Snorri Steinn ósáttur: „Einhver undarlegasta ákvörðun sem ég hef séð HSÍ taka“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2021 14:05 Snorri Steinn Guðjónsson segir að fréttir dagsins hafi verið högg fyrir sig og leikmenn Vals. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, er mjög ósáttur og skilur hvorki upp né niður í leikjaáætlun Olís-deildar karla sem var gefin út í dag. Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi í dag og íslenskt íþróttafólk mátti þá byrja að æfa og keppa á ný eftir þriggja vikna hlé. Næsta sunnudag, 25. apríl, hefst Olís-deild karla á ný en aðeins með tveimur leikjum. Keppni fer ekki á fullt fyrr en eftir landsleikjahléið, sunnudaginn 9. maí eða eftir rúmar þrjár vikur þegar 16. umferð deildarinnar hefst. Gert er ráð fyrir því að keppni í Olís-deild karla ljúki 3. júní. Síðustu sjö umferðirnar í deildinni verða því leiknar á 25 dögum. „Mér finnst þetta vægast sagt ömurlegt,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi, aðspurður um nýju leikjaáætlunina sem var gefin út í dag. „Í mínum augum er algjörlega óskiljanlegt að mótið fari bara ekki af stað í næstu viku. Þetta er einhver undarlegasta ákvörðun sem ég hef séð HSÍ taka. Ég er virkilega vonsvikinn og fúll fyrir hönd allra leikmannanna. Ég get ekki ímyndað mér að það séu margir leikmenn sem vilji bíða í þrjá og hálfa viku til að spila loksins leik.“ Ekki upplitsdjarfir Að sögn Snorra Steins var hljóðið í leikmannahópi Vals þungt þegar hann greindi þeim frá því hvernig endasprettur tímabilsins yrði. „Ég er nýbúinn að tilkynna mínum leikmönnum að þetta verði svona og þeir voru ekki mjög upplitsdjarfir, vægt til orða tekið. Mér finnst þetta sorglegt og þetta eru undarleg vinnubrögð,“ sagði Snorri Steinn. Hann hefði helst kosið að byrja að spila strax í næstu viku. „Ég hefði klárlega viljað spila á fimmtudaginn og svo aftur á sunnudaginn. Það á að spila leiki á þessum árstíma og akkúrat núna ætti allt að vera undir. Mína menn þyrstir í að spila alvöru leiki. Eflaust eru einhver fræði á bak við þetta, varðandi meiðsli og annað slíkt, en þetta er ekkert úr hófi miðað við önnur tímabil,“ sagði Snorri Steinn. Set vinnubrögð HSÍ undir sama hatt og vinnubrögð EHF Þjálfarinn botnar lítið í því hvernig HSÍ vann þetta mál og komst að þessari niðurstöðu. „Þessar fréttir voru bara að koma en ég þarf allavega að endurhugsa þetta. Ég viðurkenni að ég reiknaði engan veginn með þessu og mér finnst þetta óstjórnlega skrítin ákvörðun,“ sagði Snorri Steinn. „Ég sá að framkvæmdastjóri HSÍ var að gagnrýna EHF fyrir undarleg vinnubrögð. Ég set þetta undir nákvæmlega sama hatt og þessi vinnubrögð hjá EHF.“ Valur er í 5. sæti Olís-deildarinnar. Fyrsti leikur liðsins eftir hléið er gegn Þór á Akureyri sunnudaginn 9. maí. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi í dag og íslenskt íþróttafólk mátti þá byrja að æfa og keppa á ný eftir þriggja vikna hlé. Næsta sunnudag, 25. apríl, hefst Olís-deild karla á ný en aðeins með tveimur leikjum. Keppni fer ekki á fullt fyrr en eftir landsleikjahléið, sunnudaginn 9. maí eða eftir rúmar þrjár vikur þegar 16. umferð deildarinnar hefst. Gert er ráð fyrir því að keppni í Olís-deild karla ljúki 3. júní. Síðustu sjö umferðirnar í deildinni verða því leiknar á 25 dögum. „Mér finnst þetta vægast sagt ömurlegt,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi, aðspurður um nýju leikjaáætlunina sem var gefin út í dag. „Í mínum augum er algjörlega óskiljanlegt að mótið fari bara ekki af stað í næstu viku. Þetta er einhver undarlegasta ákvörðun sem ég hef séð HSÍ taka. Ég er virkilega vonsvikinn og fúll fyrir hönd allra leikmannanna. Ég get ekki ímyndað mér að það séu margir leikmenn sem vilji bíða í þrjá og hálfa viku til að spila loksins leik.“ Ekki upplitsdjarfir Að sögn Snorra Steins var hljóðið í leikmannahópi Vals þungt þegar hann greindi þeim frá því hvernig endasprettur tímabilsins yrði. „Ég er nýbúinn að tilkynna mínum leikmönnum að þetta verði svona og þeir voru ekki mjög upplitsdjarfir, vægt til orða tekið. Mér finnst þetta sorglegt og þetta eru undarleg vinnubrögð,“ sagði Snorri Steinn. Hann hefði helst kosið að byrja að spila strax í næstu viku. „Ég hefði klárlega viljað spila á fimmtudaginn og svo aftur á sunnudaginn. Það á að spila leiki á þessum árstíma og akkúrat núna ætti allt að vera undir. Mína menn þyrstir í að spila alvöru leiki. Eflaust eru einhver fræði á bak við þetta, varðandi meiðsli og annað slíkt, en þetta er ekkert úr hófi miðað við önnur tímabil,“ sagði Snorri Steinn. Set vinnubrögð HSÍ undir sama hatt og vinnubrögð EHF Þjálfarinn botnar lítið í því hvernig HSÍ vann þetta mál og komst að þessari niðurstöðu. „Þessar fréttir voru bara að koma en ég þarf allavega að endurhugsa þetta. Ég viðurkenni að ég reiknaði engan veginn með þessu og mér finnst þetta óstjórnlega skrítin ákvörðun,“ sagði Snorri Steinn. „Ég sá að framkvæmdastjóri HSÍ var að gagnrýna EHF fyrir undarleg vinnubrögð. Ég set þetta undir nákvæmlega sama hatt og þessi vinnubrögð hjá EHF.“ Valur er í 5. sæti Olís-deildarinnar. Fyrsti leikur liðsins eftir hléið er gegn Þór á Akureyri sunnudaginn 9. maí. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira