Fimm milljarða baðlón á Kársnesi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2021 19:09 Sky Lagoon opnar á Kársnesi í Kópavogi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fimm milljarða króna baðlón verður opnað á Kársnesi á morgun. Framkvæmdastjóri segir þetta stærstu fjárfestingu í afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu hingað til. Lónið sem nefnist Sky lagoon stendur yst á Kársnesi. Mikið hefur verið lagt í verkið og svokallaðar klömbruhleðslur prýða bygginguna. Framkvæmdin hófst í byrjun síðasta árs og er metin á um fimm milljarða króna. Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky lagoon.vísir/Egill „Og þar með stærsta fjárfesting í afþreyingarupplifun á höfuðborgarsvæðinu, þannig að við erum mjög spennt fyrir framtíðinni,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky lagoon, en fyrirtækið Nature Resort stendur að baki framkvæmdinni auk erlendra fjárfesta. Klettar umvefja lónið og þegar komið er út úr helli við innganginn blasir við laug með sjávarútsýni. „Þetta er mjög flókin framkvæmd. Hér er 3.200 fermetra bygging og þar með talið 600 fermetra tæknirými, þannig þetta er mjög flókið en er búið að ganga vel og það eru margir sem hafa þurft að koma að þessu til þess að þetta gangi allt saman upp.“ Þarna má sjá kaldan pott sem gestum er beint í áður en þeir fara í gufu.vísir/Vilhelm Ýmsar nýjungar eru í heilsulind lónsins. Regndropar falla á gesti í einu rýminu og í gufubaðinu er víst stærsta rúða landsins sem vegur um 2,2 tonn. Verðið í lónið er á bilinu um sex til tíu þúsund krónur á tilboði. Hvað skýrir þetta verð? „Framkvæmdin og fjárfestingarkostnaður gerir það. Og það er mikill kostnaður á bak við það að búa þetta allt saman til, en við ætlum að gera vel í þjónustu og öðru,“ segir Dagný. Í lóninu er bar þar sem þyrstir gestir geta nælt sér í drykki.vísir/Vilhelm Starfsmenn eru þegar orðnir sextíu en gert er ráð fyrir að þeir verði 110 þegar starfsemin eykst með ferðamannastraumi. Hún segist bjarstýn þrátt fyrir opnun í miðjum heimsfaraldri. „Við erum að vonast til þess að það séu bjartir dagar framundan. Við ætlum bara að fara rólega af stað og erum fegin að gera það næstu tvo mánuði eða svo og bjóða heimamenn bara velkomna,“ segir Dagný. Sundlaugar Kópavogur Sky Lagoon Tengdar fréttir Svona var klömbruhleðsla notuð til að gera aðstöðu baðlónsins í Kársnesi Baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi verður opnað á föstudag en baðlónið á að skapa 110 ný störf. 28. apríl 2021 12:31 Baðlónið á Kársnesi komið með nafn Baðlón sem nú rís á Kársnesi í Kópavogi og hefur fengið nafnið Sky Lagoon. Áætlað er að lónið verði opnað á vordögum 2021. 11. júní 2020 08:08 Svona er aðstaðan í Sky lagoon baðlóninu á Kársnesi Á morgun opnar nýtt baðlón á höfuðborgarsvæðinu og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis kíkti við þar í dag og myndaði aðstöðuna. 29. apríl 2021 19:17 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Lónið sem nefnist Sky lagoon stendur yst á Kársnesi. Mikið hefur verið lagt í verkið og svokallaðar klömbruhleðslur prýða bygginguna. Framkvæmdin hófst í byrjun síðasta árs og er metin á um fimm milljarða króna. Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky lagoon.vísir/Egill „Og þar með stærsta fjárfesting í afþreyingarupplifun á höfuðborgarsvæðinu, þannig að við erum mjög spennt fyrir framtíðinni,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky lagoon, en fyrirtækið Nature Resort stendur að baki framkvæmdinni auk erlendra fjárfesta. Klettar umvefja lónið og þegar komið er út úr helli við innganginn blasir við laug með sjávarútsýni. „Þetta er mjög flókin framkvæmd. Hér er 3.200 fermetra bygging og þar með talið 600 fermetra tæknirými, þannig þetta er mjög flókið en er búið að ganga vel og það eru margir sem hafa þurft að koma að þessu til þess að þetta gangi allt saman upp.“ Þarna má sjá kaldan pott sem gestum er beint í áður en þeir fara í gufu.vísir/Vilhelm Ýmsar nýjungar eru í heilsulind lónsins. Regndropar falla á gesti í einu rýminu og í gufubaðinu er víst stærsta rúða landsins sem vegur um 2,2 tonn. Verðið í lónið er á bilinu um sex til tíu þúsund krónur á tilboði. Hvað skýrir þetta verð? „Framkvæmdin og fjárfestingarkostnaður gerir það. Og það er mikill kostnaður á bak við það að búa þetta allt saman til, en við ætlum að gera vel í þjónustu og öðru,“ segir Dagný. Í lóninu er bar þar sem þyrstir gestir geta nælt sér í drykki.vísir/Vilhelm Starfsmenn eru þegar orðnir sextíu en gert er ráð fyrir að þeir verði 110 þegar starfsemin eykst með ferðamannastraumi. Hún segist bjarstýn þrátt fyrir opnun í miðjum heimsfaraldri. „Við erum að vonast til þess að það séu bjartir dagar framundan. Við ætlum bara að fara rólega af stað og erum fegin að gera það næstu tvo mánuði eða svo og bjóða heimamenn bara velkomna,“ segir Dagný.
Sundlaugar Kópavogur Sky Lagoon Tengdar fréttir Svona var klömbruhleðsla notuð til að gera aðstöðu baðlónsins í Kársnesi Baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi verður opnað á föstudag en baðlónið á að skapa 110 ný störf. 28. apríl 2021 12:31 Baðlónið á Kársnesi komið með nafn Baðlón sem nú rís á Kársnesi í Kópavogi og hefur fengið nafnið Sky Lagoon. Áætlað er að lónið verði opnað á vordögum 2021. 11. júní 2020 08:08 Svona er aðstaðan í Sky lagoon baðlóninu á Kársnesi Á morgun opnar nýtt baðlón á höfuðborgarsvæðinu og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis kíkti við þar í dag og myndaði aðstöðuna. 29. apríl 2021 19:17 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Svona var klömbruhleðsla notuð til að gera aðstöðu baðlónsins í Kársnesi Baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi verður opnað á föstudag en baðlónið á að skapa 110 ný störf. 28. apríl 2021 12:31
Baðlónið á Kársnesi komið með nafn Baðlón sem nú rís á Kársnesi í Kópavogi og hefur fengið nafnið Sky Lagoon. Áætlað er að lónið verði opnað á vordögum 2021. 11. júní 2020 08:08
Svona er aðstaðan í Sky lagoon baðlóninu á Kársnesi Á morgun opnar nýtt baðlón á höfuðborgarsvæðinu og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis kíkti við þar í dag og myndaði aðstöðuna. 29. apríl 2021 19:17
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels