjar að kólna þannig að við erum að vinna með það núna að fara upp í átta metrar núna í þessari lotu.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira