Fyrstu bleikjurnar að veiðast við Þingvallavatn Karl Lúðvíksson skrifar 27. apríl 2021 09:34 Bleikjan er farin að stökkva á flugur veiðimanna við Þingvallavatn Mynd: KL Veiði er hafin í Þingvallavatni og fyrstu fréttirnar af bleikjuveiði eru þegar farnar að berast sem vonandi veit á gott fyrir sumarið. Það hefur ekki verið mjög fjölmennt við vatnið en í gær var þó nokkur hópur á víð og dreif um þjóðgarðinn enda frábært veður til veiða. Þeir sem voru að fá bleikjur voru flestir að fá nokkuð vænan fisk eða 2-3 punda bleikjur sem voru vel haldnar, þykkar og bústnar. Mestu veiðina höfum við heyrt af Lambhaga en einnig af Öfugsnáða og Nautatöngum. Það er kannski ekki mikið magn sem veiðimenn eru að fá en það er óneitanlega gaman að fara upp að Þingvallavatni og veiða þó ekki sé nema fyrir eina, tvær já eða þrjár bleikjur. Á þessum tíma er líka hægt að fá stóru urriðana í þjóðgarðinum en þeir sem ætla sér að eltast við þá er ráðlagt að veiða alveg fram að miðnætti. Þeir eru mest á ferli í kvöldhúminu og koma oft ansi nálægt landi. Í gær mátti til dæmis sjá boðaföll eftir stórann urriða við Pallinn þar sem einn slíkur var greinilega að eltast við litlar bleikjur. Mögnuð sjón. Stangveiði Mest lesið Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði
Það hefur ekki verið mjög fjölmennt við vatnið en í gær var þó nokkur hópur á víð og dreif um þjóðgarðinn enda frábært veður til veiða. Þeir sem voru að fá bleikjur voru flestir að fá nokkuð vænan fisk eða 2-3 punda bleikjur sem voru vel haldnar, þykkar og bústnar. Mestu veiðina höfum við heyrt af Lambhaga en einnig af Öfugsnáða og Nautatöngum. Það er kannski ekki mikið magn sem veiðimenn eru að fá en það er óneitanlega gaman að fara upp að Þingvallavatni og veiða þó ekki sé nema fyrir eina, tvær já eða þrjár bleikjur. Á þessum tíma er líka hægt að fá stóru urriðana í þjóðgarðinum en þeir sem ætla sér að eltast við þá er ráðlagt að veiða alveg fram að miðnætti. Þeir eru mest á ferli í kvöldhúminu og koma oft ansi nálægt landi. Í gær mátti til dæmis sjá boðaföll eftir stórann urriða við Pallinn þar sem einn slíkur var greinilega að eltast við litlar bleikjur. Mögnuð sjón.
Stangveiði Mest lesið Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Laugardalsá opnuð Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði