Fagnar því að fá Valgeir aftur en segir ólíklegt að hann spili í fyrsta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2021 13:00 Valgeir Valgeirsson kom með beinum hætti að níu mörkum í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. vísir/daníel Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, fagnar því að fá Valgeir Valgeirsson aftur til félagsins. Á föstudaginn var greint frá því að Valgeir myndi spila með HK í sumar eftir að lánssamningur hans við enska B-deildarliðið Brentford rann út. „Í byrjun vikunnar voru einhverjar samræður milli HK og Brentford í gangi. Í grunninn er þetta þannig að Brentford ákvað að nýta sér ekki þennan kauprétt sem þeir áttu. Það eru engar sérstakar ástæður fyrir því, nema bara covid, peninga- og áhorfendaleysi,“ sagði Brynjar við Vísi í dag. Valgeir, sem er átján ára, var besti leikmaður HK á síðasta tímabili en hann skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar í Pepsi Max-deildinni. Þótt drengurinn sé smávaxinn er hann hvalreki á fjörur HK. „Ég fagna því að fá góðan leikmann aftur. Hann er kominn til landsins og er í sóttkví. Ég veit ekki hvort hann geti æft með okkur fyrr en á föstudaginn,“ sagði Brynjar sem á síður von á því að Valgeir verði með í fyrsta leik HK í Pepsi Max-deildinni gegn KA á laugardaginn. Engar áhyggjur þrátt fyrir slæm úrslit HK hefur spilað þrjá æfingaleiki undanfarna daga og úrslitin í þeim hafa ekki verið góð. HK tapaði 6-2 fyrir Víkingi, 2-1 fyrir Leikni R. og gerði markalaust jafntefli við Fjölni. Þrátt fyrir það er engan bilbug á Brynjari að finna. „Ég hef engar áhyggjur, alls ekki. Úrslitin hafa ekki verið góð en það var margt gott í leikjunum. Við erum klárir í mótið,“ sagði Brynjar. Vilja fá fleiri stig HK endaði í 9. sæti 2019 og 2020 og verða þar þriðja árið í röð ef spár fjölmiðla rætast. Brynjar segir að HK-ingar stefni ofar en 9. sætið. „Að sjálfsögðu stefnum við hærra og að fá fleiri stig en við fengum í fyrra og hitteðfyrra. Tímabilin eru þó ekki alveg samanburðarhæf því síðasta tímabili lauk snemma. Vonandi komust við hærra í töfluna en þetta verður aftur mjög jafnt, frá toppi og niður úr,“ sagði Brynjar. Keyra á þessum hópi Hann segir að allir leikmenn HK séu klárir í bátana fyrir mót þótt fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson hafi verið meiddur að undanförnu. Brynjar á ekki von á því að bæta við leikmönnum fyrir mót, eða á meðan félagaskiptaglugginn er opinn. „Þetta er hópurinn sem við keyrum á. Við erum með ágætis breidd í flestum stöðum, nema kannski baka til. Þetta er hópurinn sem við erum með í dag og ég sé ekki fram á að við bætum við okkur mönnum,“ sagði Brynjar að lokum. Pepsi Max-deild karla HK Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Á föstudaginn var greint frá því að Valgeir myndi spila með HK í sumar eftir að lánssamningur hans við enska B-deildarliðið Brentford rann út. „Í byrjun vikunnar voru einhverjar samræður milli HK og Brentford í gangi. Í grunninn er þetta þannig að Brentford ákvað að nýta sér ekki þennan kauprétt sem þeir áttu. Það eru engar sérstakar ástæður fyrir því, nema bara covid, peninga- og áhorfendaleysi,“ sagði Brynjar við Vísi í dag. Valgeir, sem er átján ára, var besti leikmaður HK á síðasta tímabili en hann skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar í Pepsi Max-deildinni. Þótt drengurinn sé smávaxinn er hann hvalreki á fjörur HK. „Ég fagna því að fá góðan leikmann aftur. Hann er kominn til landsins og er í sóttkví. Ég veit ekki hvort hann geti æft með okkur fyrr en á föstudaginn,“ sagði Brynjar sem á síður von á því að Valgeir verði með í fyrsta leik HK í Pepsi Max-deildinni gegn KA á laugardaginn. Engar áhyggjur þrátt fyrir slæm úrslit HK hefur spilað þrjá æfingaleiki undanfarna daga og úrslitin í þeim hafa ekki verið góð. HK tapaði 6-2 fyrir Víkingi, 2-1 fyrir Leikni R. og gerði markalaust jafntefli við Fjölni. Þrátt fyrir það er engan bilbug á Brynjari að finna. „Ég hef engar áhyggjur, alls ekki. Úrslitin hafa ekki verið góð en það var margt gott í leikjunum. Við erum klárir í mótið,“ sagði Brynjar. Vilja fá fleiri stig HK endaði í 9. sæti 2019 og 2020 og verða þar þriðja árið í röð ef spár fjölmiðla rætast. Brynjar segir að HK-ingar stefni ofar en 9. sætið. „Að sjálfsögðu stefnum við hærra og að fá fleiri stig en við fengum í fyrra og hitteðfyrra. Tímabilin eru þó ekki alveg samanburðarhæf því síðasta tímabili lauk snemma. Vonandi komust við hærra í töfluna en þetta verður aftur mjög jafnt, frá toppi og niður úr,“ sagði Brynjar. Keyra á þessum hópi Hann segir að allir leikmenn HK séu klárir í bátana fyrir mót þótt fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson hafi verið meiddur að undanförnu. Brynjar á ekki von á því að bæta við leikmönnum fyrir mót, eða á meðan félagaskiptaglugginn er opinn. „Þetta er hópurinn sem við keyrum á. Við erum með ágætis breidd í flestum stöðum, nema kannski baka til. Þetta er hópurinn sem við erum með í dag og ég sé ekki fram á að við bætum við okkur mönnum,“ sagði Brynjar að lokum.
Pepsi Max-deild karla HK Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira