Gary Neville: Guardiola gæti vel verið sá besti í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2021 14:30 Pep Guardiola hefur unnið níu titla með Manchester City frá því að hann kom til félagsins árið 2016. EPA-EFE/ANDY RAIN Knattspyrnusérfræðingurinn og Manchester United goðsögnin Gary Neville talar afar vel um Pep Guardiola og Manchester City í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. Manchester City vann enn einn titilinn undir stjórn Pep Guardiola um helgina þegar City vann enska deildabikarinn fjórða árið í röð eftir 1-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik. „Pep Guardiola er með magnaðan árangur í bikarkeppnum. Lið hans hafa unnið fjórtán af fimmtán úrslitaleikjum sem er algjörlega út úr þessum heimi. Þeir eru að ná þessu með því að spila magnaðan fótbolta,“ sagði Gary Neville sem nú starfar hjá Sky Sports en reyndi á sínum tíma fyrir sér sem knattspyrnustjóri Valencia. Is Pep Guardiola the greatest manager of all time? Gary Neville has had his say pic.twitter.com/HL8dIuTXxA— Soccer AM (@SoccerAM) April 26, 2021 Gary Neville spilaði allan sinn feril undir stjórn Sir Alex Ferguson sem margir telja vera besta knattspyrnustjóra allra tíma. Orð Neville um Pep Guardiola í þættinum vöktu því nokkra athygli. „Ég held að Manchester City gæti verið með besta knattspyrnustjóra allra tíma þegar við munum horfa aftur eftir tíu, fimmtán eða tuttugu ár. Hvernig hann hefur farið til annarra landa og búið til yfirburðarlið en um leið haft mikil áhrif á aðra. Ég held að við höfum aldrei séð svona áður,“ sagði Neville. Manchester City mætir Paris Saint Germain í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar en það er einmitt eini titilinn sem Guardiola á eftir að vinna sem knattspyrnustjóri Manchester City. „Sá stóri er Meistaradeildarbikarinn og þetta verða tvær stórar vikur með þessum leikjum á móti PSG. Ef þeir ná að vinna það einvígi þá eiga þeir frábæra möguleika á því að vinna loksins Meistaradeildina,“ sagði Neville. "We'll look back in 20 years' time... just the way he infiltrated countries, dominated football but also influenced others... I don't think I've ever seen it." Gary Neville believes Guardiola could be the greatest manager of all time. https://t.co/Epe9Xkj4F2— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2021 Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Manchester City vann enn einn titilinn undir stjórn Pep Guardiola um helgina þegar City vann enska deildabikarinn fjórða árið í röð eftir 1-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik. „Pep Guardiola er með magnaðan árangur í bikarkeppnum. Lið hans hafa unnið fjórtán af fimmtán úrslitaleikjum sem er algjörlega út úr þessum heimi. Þeir eru að ná þessu með því að spila magnaðan fótbolta,“ sagði Gary Neville sem nú starfar hjá Sky Sports en reyndi á sínum tíma fyrir sér sem knattspyrnustjóri Valencia. Is Pep Guardiola the greatest manager of all time? Gary Neville has had his say pic.twitter.com/HL8dIuTXxA— Soccer AM (@SoccerAM) April 26, 2021 Gary Neville spilaði allan sinn feril undir stjórn Sir Alex Ferguson sem margir telja vera besta knattspyrnustjóra allra tíma. Orð Neville um Pep Guardiola í þættinum vöktu því nokkra athygli. „Ég held að Manchester City gæti verið með besta knattspyrnustjóra allra tíma þegar við munum horfa aftur eftir tíu, fimmtán eða tuttugu ár. Hvernig hann hefur farið til annarra landa og búið til yfirburðarlið en um leið haft mikil áhrif á aðra. Ég held að við höfum aldrei séð svona áður,“ sagði Neville. Manchester City mætir Paris Saint Germain í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar en það er einmitt eini titilinn sem Guardiola á eftir að vinna sem knattspyrnustjóri Manchester City. „Sá stóri er Meistaradeildarbikarinn og þetta verða tvær stórar vikur með þessum leikjum á móti PSG. Ef þeir ná að vinna það einvígi þá eiga þeir frábæra möguleika á því að vinna loksins Meistaradeildina,“ sagði Neville. "We'll look back in 20 years' time... just the way he infiltrated countries, dominated football but also influenced others... I don't think I've ever seen it." Gary Neville believes Guardiola could be the greatest manager of all time. https://t.co/Epe9Xkj4F2— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2021
Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira