„Metnaðarleysi og til skammar fyrir fyrirtæki í eigu almennings“ Snorri Másson skrifar 16. apríl 2021 21:48 Neyðarútgangur, ætti að segja þarna að mati fyrrverandi prófessors í íslenskri málfræði. Hann hefur ítrekað bent Strætó bs. á að upplýsingar í strætisvögnum þurfi að vera á íslensku. Eiríkur Rögnvaldsson Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, gagnrýnir að Strætó bs. hafi ekki enn gert umbætur á merkingum í strætisvögnum sínum, þar sem víða eru enn aðeins leiðbeiningar á ensku. Eiríkur segir það sjálfsagt metnaðarmál að allar upplýsingar í strætisvögnum, svo sem merkingar um útganga og sérstök svæði innan vagnsins, séu á íslensku. Hann gerir engar athugasemdir við að merkingarnar skuli einnig vera til staðar á ensku, en að enskan megi alls ekki koma í stað íslensku. Í færslu sem Eiríkur skrifar um málið á fésbókarhópnum Málspjallinu kveðst hann hafa skrifað upplýsingafulltrúa Strætó oftar en einu sinni um málið. Fyrir þremur árum var svarið þetta: „Samkvæmt öllum gæðastöðlum þá eiga að vera leiðbeiningar á íslensku í öllum bílunum. Við þurfum greinilega að láta yfirfara alla vagnana.“ Eins og Eiríkur bendir á, er ljóst að þetta hefur ekki skilað árangri. Upplýsingar í strætisvögnum eiga að vera á íslensku, rétt eins og önnur skilaboð frá opinberum aðilum. Þær eru einungis á ensku í fjölda vagna.Eiríkur Rögnvaldsson Að mati Eiríks verða allar upplýsingar, svo ekki sé talað um mikilvægar öryggisleiðbeiningar, að vera á íslensku. „Það er í samræmi við íslenska málstefnu og einnig málstefnu Reykjavíkurborgar,“ skrifar Eiríkur. „Það er metnaðarleysi og til skammar fyrir fyrirtæki í eigu almennings að hafa þetta svona. Það þýðir ekkert fyrir Strætó að skjóta sér á bak við það að þetta séu vagnar í eigu verktaka – það væri auðvelt að setja í samninga ákvæði um að allar merkingar skuli vera á íslensku,“ segir Eiríkur og ítrekar um leið að hann geri engar athugasemdir við að einnig séu upplýsingar á ensku í vögnunum. Þvert á móti, sjálfsagt sé að hafa þær einnig til viðbótar við íslensku. Eiríkur Rögnvaldsson Háskólar Strætó Íslenska á tækniöld Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira
Eiríkur segir það sjálfsagt metnaðarmál að allar upplýsingar í strætisvögnum, svo sem merkingar um útganga og sérstök svæði innan vagnsins, séu á íslensku. Hann gerir engar athugasemdir við að merkingarnar skuli einnig vera til staðar á ensku, en að enskan megi alls ekki koma í stað íslensku. Í færslu sem Eiríkur skrifar um málið á fésbókarhópnum Málspjallinu kveðst hann hafa skrifað upplýsingafulltrúa Strætó oftar en einu sinni um málið. Fyrir þremur árum var svarið þetta: „Samkvæmt öllum gæðastöðlum þá eiga að vera leiðbeiningar á íslensku í öllum bílunum. Við þurfum greinilega að láta yfirfara alla vagnana.“ Eins og Eiríkur bendir á, er ljóst að þetta hefur ekki skilað árangri. Upplýsingar í strætisvögnum eiga að vera á íslensku, rétt eins og önnur skilaboð frá opinberum aðilum. Þær eru einungis á ensku í fjölda vagna.Eiríkur Rögnvaldsson Að mati Eiríks verða allar upplýsingar, svo ekki sé talað um mikilvægar öryggisleiðbeiningar, að vera á íslensku. „Það er í samræmi við íslenska málstefnu og einnig málstefnu Reykjavíkurborgar,“ skrifar Eiríkur. „Það er metnaðarleysi og til skammar fyrir fyrirtæki í eigu almennings að hafa þetta svona. Það þýðir ekkert fyrir Strætó að skjóta sér á bak við það að þetta séu vagnar í eigu verktaka – það væri auðvelt að setja í samninga ákvæði um að allar merkingar skuli vera á íslensku,“ segir Eiríkur og ítrekar um leið að hann geri engar athugasemdir við að einnig séu upplýsingar á ensku í vögnunum. Þvert á móti, sjálfsagt sé að hafa þær einnig til viðbótar við íslensku. Eiríkur Rögnvaldsson
Háskólar Strætó Íslenska á tækniöld Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira