Leikmenn ÍR eru ekki nógu góðir til að spila í efstu deild Andri Már Eggertsson skrifar 30. apríl 2021 22:00 Kristinn var ósáttur með hversu lítið sínir menn lögðu á sig. Vísir/Elín ÍR féll endanlega úr Olís deildinni í kvöld eftir 26 - 32 tap á móti Gróttu. Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR var afar svekktur með liðið sitt eftir tap kvöldsins. „Þó við föllum tölfræðilega í kvöld, þá vorum við löngu fallnir úr deildinni og því eru tilfinningarnar mínar ekkert öðruvísi eftir þennan leik. Það er fínt að við séum endanlega fallnir því það er enginn í mínu liði sem er nógu góður til að spila í Olís deildinni," sagði Kristinn eftir leik. ÍR átti góðan fyrri hálfleik og lék liðið afar vel um miðjan fyrri hálfleik þar sem þeir komust mest 12 - 9 yfir. „Á þessum kafla spiluðum við eins og menn, við þorðum að fara í aðgerðir. Við fáum síðan á okkur 3 - 0 kafla rétt fyrir hálfleik sem við fylgdum eftir með ömurlegum seinni hálfleik, þar sem við einfaldlega þorðum ekki," sagði Kristinn og bætti við að léleg skot ÍR kveiktu í Stefáni markverði Gróttu. Kristinn Björgúlfsson tók leikhlé þegar tæplega 10 mínútur voru eftir af leiknum þar sem hann lét það vel í sér heyra að flestir íbúar Breiðholts hafa eflaust heyrt öskrin í honum. „Ég hef engann áhuga á því að vera alltaf að tapa leikjum, ég legg á mig hellings vinnu fyrir þetta lið dag og nótt en fæ aldrei neitt greitt fyrir það." Kristinn sagði að munurinn á ÍR og Gróttu væri að leikmenn Gróttu hafa lagt talsvert meira á sig en hans menn sem skilur liðin að. „Leikmenn ÍR leggja ekki nægilega mikið á sig, ástæðan fyrir því að Grótta eru með öll sín stig er vegna þess að þeir eru duglegir og vinnusamir sem er vel gert hjá þeim." „Það er bæði innan sem utan vallar sem mitt lið er ekki að leggja næginlega mikið á sig, þetta helst allt í hendur. Ég hef oft talað um að við klikkum mikið á dauðafærum, það er hægt að rétt ýminda sér hvernig færa nýtingin er á æfingum hjá okkur," sagði Kristinn að lokum og bætti við að ÍR er bara Grill lið. ÍR Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
„Þó við föllum tölfræðilega í kvöld, þá vorum við löngu fallnir úr deildinni og því eru tilfinningarnar mínar ekkert öðruvísi eftir þennan leik. Það er fínt að við séum endanlega fallnir því það er enginn í mínu liði sem er nógu góður til að spila í Olís deildinni," sagði Kristinn eftir leik. ÍR átti góðan fyrri hálfleik og lék liðið afar vel um miðjan fyrri hálfleik þar sem þeir komust mest 12 - 9 yfir. „Á þessum kafla spiluðum við eins og menn, við þorðum að fara í aðgerðir. Við fáum síðan á okkur 3 - 0 kafla rétt fyrir hálfleik sem við fylgdum eftir með ömurlegum seinni hálfleik, þar sem við einfaldlega þorðum ekki," sagði Kristinn og bætti við að léleg skot ÍR kveiktu í Stefáni markverði Gróttu. Kristinn Björgúlfsson tók leikhlé þegar tæplega 10 mínútur voru eftir af leiknum þar sem hann lét það vel í sér heyra að flestir íbúar Breiðholts hafa eflaust heyrt öskrin í honum. „Ég hef engann áhuga á því að vera alltaf að tapa leikjum, ég legg á mig hellings vinnu fyrir þetta lið dag og nótt en fæ aldrei neitt greitt fyrir það." Kristinn sagði að munurinn á ÍR og Gróttu væri að leikmenn Gróttu hafa lagt talsvert meira á sig en hans menn sem skilur liðin að. „Leikmenn ÍR leggja ekki nægilega mikið á sig, ástæðan fyrir því að Grótta eru með öll sín stig er vegna þess að þeir eru duglegir og vinnusamir sem er vel gert hjá þeim." „Það er bæði innan sem utan vallar sem mitt lið er ekki að leggja næginlega mikið á sig, þetta helst allt í hendur. Ég hef oft talað um að við klikkum mikið á dauðafærum, það er hægt að rétt ýminda sér hvernig færa nýtingin er á æfingum hjá okkur," sagði Kristinn að lokum og bætti við að ÍR er bara Grill lið.
ÍR Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira