Patrik ekki tapað leik og með tveimur liðum upp í einu: „Búið að ganga vonum framar“ Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2021 15:30 Patrik Sigurður Gunnarsson vel á verði í marki Silkeborgar. silkeborgif.com Patrik Sigurður Gunnarsson hefur átt algjört draumatímabil í Danmörku í vetur – ekki tapað leik og komið tveimur liðum upp í efstu deild. Hann bíður þess nú spenntur að sjá hvort að lið hans Brentford komist upp í ensku úrvalsdeildina. Þrátt fyrir að spila í Danmörku er Patrik nefnilega leikmaður enska félagsins Brentford. Þessi tvítugi U21-landsliðsmarkvörður, EM-fari og uppaldi Bliki, fór að láni til Viborg í september og var þar fram til áramóta. Í febrúar sneri hann svo aftur til Danmerkur en þá til Silkeborg sem vantaði markvörð. Liðin tapað sjö leikjum en Patrik engum Silkeborg og Viborg hafa nú tryggt sér efstu tvö sæti dönsku 1. deildarinnar og Patrik ekki tapað einum einasta leik með liðunum, sem samtals hafa þó tapað sjö leikjum. „Það er frábært að vera búinn að ná þessu, auðvitað fyrst og fremst að komast upp með Silkeborg en líka að sjá gamla liðið mitt fara upp sömuleiðis. Þetta er skemmtilegt afrek og gaman að hafa verið hluti af þessu hjá báðum liðum,“ segir Patrik. „Þetta er búið að ganga vonum framar. Mér gekk virkilega vel hjá Viborg og skildi við liðið í toppsætinu. Síðan hefur gengið enn betur með Silkeborg og það er vonandi að maður geti klárað síðustu fjóra leikina eins vel. Ég held að ég sé örugglega sá eini í deildinni sem hefur ekki tapað og vonandi getur maður haldið það út, en við eigum erfiðan leik gegn Viborg á morgun. Vonandi vinnum við þann leik og tökum toppsætið af þeim,“ segir Patrik en Viborg er einu stigi á undan Silkeborg þegar fjórar umferðir eru eftir. Patrik er leikmaður Brentford en fór að láni til Danmerkur í vetur. Hann hefur spilað einn leik í næstefstu deild Englands, fyrir Brentford, og gerði það 18 ára gamall.Getty/Ker Robertson „Ágætlega mikið að gera“ Auk þess að hafa ekki tapað leik í vetur þá hefur Patrik haldið marki sínu hreinu í 14 af 24 deildarleikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Þar af hefur hann haldið markinu hreinu í 10 af 12 deildarleikjum með Silkeborg og átt ríkan þátt í félagsmeti. Patrik segir að það sé ekki vegna þess að það sé svo lítið að gera hjá sér: „Ég hef verið að leika mér að því að skoða tölfræðina og ég er alls ekki að fá mikið færri skot á mig en aðrir markverðir í deildinni. Það hefur verið ágætlega mikið að gera, sérstaklega eftir að deildinni var skipt upp, og ég hef fengið fleiri tækifæri til að hjálpa liðinu og sýna hvað ég get,“ segir Patrik. View this post on Instagram A post shared by Silkeborg IF (@silkeborgif_officiel) Talið berst að Brentford sem hafnaði í 3. sæti ensku B-deildarinnar og er því á leið í fjögurra liða umspil um síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni. Eins og staðan er núna þá snýr Patrik aftur til Brentford í sumar þegar lánssamningur hans hjá Silkeborg rennur út: „Ég horfi á alla leiki félaga minna í Brentford sem ég get og það verður gaman að sjá hvað þeir gera í umspilinu. Ég hef trú á því að þeir komist upp í úrvalsdeildina. Þeir hafa alla vega hópinn í það og hafa staðið sig mjög vel undanfarið. Það væri virkilega gaman ef að Brentford kæmist í efstu deild,“ segir Patrik. En verður hann í leikmannahópi Brentford á næstu leiktíð? Veltur á því hvort að Brentford fer í úrvalsdeildina „Þetta veltur allt á því hvort að Brentford fer upp eða ekki. Ég geri ráð fyrir því að félagið vilji fá mig til baka þegar tímabilinu lýkur, setjast niður og fara yfir stöðuna. Það fer eftir því hvort liðið fer upp hvert hlutverk mitt verður á næsta tímabili,“ segir Patrik og veitir pólitískt svar um það hvort hann sé nálægt sæti í liði Brentford: „Á meðan að ég stend mig vel þá styttist þetta alltaf og styttist. Ég verð bara að halda áfram að gera eins vel og ég get. Ég er leikmaður Brentford og það er alltaf markmiðið að brjótast almennilega inn í liðið og spila reglulega þar. Ég hef klárlega aukið líkurnar á því með því að koma hingað til Danmerkur og spila svona vel,“ segir Patrik. Patrik átti stóran þátt í að koma Íslandi á EM U21-landsliða.Getty/Harry Murphy Klár þegar kallið í A-landsliðið kemur Patrik varði eins og fyrr segir mark Íslands á EM U21-landsliða í mars. Það styttist eflaust í það að hans gamli þjálfari í U21-liðinu, Arnar Þór Viðarsson, velji Patrik í A-landsliðið og spurning hvort það verði strax í þessum mánuði, fyrir vináttulandsleikina við Mexíkó, Færeyjar og Pólland. Arnar valdi þó aðra frekar í fyrsta verkefni sitt með A-landsliðinu, í undankeppni HM á sama tíma og EM U21 fór fram: „Ég talaði ekkert við Adda í mars og fannst bara augljóst að það væri best fyrir mig að klára þetta mót með U21-landsliðinu. Ég spilaði alla nema einn leik í undankeppninni og átti stóran þátt í því að liðið komst á EM, og vildi spila með liðinu á stórmóti. En ég veit það sjálfur að ég verð klár þegar kallið kemur frá A-landsliðinu og ég vona svo innilega að það komi fljótlega.“ Danski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Lærði helling af pabbanum en er aðeins rólegri í skapinu en hann Um æðar Patriks Sigurðar Gunnarssonar rennur markvarðablóð en faðir hans stóð milli stanganna hjá liðum á borð við ÍBV, Fram og FH á árum áður. 11. mars 2021 11:00 Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Þrátt fyrir að spila í Danmörku er Patrik nefnilega leikmaður enska félagsins Brentford. Þessi tvítugi U21-landsliðsmarkvörður, EM-fari og uppaldi Bliki, fór að láni til Viborg í september og var þar fram til áramóta. Í febrúar sneri hann svo aftur til Danmerkur en þá til Silkeborg sem vantaði markvörð. Liðin tapað sjö leikjum en Patrik engum Silkeborg og Viborg hafa nú tryggt sér efstu tvö sæti dönsku 1. deildarinnar og Patrik ekki tapað einum einasta leik með liðunum, sem samtals hafa þó tapað sjö leikjum. „Það er frábært að vera búinn að ná þessu, auðvitað fyrst og fremst að komast upp með Silkeborg en líka að sjá gamla liðið mitt fara upp sömuleiðis. Þetta er skemmtilegt afrek og gaman að hafa verið hluti af þessu hjá báðum liðum,“ segir Patrik. „Þetta er búið að ganga vonum framar. Mér gekk virkilega vel hjá Viborg og skildi við liðið í toppsætinu. Síðan hefur gengið enn betur með Silkeborg og það er vonandi að maður geti klárað síðustu fjóra leikina eins vel. Ég held að ég sé örugglega sá eini í deildinni sem hefur ekki tapað og vonandi getur maður haldið það út, en við eigum erfiðan leik gegn Viborg á morgun. Vonandi vinnum við þann leik og tökum toppsætið af þeim,“ segir Patrik en Viborg er einu stigi á undan Silkeborg þegar fjórar umferðir eru eftir. Patrik er leikmaður Brentford en fór að láni til Danmerkur í vetur. Hann hefur spilað einn leik í næstefstu deild Englands, fyrir Brentford, og gerði það 18 ára gamall.Getty/Ker Robertson „Ágætlega mikið að gera“ Auk þess að hafa ekki tapað leik í vetur þá hefur Patrik haldið marki sínu hreinu í 14 af 24 deildarleikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Þar af hefur hann haldið markinu hreinu í 10 af 12 deildarleikjum með Silkeborg og átt ríkan þátt í félagsmeti. Patrik segir að það sé ekki vegna þess að það sé svo lítið að gera hjá sér: „Ég hef verið að leika mér að því að skoða tölfræðina og ég er alls ekki að fá mikið færri skot á mig en aðrir markverðir í deildinni. Það hefur verið ágætlega mikið að gera, sérstaklega eftir að deildinni var skipt upp, og ég hef fengið fleiri tækifæri til að hjálpa liðinu og sýna hvað ég get,“ segir Patrik. View this post on Instagram A post shared by Silkeborg IF (@silkeborgif_officiel) Talið berst að Brentford sem hafnaði í 3. sæti ensku B-deildarinnar og er því á leið í fjögurra liða umspil um síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni. Eins og staðan er núna þá snýr Patrik aftur til Brentford í sumar þegar lánssamningur hans hjá Silkeborg rennur út: „Ég horfi á alla leiki félaga minna í Brentford sem ég get og það verður gaman að sjá hvað þeir gera í umspilinu. Ég hef trú á því að þeir komist upp í úrvalsdeildina. Þeir hafa alla vega hópinn í það og hafa staðið sig mjög vel undanfarið. Það væri virkilega gaman ef að Brentford kæmist í efstu deild,“ segir Patrik. En verður hann í leikmannahópi Brentford á næstu leiktíð? Veltur á því hvort að Brentford fer í úrvalsdeildina „Þetta veltur allt á því hvort að Brentford fer upp eða ekki. Ég geri ráð fyrir því að félagið vilji fá mig til baka þegar tímabilinu lýkur, setjast niður og fara yfir stöðuna. Það fer eftir því hvort liðið fer upp hvert hlutverk mitt verður á næsta tímabili,“ segir Patrik og veitir pólitískt svar um það hvort hann sé nálægt sæti í liði Brentford: „Á meðan að ég stend mig vel þá styttist þetta alltaf og styttist. Ég verð bara að halda áfram að gera eins vel og ég get. Ég er leikmaður Brentford og það er alltaf markmiðið að brjótast almennilega inn í liðið og spila reglulega þar. Ég hef klárlega aukið líkurnar á því með því að koma hingað til Danmerkur og spila svona vel,“ segir Patrik. Patrik átti stóran þátt í að koma Íslandi á EM U21-landsliða.Getty/Harry Murphy Klár þegar kallið í A-landsliðið kemur Patrik varði eins og fyrr segir mark Íslands á EM U21-landsliða í mars. Það styttist eflaust í það að hans gamli þjálfari í U21-liðinu, Arnar Þór Viðarsson, velji Patrik í A-landsliðið og spurning hvort það verði strax í þessum mánuði, fyrir vináttulandsleikina við Mexíkó, Færeyjar og Pólland. Arnar valdi þó aðra frekar í fyrsta verkefni sitt með A-landsliðinu, í undankeppni HM á sama tíma og EM U21 fór fram: „Ég talaði ekkert við Adda í mars og fannst bara augljóst að það væri best fyrir mig að klára þetta mót með U21-landsliðinu. Ég spilaði alla nema einn leik í undankeppninni og átti stóran þátt í því að liðið komst á EM, og vildi spila með liðinu á stórmóti. En ég veit það sjálfur að ég verð klár þegar kallið kemur frá A-landsliðinu og ég vona svo innilega að það komi fljótlega.“
Danski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Lærði helling af pabbanum en er aðeins rólegri í skapinu en hann Um æðar Patriks Sigurðar Gunnarssonar rennur markvarðablóð en faðir hans stóð milli stanganna hjá liðum á borð við ÍBV, Fram og FH á árum áður. 11. mars 2021 11:00 Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Lærði helling af pabbanum en er aðeins rólegri í skapinu en hann Um æðar Patriks Sigurðar Gunnarssonar rennur markvarðablóð en faðir hans stóð milli stanganna hjá liðum á borð við ÍBV, Fram og FH á árum áður. 11. mars 2021 11:00