Sósíalistaflokkurinn vill ofbeldiseftirlit Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 20:42 Sósíalistaflokkurinn kynnti sitt þriðja loforð til kjósenda í dag. Sósíalistaflokkurinn Sósíalistaflokkurinn samþykkti í dag á sameiginlegum fundi framkvæmda- og málefnastjórna flokksins að leggja til svokallað ofbeldiseftirlit, sem yrði eitt af stefnumálum flokksins í kosningum til Alþingis í haust. Eftirlitið myndi rannsaka vinnustaði, skóla og opinbera staði og hafa heimildir til þess að svipta staði starfsleyfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum í dag þar sem segir að opinberra aðgerða sé þörf eftir áratuga og aldalanga baráttu kvenna fyrir „viðurkenningu samfélagsins og stjórnvalda á kynbundnu ofbeldi og áreitni,“ líkt og segir í tilkynningunni. Tími vakningar sé liðinn og staðreyndir liggi fyrir. Eftirlitið myndi rannsaka mál eftir ábendingum eða að eigin frumkvæði og beita sér sérstaklega að stöðum þar sem valdaójafnvægi er mikið; „vegna tekjumunar, aldursmunar eða ólíks uppruna, stöðu eða valds.“ Vilja sérhæfða ákærustofnun Í tillögunni felst einnig að sett verði á laggirnar sjálfstæð lögreglu- og ákærustofnun og að brotaþolar fái gjafsókn til að reka einkamál gegn brotamönnum. Stofnunin myndi sérhæfa sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála, þróa rannsóknaraðferðir sem henti brotaþolum og styrkja málarekstur fyrir dómstólum. Flokkurinn vill einnig að brotaþolum verði tryggð meðferð við áföllum og þeir fái greiddar sanngirnis- og miskabætur úr opinberum sjóðum. „Alvarlegustu ofbeldisverkin eiga sér stað innan heimila og þar býr fólk við mest langvarandi og alvarlegasta ofbeldið. Viðbrögð stjórnvalda við heimilisofbeldi þarf að vera í takt við alvarleika þess og algengi. Brotamenn skulu ætíð fjarlægðir af heimilum og skulu brotaþolar varðir fyrir brotamönnum. Rekið skal heimili fyrir brotamenn sem ekki sæta fangelsisvist eða gæsluvarðhaldi,“ segir í tilkynningunni. Séu börn á heimilum þar sem tilkynnt er um ofbeldi myndu fulltrúar eftirlitsins mæta á vettvang ásamt barnaverndaryfirvöldum og viðbragðs- og rannsóknarlögreglu. Fulltrúarnir myndu einnig gæta hagsmuna brotaþola við rannsókn mála, opinbera meðferð og eftirmála þeirra. Yfirmenn opinberra stofnanna ljúki námskeiði um ofbeldi Sósíalistaflokkurinn vill einnig efna til námskeiða fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana og þá sem vinna við persónulega aðstoð fólks sem býr við fötlun, líkamlega eða andlega, eða getuskerðingu af einhverju tagi. Fræðslunni yrði ætlað að koma í veg fyrir ofbeldi af hendi umönnunaraðila og hvernig best sé að þekkja einkenni þess og bregðast við. „Einnig verði gerð sú krafa að yfirmenn í opinberum stofnunum hafi lokið námskeiðum um ofbeldi og sömu kröfur verði gerðar til allra einkafyrirtækja í viðskiptum við ríki og sveitarfélög.“ Í tilkynningu flokksins er einnig boðað þróun námsefnis um kynjafræði, kynferðisofbeldi og annað ofbeldi fyrir alla árganga leik-, grunn- og framhaldsskóla. Fræðsluefni yrði einnig gert aðgengilegt almenningi. „Kynbundið ofbeldi er alvarlegt mein í samfélaginu sem veldur stórkostlegum persónulegum skaða, dregur úr virkni fólks og veldur útbreiddu óöryggi í samfélaginu. Það er því til mikils að vinna að draga sem mest úr þessum faraldri. Það er mikilvægt að auka vitund allra um líkamlegar og andlegar afleiðingar ofbeldis og jafnframt að byggja upp stofnanir og úrræði til að fást við þær.“ Sósíalistaflokkurinn MeToo Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum í dag þar sem segir að opinberra aðgerða sé þörf eftir áratuga og aldalanga baráttu kvenna fyrir „viðurkenningu samfélagsins og stjórnvalda á kynbundnu ofbeldi og áreitni,“ líkt og segir í tilkynningunni. Tími vakningar sé liðinn og staðreyndir liggi fyrir. Eftirlitið myndi rannsaka mál eftir ábendingum eða að eigin frumkvæði og beita sér sérstaklega að stöðum þar sem valdaójafnvægi er mikið; „vegna tekjumunar, aldursmunar eða ólíks uppruna, stöðu eða valds.“ Vilja sérhæfða ákærustofnun Í tillögunni felst einnig að sett verði á laggirnar sjálfstæð lögreglu- og ákærustofnun og að brotaþolar fái gjafsókn til að reka einkamál gegn brotamönnum. Stofnunin myndi sérhæfa sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála, þróa rannsóknaraðferðir sem henti brotaþolum og styrkja málarekstur fyrir dómstólum. Flokkurinn vill einnig að brotaþolum verði tryggð meðferð við áföllum og þeir fái greiddar sanngirnis- og miskabætur úr opinberum sjóðum. „Alvarlegustu ofbeldisverkin eiga sér stað innan heimila og þar býr fólk við mest langvarandi og alvarlegasta ofbeldið. Viðbrögð stjórnvalda við heimilisofbeldi þarf að vera í takt við alvarleika þess og algengi. Brotamenn skulu ætíð fjarlægðir af heimilum og skulu brotaþolar varðir fyrir brotamönnum. Rekið skal heimili fyrir brotamenn sem ekki sæta fangelsisvist eða gæsluvarðhaldi,“ segir í tilkynningunni. Séu börn á heimilum þar sem tilkynnt er um ofbeldi myndu fulltrúar eftirlitsins mæta á vettvang ásamt barnaverndaryfirvöldum og viðbragðs- og rannsóknarlögreglu. Fulltrúarnir myndu einnig gæta hagsmuna brotaþola við rannsókn mála, opinbera meðferð og eftirmála þeirra. Yfirmenn opinberra stofnanna ljúki námskeiði um ofbeldi Sósíalistaflokkurinn vill einnig efna til námskeiða fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana og þá sem vinna við persónulega aðstoð fólks sem býr við fötlun, líkamlega eða andlega, eða getuskerðingu af einhverju tagi. Fræðslunni yrði ætlað að koma í veg fyrir ofbeldi af hendi umönnunaraðila og hvernig best sé að þekkja einkenni þess og bregðast við. „Einnig verði gerð sú krafa að yfirmenn í opinberum stofnunum hafi lokið námskeiðum um ofbeldi og sömu kröfur verði gerðar til allra einkafyrirtækja í viðskiptum við ríki og sveitarfélög.“ Í tilkynningu flokksins er einnig boðað þróun námsefnis um kynjafræði, kynferðisofbeldi og annað ofbeldi fyrir alla árganga leik-, grunn- og framhaldsskóla. Fræðsluefni yrði einnig gert aðgengilegt almenningi. „Kynbundið ofbeldi er alvarlegt mein í samfélaginu sem veldur stórkostlegum persónulegum skaða, dregur úr virkni fólks og veldur útbreiddu óöryggi í samfélaginu. Það er því til mikils að vinna að draga sem mest úr þessum faraldri. Það er mikilvægt að auka vitund allra um líkamlegar og andlegar afleiðingar ofbeldis og jafnframt að byggja upp stofnanir og úrræði til að fást við þær.“
Sósíalistaflokkurinn MeToo Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira