Goðumlík frammistaða hjá Grikkjanum í sigri í Fíladelfíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2021 08:01 Giannis Antetokounmpo leiddi Milwaukee Bucks til sigurs á toppliði Austurdeildarinnar, Philadelphia 76ers. ap/Aaron Gash Milwaukee Bucks sigraði Philadelphia 76ers, 124-117, þegar liðin í 1. og 3. sæti Austurdeildar NBA áttust við í nótt. Milwaukee var mun sterkari aðilinn í leiknum og var yfir allan tímann. Mestur varð munurinn á liðunum 21 stig. Giannis Antetokounmpo átti stórleik fyrir Milwaukee, skoraði 27 stig, tók sextán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Khris Middleton skoraði 24 stig og Bobby Portis 23. Joel Embiid skoraði 24 stig fyrir Philadelphia sem var án Bens Simmons í leiknum í nótt. Giannis, Khris lead @Bucks to win.@Giannis_An34: 27 PTS, 16 REB, 6 AST@Khris22m: 24 PTS, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/rpwT6Gm5wY— NBA (@NBA) April 23, 2021 Eftir þrjátíu leikja fjarveru sneri Anthony Davis aftur í lið Los Angeles Lakers gegn Dallas Mavericks. Endurkoma hans dugði þó skammt því Dallas vann fimm stiga sigur, 115-110. Luka Doncic skoraði þrjátíu stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar í liði Dallas sem gerir atlögu að sæti í úrslitakeppninni, án þess að þurfa að fara í umspil. Luka leads @dallasmavs to victory.30 PTS | 9 REB | 8 AST | 3 STL pic.twitter.com/ONIW58xYsz— NBA (@NBA) April 23, 2021 Davis skoraði aðeins fjögur stig í endurkomunni og hitti úr tveimur af tíu skotum sínum utan af velli. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 29 stig fyrir Lakers og Dennis Schröder var með 25 stig og þrettán stoðsendingar. Boston Celtics vann góðan sigur á Phoenix Suns, 99-86. Þetta var níundi sigur Boston í síðustu ellefu leikjum. Kemba Walker átti sinn besta leik á tímabilinu fyrir Boston og skoraði 32 stig. Jayson Tatum skoraði fimmtán stig og tók ellefu fráköst. Season high-tying 32 for @KembaWalker to lead the @celtics to victory. pic.twitter.com/I8vIVUfHAG— NBA (@NBA) April 23, 2021 Chris Paul stóð upp úr í liði Phoenix með 22 stig, átta fráköst og átta stoðsendingar. Liðið er enn í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Úrslitin í nótt Milwaukee 124-117 Philadelphia Dallas 115-110 LA Lakers Boston 99-86 Phoenix Orlando 100-135 New Orleans San Antonio 106-91 Detroit Chicago 108-91 Charlotte NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Milwaukee var mun sterkari aðilinn í leiknum og var yfir allan tímann. Mestur varð munurinn á liðunum 21 stig. Giannis Antetokounmpo átti stórleik fyrir Milwaukee, skoraði 27 stig, tók sextán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Khris Middleton skoraði 24 stig og Bobby Portis 23. Joel Embiid skoraði 24 stig fyrir Philadelphia sem var án Bens Simmons í leiknum í nótt. Giannis, Khris lead @Bucks to win.@Giannis_An34: 27 PTS, 16 REB, 6 AST@Khris22m: 24 PTS, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/rpwT6Gm5wY— NBA (@NBA) April 23, 2021 Eftir þrjátíu leikja fjarveru sneri Anthony Davis aftur í lið Los Angeles Lakers gegn Dallas Mavericks. Endurkoma hans dugði þó skammt því Dallas vann fimm stiga sigur, 115-110. Luka Doncic skoraði þrjátíu stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar í liði Dallas sem gerir atlögu að sæti í úrslitakeppninni, án þess að þurfa að fara í umspil. Luka leads @dallasmavs to victory.30 PTS | 9 REB | 8 AST | 3 STL pic.twitter.com/ONIW58xYsz— NBA (@NBA) April 23, 2021 Davis skoraði aðeins fjögur stig í endurkomunni og hitti úr tveimur af tíu skotum sínum utan af velli. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 29 stig fyrir Lakers og Dennis Schröder var með 25 stig og þrettán stoðsendingar. Boston Celtics vann góðan sigur á Phoenix Suns, 99-86. Þetta var níundi sigur Boston í síðustu ellefu leikjum. Kemba Walker átti sinn besta leik á tímabilinu fyrir Boston og skoraði 32 stig. Jayson Tatum skoraði fimmtán stig og tók ellefu fráköst. Season high-tying 32 for @KembaWalker to lead the @celtics to victory. pic.twitter.com/I8vIVUfHAG— NBA (@NBA) April 23, 2021 Chris Paul stóð upp úr í liði Phoenix með 22 stig, átta fráköst og átta stoðsendingar. Liðið er enn í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Úrslitin í nótt Milwaukee 124-117 Philadelphia Dallas 115-110 LA Lakers Boston 99-86 Phoenix Orlando 100-135 New Orleans San Antonio 106-91 Detroit Chicago 108-91 Charlotte NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Milwaukee 124-117 Philadelphia Dallas 115-110 LA Lakers Boston 99-86 Phoenix Orlando 100-135 New Orleans San Antonio 106-91 Detroit Chicago 108-91 Charlotte
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira