Stefna á að klára varnargarðana á morgun Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. maí 2021 19:16 Reynt verður að koma í veg fyrir að mikilvægir innviðir eyðileggist. Vísir/Vilhelm Áfram er unnið að því að reisa garða til að varna því að hraunið úr Geldingadölum renni niður í Nátthaga og ógni þannig Suðurstrandarvegi. Stefnt er að því að ljúka verkinu fyrir lok dags á morgun. Stór jarðýta hófst í fyrrinótt handa við að ryðja upp varnargörðunum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli, með það að markmiði að reyna að hefta för hrauntungunnar niður í Nátthaga, þaðan sem leiðin er greið niður á Suðurstrandarveg með tilheyrandi tjóni á innviðum og röskun á samgöngum. Verktakar voru að fram á kvöld í gær og voru aftur mættir á staðinn snemma í morgun. „Verktakar hófu vinnu um klukkan átta í morgun og héldu áfram við vestur varnargarðinn, og náðu að klára hann í rétt um fjögurra metra hæð. Þannig að hann er nokkurn veginn tilbúinn, þessi fyrsti áfangi af þeim varnargarði,“ segir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís. Vestari garðurinn í Syðri Meradölum er tilbúinn og er um fjögurra metra hár. Austari garðurinn verður verður bæði lengri og hærri. „Þeir eru báðir jafn háir þannig að við byrjum á þessum fyrsta áfanga sem er fjögurra metra hár. En það er ekkert ólíklegt að við förum hærra, kannski sex eða átta metra.“ Ari telur að garðarnir eigi að duga til þess að varna því að hraunið renni úr nafnlausa dalnum svokallaða og niður í Nátthaga. „Það hefur sýnt sig að hraunið getur verið meira en átta metrar fyrir aftan svona varnargarða án þess að hann bresti. Það er hörð skel á hrauninu þegar það byrjar að kólna þannig að við erum að vinna með það núna að fara upp í átta metrar núna í þessari lotu.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Stór jarðýta hófst í fyrrinótt handa við að ryðja upp varnargörðunum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli, með það að markmiði að reyna að hefta för hrauntungunnar niður í Nátthaga, þaðan sem leiðin er greið niður á Suðurstrandarveg með tilheyrandi tjóni á innviðum og röskun á samgöngum. Verktakar voru að fram á kvöld í gær og voru aftur mættir á staðinn snemma í morgun. „Verktakar hófu vinnu um klukkan átta í morgun og héldu áfram við vestur varnargarðinn, og náðu að klára hann í rétt um fjögurra metra hæð. Þannig að hann er nokkurn veginn tilbúinn, þessi fyrsti áfangi af þeim varnargarði,“ segir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís. Vestari garðurinn í Syðri Meradölum er tilbúinn og er um fjögurra metra hár. Austari garðurinn verður verður bæði lengri og hærri. „Þeir eru báðir jafn háir þannig að við byrjum á þessum fyrsta áfanga sem er fjögurra metra hár. En það er ekkert ólíklegt að við förum hærra, kannski sex eða átta metra.“ Ari telur að garðarnir eigi að duga til þess að varna því að hraunið renni úr nafnlausa dalnum svokallaða og niður í Nátthaga. „Það hefur sýnt sig að hraunið getur verið meira en átta metrar fyrir aftan svona varnargarða án þess að hann bresti. Það er hörð skel á hrauninu þegar það byrjar að kólna þannig að við erum að vinna með það núna að fara upp í átta metrar núna í þessari lotu.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira