Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 12:41 Farsóttarhús hafa verið í boði í ýmissi mynd frá upphafi kórónuveirufaraldursins hér á landi. Ekkert innanlandssmit er rakið til þeirra. Vísir/Sigurjón Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. Þessi tölfræði bendir til þess að úrræðið beri verulegan árangur. Fleiri en 100 hafa greinst innanlands með Covid-19 frá því í febrúar og öll eru þau smit rakin til lekra landamæra. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, hrósar sigri yfir þessum árangri. Hann segir að sóttvarnir á sóttkvíarhótelum séu eins tryggar og mögulegt er. „Ég held að við megum klappa okkur á bakið með þetta. Við göngum auðvitað alltaf skrefinu lengra en þurfa þykir hverju sinni til að vera eins örugg og mögulegt er. Það geta þó alltaf komið upp slys og þetta er ekki búið,“ segir Gylfi. Nýjar reglur gætu haft fælingarmátt á ferðamenn Gylfi býr sig þessa stundina undir að gestum fjölgi á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni þegar ný lög taka gildi, sem skikka farþega frá allra helstu áhættusvæðunum til vistar á hótelinu. „Það eru 90 herbergi laus eins og staðan er núna. Þau herbergi geta fyllst mjög hratt. Við vitum þó ekki nema þetta hafi fælingarmátt á fólk frá því að koma til landsins, þannig að þetta getur fyllst hægar en hraðar. Við þurfum þó að vera undir það búin að taka við töluverðum fjölda af fólki, hvort sem það er að koma eða ekki,“ segir Gylfi. Í byrjun mánaðar stóð til að skikka alla sem komu frá löndum með nýgengi yfir 500 á sóttkvíarhótel en dómstólar mátu það ólögmætt. Leiðin sem kynnt var af ríkisstjórn í gær felur í sér að farþegar frá löndum með yfir 1.000 í nýgengi þurfi að fara á sóttkvíarhótel án kosts á undanþágu. Þetta gildir um fjögur lönd á þessari stundu, Frakkland, Pólland, Ungverjaland og Holland. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eitt sóttkvíarhótel fullt og annað tekið í gagnið Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhótel. 11. apríl 2021 10:51 „Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43 „Þetta var leiðindahelgi“ „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 19. apríl 2021 08:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Þessi tölfræði bendir til þess að úrræðið beri verulegan árangur. Fleiri en 100 hafa greinst innanlands með Covid-19 frá því í febrúar og öll eru þau smit rakin til lekra landamæra. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, hrósar sigri yfir þessum árangri. Hann segir að sóttvarnir á sóttkvíarhótelum séu eins tryggar og mögulegt er. „Ég held að við megum klappa okkur á bakið með þetta. Við göngum auðvitað alltaf skrefinu lengra en þurfa þykir hverju sinni til að vera eins örugg og mögulegt er. Það geta þó alltaf komið upp slys og þetta er ekki búið,“ segir Gylfi. Nýjar reglur gætu haft fælingarmátt á ferðamenn Gylfi býr sig þessa stundina undir að gestum fjölgi á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni þegar ný lög taka gildi, sem skikka farþega frá allra helstu áhættusvæðunum til vistar á hótelinu. „Það eru 90 herbergi laus eins og staðan er núna. Þau herbergi geta fyllst mjög hratt. Við vitum þó ekki nema þetta hafi fælingarmátt á fólk frá því að koma til landsins, þannig að þetta getur fyllst hægar en hraðar. Við þurfum þó að vera undir það búin að taka við töluverðum fjölda af fólki, hvort sem það er að koma eða ekki,“ segir Gylfi. Í byrjun mánaðar stóð til að skikka alla sem komu frá löndum með nýgengi yfir 500 á sóttkvíarhótel en dómstólar mátu það ólögmætt. Leiðin sem kynnt var af ríkisstjórn í gær felur í sér að farþegar frá löndum með yfir 1.000 í nýgengi þurfi að fara á sóttkvíarhótel án kosts á undanþágu. Þetta gildir um fjögur lönd á þessari stundu, Frakkland, Pólland, Ungverjaland og Holland.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eitt sóttkvíarhótel fullt og annað tekið í gagnið Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhótel. 11. apríl 2021 10:51 „Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43 „Þetta var leiðindahelgi“ „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 19. apríl 2021 08:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Það erfiðasta við utanlandsferðina sé að komast upp á Keflavíkurflugvöll Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Sjá meira
Eitt sóttkvíarhótel fullt og annað tekið í gagnið Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhótel. 11. apríl 2021 10:51
„Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43
„Þetta var leiðindahelgi“ „Þetta var leiðindahelgi. Ég verð að segja það.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. 19. apríl 2021 08:30