Úran í Íran: Segjast geta auðgað úran að vild Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2021 14:17 Gervihnattarmynd af Natanz kjarnorkurannsóknarstöðinni í Íran. AP/Planet labs Vísindamenn í Íran byrjuðu í dag að auðga úran í 60 prósent hreinleika, sem er hærra en gert hefur verið áður þar í landi. Með því er hreinleiki þess úrans orðinn nálægt því sem til þarf í kjarnorkuvopn. Ráðamenn í Íran hafa áður sagt að þeir geti notað 60 prósent auðgað úran til að keyra kjarnorkuknúin skip. Ríkið býr þó ekki yfir neinum slíkum skipum. AP fréttaveitan hefur eftir háttsettum embættismanni að nokkur grömm verði framleidd á hverri klukkustund og þykir líklegt að ákvörðunin muni leiða til frekari spennu í tengslum við kjarnorkuáætlun ríkisins. Ríkissjónvarp Írans hafði í dag eftir Ali Akbar Salehi, yfirmanni kjarnorkustofnunar Írans, að ríkið gæti nú auðgað úran í hvaða hreinleika sem óskað væri. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar þess að skemmdarverk voru framin á skilvindum í Natanz kjarnorkurannsóknarstöðinni, þar sem Íranir hafa verið að auðga úran. Ráðamenn í Íran hafa sakað Ísrael um að bera ábyrgð á skemmdarverkinu og hafa heitið hefndum. Sjá einnig: Saka Ísraela um skemmdarverk og heita hefndum Ráðamenn í Íran hafa ítrekað sagt að þeir ætli sér ekki að koma upp kjarnorkuvopnum og kjarnorka verði eingöngu notuð í friðsömum tilgangi. Til að framleiða kjarnorkuvopn þarf úran sem hefur verið auðgað að 90 prósenta hreinleika, sem er tiltölulega auðvelt að gera við úran sem þegar er búið að auðga í 60 prósent. Samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, sem vonast er að hægt verði að endurvirkja, máttu Íranir ekki auðga úran meira en 3,67 prósent. Eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá samkomulaginu hófu Íranir að auðga úran í 20 prósent. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að koma í veg fyrir að Íran geti komið upp kjarnorkuvopnum. Ísraelar hafa tvisvar sinnum gert loftárásir gegn Íran, með það markmið að stöðva kjarnorkuáætlun ríkisins. Þegar helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur í fyrra, beindust spjótin fljótt að Ísrael. Erindrekar frá Íran, Bandaríkjunum og Evrópusambandinu eru nú í Vín í Austurríki þar sem þeir ræða sín á milli mögulegar leiðir til að endurvekja kjarnorkusamkomulagið. Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að þróa ekki kjarnorkuvopn og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Samkvæmt frétt Reuters hafa þessar nýjustu vendingar flækt viðræðurnar sagði embættismaður ESB við fréttaveituna að viðræðurnar yrðu líklegast stöðvaðar um tíma. Sendinefndir Bandaríkjanna og Írans myndu snúa aftur heim og fá frekari leiðbeiningar frá stjórnvöldum sínum. Íran Kjarnorka Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Ráðamenn í Íran hafa áður sagt að þeir geti notað 60 prósent auðgað úran til að keyra kjarnorkuknúin skip. Ríkið býr þó ekki yfir neinum slíkum skipum. AP fréttaveitan hefur eftir háttsettum embættismanni að nokkur grömm verði framleidd á hverri klukkustund og þykir líklegt að ákvörðunin muni leiða til frekari spennu í tengslum við kjarnorkuáætlun ríkisins. Ríkissjónvarp Írans hafði í dag eftir Ali Akbar Salehi, yfirmanni kjarnorkustofnunar Írans, að ríkið gæti nú auðgað úran í hvaða hreinleika sem óskað væri. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar þess að skemmdarverk voru framin á skilvindum í Natanz kjarnorkurannsóknarstöðinni, þar sem Íranir hafa verið að auðga úran. Ráðamenn í Íran hafa sakað Ísrael um að bera ábyrgð á skemmdarverkinu og hafa heitið hefndum. Sjá einnig: Saka Ísraela um skemmdarverk og heita hefndum Ráðamenn í Íran hafa ítrekað sagt að þeir ætli sér ekki að koma upp kjarnorkuvopnum og kjarnorka verði eingöngu notuð í friðsömum tilgangi. Til að framleiða kjarnorkuvopn þarf úran sem hefur verið auðgað að 90 prósenta hreinleika, sem er tiltölulega auðvelt að gera við úran sem þegar er búið að auðga í 60 prósent. Samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, sem vonast er að hægt verði að endurvirkja, máttu Íranir ekki auðga úran meira en 3,67 prósent. Eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá samkomulaginu hófu Íranir að auðga úran í 20 prósent. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að koma í veg fyrir að Íran geti komið upp kjarnorkuvopnum. Ísraelar hafa tvisvar sinnum gert loftárásir gegn Íran, með það markmið að stöðva kjarnorkuáætlun ríkisins. Þegar helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur í fyrra, beindust spjótin fljótt að Ísrael. Erindrekar frá Íran, Bandaríkjunum og Evrópusambandinu eru nú í Vín í Austurríki þar sem þeir ræða sín á milli mögulegar leiðir til að endurvekja kjarnorkusamkomulagið. Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að þróa ekki kjarnorkuvopn og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Samkvæmt frétt Reuters hafa þessar nýjustu vendingar flækt viðræðurnar sagði embættismaður ESB við fréttaveituna að viðræðurnar yrðu líklegast stöðvaðar um tíma. Sendinefndir Bandaríkjanna og Írans myndu snúa aftur heim og fá frekari leiðbeiningar frá stjórnvöldum sínum.
Íran Kjarnorka Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira