Inga Lind deilir hart á Njál Trausta Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 15:20 Inga Lind Karlsdóttir tekur lofsamlega grein Njáls Trausta um sjókvíaeldi í sundur í grein sem hún skrifar á Vísi í dag. Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona gagnrýnir harðlega málflutning Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um ágæti fiskeldis á Austfjörðum. Njáll Trausti skrifaði lofsamlega grein um fiskeldi í Markaðinn í síðustu viku, einkum með áherslu á Austfirði. Njáll stendur þessa dagana í baráttu um efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, en Inga Lind er stjórnarmaður í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Inga Lind Karlsdóttir kærir sig ekki um umhverfisspjöll af völdum sjókvíaeldis. Hún er mikil veiðikona sjálf og situr í stjórn Icelandic Wildlife Fund. Inga Lind er líka mikill veiðimaður. Grein Njáls Trausta hljómar að sögn Ingu Lindar eins og hún hafi verið skrifuð á skrifstofu Fiskeldis Austfjarða „svo laus voru skrifin við gagnrýni og fyrirvara um laxeldi í opnum sjókvíum.“ Sannleikurinn sé sá að slík starfsemi flokkist sem mengandi iðnaður, þar sem spurningin sé ekki hvort hún valdi skaða á lífríkinu heldur einfaldlega hversu miklum. Inga heldur því fram að sjókvíaeldisfyrirtæki hafi aldrei greitt krónu í tekjuskatt á Íslandi. „Hamagangurinn við að þrýsta í gegn nýjum leyfum fyrir sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum snýst þannig um skammtímagróða fárra en ekki langtímahagsmuni margra,“ skrifar Inga Lind í grein á Vísi. Segir umhverfisvitund eldisfyrirtækja sterka Njáll Trausti telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af aðkomu erlendra fiskeldisfyrirtækja að starfsemi hér á landi. „Innan eldisfyrirtækja er sterk umhverfisvitund enda sjálfra þeirra hagsmunir að ganga vel um náttúruna. Kröfur alþjóðlegra umhverfisvottana aga einnig starfsemina,“ skrifar Njáll. Fyrirtækin miðli íslensku eldi mikilli reynslu og þekkingu og íslenskir fjárfestar séu þá farnir að fjárfesta í greininni. „Óháð eignaraðild er fiskeldið að skilja mikið eftir sig í hinum dreifðu byggðum. Efnahagsleg hagsæld mun áfram byggja á vexti útflutningsgreina. Þar verður fiskeldið æ mikilvægari drif kraftur atvinnusköpunar og byggðafestu, ekki síst á Austfjörðum,“ skrifar þingmaðurinn. Inga Lind víkur að þessari fjárhagslegu hlið í sinni grein. Hún segir að störfunum fækki jafnt og þétt sem hlutfall af framleiðslumagni í sjókvíaeldi. Að auki sé heimafólk almennt ekki áhugasamt um störf í þessari grein og flestir starfsmennirnir erlent farandverkafólk. Sjókvíaeldi er að sögn Ingu bein atlaga að verðmætum sem þegar eru til í landinu, enda séu tekjur af veiðihlunnindum á meðal meginstoða búsetu í dreifbýli hér á landi. „Þegar horft til landsins alls standa þessar tekjur undir 28 prósent af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði. Í kjördæmi Njáls er þetta hlutfall vel yfir landsmeðaltalinu eða 34% á Austurlandi,“ skrifar Inga. Prófkjör fyrir val á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2021 fer fram laugardaginn 29. maí. Framboðsfrestur er runninn út. Fiskeldi Sjálfstæðisflokkurinn Umhverfismál Tengdar fréttir Það sem Njáll sagði ykkur ekki 23. apríl 2021 12:31 Byggjum upp Egilsstaðaflugvöll! Þrátt fyrir víðsjá í efnahagsmálum er sannfæring mín að nauðsyn sé að horfa til framtíðar varðandi uppbyggingu innviða landsins. Við megum ekki láta það kröfuharða verkefni sem heimsfaraldurinn er byrgja framtíðarsýn. 23. apríl 2021 08:36 Fyrir hvað og á kostnað hvers verður Laxeldi í Seyðisfirði? Sjókvíaeldi er hafið í Austfjörðum og stefnir í Seyðisfjörð. Er samfélagslegt mikilvægi eldisins slíkt, að það réttlæti umhverfisvána sem því fylgir? Áleitin spurning með hag samtímans í huga og ekki síður það hvernig við viljum skila lofti, landi og sjó til komandi kynslóða. 9. apríl 2021 12:01 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Njáll Trausti skrifaði lofsamlega grein um fiskeldi í Markaðinn í síðustu viku, einkum með áherslu á Austfirði. Njáll stendur þessa dagana í baráttu um efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, en Inga Lind er stjórnarmaður í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Inga Lind Karlsdóttir kærir sig ekki um umhverfisspjöll af völdum sjókvíaeldis. Hún er mikil veiðikona sjálf og situr í stjórn Icelandic Wildlife Fund. Inga Lind er líka mikill veiðimaður. Grein Njáls Trausta hljómar að sögn Ingu Lindar eins og hún hafi verið skrifuð á skrifstofu Fiskeldis Austfjarða „svo laus voru skrifin við gagnrýni og fyrirvara um laxeldi í opnum sjókvíum.“ Sannleikurinn sé sá að slík starfsemi flokkist sem mengandi iðnaður, þar sem spurningin sé ekki hvort hún valdi skaða á lífríkinu heldur einfaldlega hversu miklum. Inga heldur því fram að sjókvíaeldisfyrirtæki hafi aldrei greitt krónu í tekjuskatt á Íslandi. „Hamagangurinn við að þrýsta í gegn nýjum leyfum fyrir sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum snýst þannig um skammtímagróða fárra en ekki langtímahagsmuni margra,“ skrifar Inga Lind í grein á Vísi. Segir umhverfisvitund eldisfyrirtækja sterka Njáll Trausti telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af aðkomu erlendra fiskeldisfyrirtækja að starfsemi hér á landi. „Innan eldisfyrirtækja er sterk umhverfisvitund enda sjálfra þeirra hagsmunir að ganga vel um náttúruna. Kröfur alþjóðlegra umhverfisvottana aga einnig starfsemina,“ skrifar Njáll. Fyrirtækin miðli íslensku eldi mikilli reynslu og þekkingu og íslenskir fjárfestar séu þá farnir að fjárfesta í greininni. „Óháð eignaraðild er fiskeldið að skilja mikið eftir sig í hinum dreifðu byggðum. Efnahagsleg hagsæld mun áfram byggja á vexti útflutningsgreina. Þar verður fiskeldið æ mikilvægari drif kraftur atvinnusköpunar og byggðafestu, ekki síst á Austfjörðum,“ skrifar þingmaðurinn. Inga Lind víkur að þessari fjárhagslegu hlið í sinni grein. Hún segir að störfunum fækki jafnt og þétt sem hlutfall af framleiðslumagni í sjókvíaeldi. Að auki sé heimafólk almennt ekki áhugasamt um störf í þessari grein og flestir starfsmennirnir erlent farandverkafólk. Sjókvíaeldi er að sögn Ingu bein atlaga að verðmætum sem þegar eru til í landinu, enda séu tekjur af veiðihlunnindum á meðal meginstoða búsetu í dreifbýli hér á landi. „Þegar horft til landsins alls standa þessar tekjur undir 28 prósent af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði. Í kjördæmi Njáls er þetta hlutfall vel yfir landsmeðaltalinu eða 34% á Austurlandi,“ skrifar Inga. Prófkjör fyrir val á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2021 fer fram laugardaginn 29. maí. Framboðsfrestur er runninn út.
Fiskeldi Sjálfstæðisflokkurinn Umhverfismál Tengdar fréttir Það sem Njáll sagði ykkur ekki 23. apríl 2021 12:31 Byggjum upp Egilsstaðaflugvöll! Þrátt fyrir víðsjá í efnahagsmálum er sannfæring mín að nauðsyn sé að horfa til framtíðar varðandi uppbyggingu innviða landsins. Við megum ekki láta það kröfuharða verkefni sem heimsfaraldurinn er byrgja framtíðarsýn. 23. apríl 2021 08:36 Fyrir hvað og á kostnað hvers verður Laxeldi í Seyðisfirði? Sjókvíaeldi er hafið í Austfjörðum og stefnir í Seyðisfjörð. Er samfélagslegt mikilvægi eldisins slíkt, að það réttlæti umhverfisvána sem því fylgir? Áleitin spurning með hag samtímans í huga og ekki síður það hvernig við viljum skila lofti, landi og sjó til komandi kynslóða. 9. apríl 2021 12:01 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Byggjum upp Egilsstaðaflugvöll! Þrátt fyrir víðsjá í efnahagsmálum er sannfæring mín að nauðsyn sé að horfa til framtíðar varðandi uppbyggingu innviða landsins. Við megum ekki láta það kröfuharða verkefni sem heimsfaraldurinn er byrgja framtíðarsýn. 23. apríl 2021 08:36
Fyrir hvað og á kostnað hvers verður Laxeldi í Seyðisfirði? Sjókvíaeldi er hafið í Austfjörðum og stefnir í Seyðisfjörð. Er samfélagslegt mikilvægi eldisins slíkt, að það réttlæti umhverfisvána sem því fylgir? Áleitin spurning með hag samtímans í huga og ekki síður það hvernig við viljum skila lofti, landi og sjó til komandi kynslóða. 9. apríl 2021 12:01