Síðasta æviskeiðið og lífslokin Sandra B. Franks skrifar 26. apríl 2021 14:35 Í fréttum helgarinnar var bent á að stíga þurfi stór skref til að rétta af rekstur hjúkrunarheimila. Langflest þeirra séu rekin með tapi. Samkvæmt niðurstöðu verkefnastjórnar, sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstur hjúkrunarheimila, nemur tapið 3,5 milljarði króna á árunum 2017 til 2019. Jafnframt þurfi að bæta hátt í 9 milljörðum króna á ári til reksturs hjúkrunarheimila svo þau nái að sinna umönnun og hjúkrun eins og landlæknir telur eðlilegt. Vanmetin kaflaskil Ein mikilvægustu og erfiðustu kaflaskil í lífi fólks er þegar sá aldraði stendur á þeim tímamótum að þurfa hjúkrunarþjónustu, faglegan stuðning og ráðgjöf til að halda áfram að lifa og halda mannlegri reisn. Það vekur því furðu hvernig þessi kaflaskil eru stórlega vanmetin í kerfinu. Umönnun þess aldraða, sem fengið hefur inni á hjúkrunarheimili, eftir að hafa farið gegnum færni- og heilsumat sem er einstaklingsbundið mat á líkamlegri og andlegri getu hans fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimili, er að verulegu leyti borin upp af ófaglærðu starfsfólki. Í skýrslu verkefnastjórnar kemur fram að um 64% starfsmanna hjúkrunarheimila ófaglærðir. Þjónusta í samræmi við þörf Til þess að hjúkrunarheimilin nái æskilegum viðmiðum Embættis landlæknis þarf að fjölga fagfólki, og þá einkum sjúkraliðum. Miða þarf þjónustuna að þörfum þeirra sem þiggja hana. Standa þarf faglega að málum þegar uppfylla á líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir aldraðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Að jafnaði er meðal dvalartími í hjúkrunarrými um 2,6 ár, sem endar með andláti. Við sem samfélag eigum að hafa metnað til gera betur þegar kemur að þjónustu við aldraða, síðasta æviskeiðinu og við lífslokin. Það er ekki valkostur að hjúkrunarheimilin leitist við að halda launakostnaði sínum niðri með ráðningum á ófaglærðum starfsmönnum og fela þeim umönnunarstörf. Sjúkraliðar lykilstétt Ég hef ítrekað gagnrýnt hversu ósýnilegir sjúkraliðar eru í umfjöllun stjórnvalda þegar talið berst að hjúkrunarþjónustu og mönnun kerfisins. Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan hjúkrunarheimila veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum/heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt Það er gagnrýnivert að viðmiðunarreglur landlæknis fela ekki í sér neinar leiðbeiningar um hlutfall sjúkraliða. Þó kemur fram í úttektum frá embættinu að á hjúkrunarheimilum eru tengslin milli skorts á fagfólki og lélegra gæða alveg skýr. Það er líka gagnrýnivert að enga íslenska rannsókn er að finna þar sem sjónum er beinlínis beint að fylgni á milli gæða þjónustu og hlutfalls sjúkraliða. Heilbrigðiskerfið þarf að gera sér grein fyrir lykilhlutverki sjúkraliða. Heilbrigðisyfirvöld verða til dæmis að skoða hvað það kostar samfélagið í lífsgæðum og fjármunum ef hjúkrunarheimili og heilbrigðisþjónustan eru undirmönnuð af sjúkraliðum. Á því á ný stefna um heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030 meðal annars að byggja. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Sandra B. Franks Hjúkrunarheimili Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum helgarinnar var bent á að stíga þurfi stór skref til að rétta af rekstur hjúkrunarheimila. Langflest þeirra séu rekin með tapi. Samkvæmt niðurstöðu verkefnastjórnar, sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstur hjúkrunarheimila, nemur tapið 3,5 milljarði króna á árunum 2017 til 2019. Jafnframt þurfi að bæta hátt í 9 milljörðum króna á ári til reksturs hjúkrunarheimila svo þau nái að sinna umönnun og hjúkrun eins og landlæknir telur eðlilegt. Vanmetin kaflaskil Ein mikilvægustu og erfiðustu kaflaskil í lífi fólks er þegar sá aldraði stendur á þeim tímamótum að þurfa hjúkrunarþjónustu, faglegan stuðning og ráðgjöf til að halda áfram að lifa og halda mannlegri reisn. Það vekur því furðu hvernig þessi kaflaskil eru stórlega vanmetin í kerfinu. Umönnun þess aldraða, sem fengið hefur inni á hjúkrunarheimili, eftir að hafa farið gegnum færni- og heilsumat sem er einstaklingsbundið mat á líkamlegri og andlegri getu hans fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimili, er að verulegu leyti borin upp af ófaglærðu starfsfólki. Í skýrslu verkefnastjórnar kemur fram að um 64% starfsmanna hjúkrunarheimila ófaglærðir. Þjónusta í samræmi við þörf Til þess að hjúkrunarheimilin nái æskilegum viðmiðum Embættis landlæknis þarf að fjölga fagfólki, og þá einkum sjúkraliðum. Miða þarf þjónustuna að þörfum þeirra sem þiggja hana. Standa þarf faglega að málum þegar uppfylla á líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir aldraðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Að jafnaði er meðal dvalartími í hjúkrunarrými um 2,6 ár, sem endar með andláti. Við sem samfélag eigum að hafa metnað til gera betur þegar kemur að þjónustu við aldraða, síðasta æviskeiðinu og við lífslokin. Það er ekki valkostur að hjúkrunarheimilin leitist við að halda launakostnaði sínum niðri með ráðningum á ófaglærðum starfsmönnum og fela þeim umönnunarstörf. Sjúkraliðar lykilstétt Ég hef ítrekað gagnrýnt hversu ósýnilegir sjúkraliðar eru í umfjöllun stjórnvalda þegar talið berst að hjúkrunarþjónustu og mönnun kerfisins. Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan hjúkrunarheimila veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum/heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt Það er gagnrýnivert að viðmiðunarreglur landlæknis fela ekki í sér neinar leiðbeiningar um hlutfall sjúkraliða. Þó kemur fram í úttektum frá embættinu að á hjúkrunarheimilum eru tengslin milli skorts á fagfólki og lélegra gæða alveg skýr. Það er líka gagnrýnivert að enga íslenska rannsókn er að finna þar sem sjónum er beinlínis beint að fylgni á milli gæða þjónustu og hlutfalls sjúkraliða. Heilbrigðiskerfið þarf að gera sér grein fyrir lykilhlutverki sjúkraliða. Heilbrigðisyfirvöld verða til dæmis að skoða hvað það kostar samfélagið í lífsgæðum og fjármunum ef hjúkrunarheimili og heilbrigðisþjónustan eru undirmönnuð af sjúkraliðum. Á því á ný stefna um heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030 meðal annars að byggja. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun