Titringur á Twitter vegna ofurdeildarinnar: „Þá drap peningagræðgi fótboltann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 07:00 AC Milan og Manchester United eru með stofnmeðlima ofurdeildar Evrópu. epa/MATTEO BAZZI Ný ofurdeild Evrópu virðist eiga sér fáa aðdáendur hér á landi, allavega ef marka má viðbrögðin á Twitter. Í gærkvöldi staðfestu tólf félög að þau ætluðu sér að stofna nýja ofurdeild sem á að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Umrædd félög eru Barcelona, Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus, AC og Inter Milan, Manchester United, Manchester City, Liverpool, Chelsea, Arsenal Tottenham. Þrjú félög eiga væntanlega eftir að bætast í þennan hóp. Stofnmeðlimir verða því fimmtán talsins en þeir geta ekki fallið úr ofurdeildinni. Þessi tíðindi vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum og óhætt er að segja að viðbrögðin á Twitter hafi verið neikvæð. Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, sagði greinilegt að forsprakka ofurdeildarinnar skorti skilning á því hver ástæðan fyrir vinsældum fótboltans væri. Það furðulegasta við þessa ofurdeild er að stjórnendur félaganna 12 virðast ekki hafa minnstu hugmynd um að fegurðin við fótbolta, sem gerir hann að vinsælustu íþrótt í heimi, er að nánast allir geta unnið alla. #fotboltinet— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2021 „Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það,“ skrifaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og stuðningsmaður Everton. Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það. https://t.co/S3gWrV7XfL— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) April 18, 2021 Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson hefur ekki mikla trú á að ofurdeildin verði að veruleika. Hann kvaðst þó ekki fagna því ef stuðningsmönnum Luton Town á Íslandi myndi fjölga mjög. Ég er eldri en tvævetur og hef nálega enga trú á að þetta súperdeildarrugl verði meira en störukeppni sem endar á að frekjukrakkarnir fá aðeins meiri pening og völd. Í versta falli mun fólk unnvörpum gerast Luton-stuðningsmenn og ég verð meinstrím. Það yrði djöfullegt.— Stefán Pálsson (@Stebbip) April 18, 2021 Dómarinn fyrrverandi, Gunnar Jarl Jónsson, sór þess eið að horfa aldrei á leik í ofurdeildinni. Markaðurinn ræður. Miðað við viðbrögð fólks, er þeim óhætt að stofna þessa deild?Ég mun ekki fyrir mitt litla líf horfa á einn leik í þessari deild og hvað þá kaup áskrift af þessu drasli. Hugsa að mínir félagar í Birmingham fái stuðningsmann inn fyrir næsta tímabil.— Gunnar Jarl Jónsson (@gunnar_jarl) April 18, 2021 Þetta Súperlíguþrot hefur allavega tekist að sameina stuðningsmenn erkifjenda í enska boltanum í að finnast þetta algjörlega glatað. Það er einhver fegurð í því, eins og litríkt blóm sem vex upp úr ruslahaug.#fótboltinet #djöflarnir #fuckSuperLeague— Halldór Marteins (@halldorm) April 18, 2021 BURT með þig pic.twitter.com/I7HA8uAYU9— Tómas Guðjónsson (@TomasGudjonsson) April 18, 2021 Þið eruð öll hjartanlega velkomin á NFL vagninn bara #SuperLeague— Fanney Birna (@fanneybj) April 18, 2021 Ofurdeildin Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Í gærkvöldi staðfestu tólf félög að þau ætluðu sér að stofna nýja ofurdeild sem á að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Umrædd félög eru Barcelona, Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus, AC og Inter Milan, Manchester United, Manchester City, Liverpool, Chelsea, Arsenal Tottenham. Þrjú félög eiga væntanlega eftir að bætast í þennan hóp. Stofnmeðlimir verða því fimmtán talsins en þeir geta ekki fallið úr ofurdeildinni. Þessi tíðindi vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum og óhætt er að segja að viðbrögðin á Twitter hafi verið neikvæð. Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, sagði greinilegt að forsprakka ofurdeildarinnar skorti skilning á því hver ástæðan fyrir vinsældum fótboltans væri. Það furðulegasta við þessa ofurdeild er að stjórnendur félaganna 12 virðast ekki hafa minnstu hugmynd um að fegurðin við fótbolta, sem gerir hann að vinsælustu íþrótt í heimi, er að nánast allir geta unnið alla. #fotboltinet— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2021 „Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það,“ skrifaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og stuðningsmaður Everton. Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það. https://t.co/S3gWrV7XfL— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) April 18, 2021 Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson hefur ekki mikla trú á að ofurdeildin verði að veruleika. Hann kvaðst þó ekki fagna því ef stuðningsmönnum Luton Town á Íslandi myndi fjölga mjög. Ég er eldri en tvævetur og hef nálega enga trú á að þetta súperdeildarrugl verði meira en störukeppni sem endar á að frekjukrakkarnir fá aðeins meiri pening og völd. Í versta falli mun fólk unnvörpum gerast Luton-stuðningsmenn og ég verð meinstrím. Það yrði djöfullegt.— Stefán Pálsson (@Stebbip) April 18, 2021 Dómarinn fyrrverandi, Gunnar Jarl Jónsson, sór þess eið að horfa aldrei á leik í ofurdeildinni. Markaðurinn ræður. Miðað við viðbrögð fólks, er þeim óhætt að stofna þessa deild?Ég mun ekki fyrir mitt litla líf horfa á einn leik í þessari deild og hvað þá kaup áskrift af þessu drasli. Hugsa að mínir félagar í Birmingham fái stuðningsmann inn fyrir næsta tímabil.— Gunnar Jarl Jónsson (@gunnar_jarl) April 18, 2021 Þetta Súperlíguþrot hefur allavega tekist að sameina stuðningsmenn erkifjenda í enska boltanum í að finnast þetta algjörlega glatað. Það er einhver fegurð í því, eins og litríkt blóm sem vex upp úr ruslahaug.#fótboltinet #djöflarnir #fuckSuperLeague— Halldór Marteins (@halldorm) April 18, 2021 BURT með þig pic.twitter.com/I7HA8uAYU9— Tómas Guðjónsson (@TomasGudjonsson) April 18, 2021 Þið eruð öll hjartanlega velkomin á NFL vagninn bara #SuperLeague— Fanney Birna (@fanneybj) April 18, 2021
Ofurdeildin Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti