Vinir eignast barn saman og var þeim ráðlagt að reyna sjálf með lítilli sprautu Stefán Árni Pálsson skrifar 15. apríl 2021 10:31 Þórdís og Sigurjón hafa aldrei verið neitt annað en vinir en ætla nú að eignast barn saman. Vinirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson tóku þá ákvörðun fyrir tveimur árum að eignast barn saman. Þau eru og hafa ekki verið í ástarsambandi, eru eingöngu góðir vinir og þau höfðu bæði dreymt um að eignast barn. Þau segja að fjölskyldur séu alls konar og þau hafi tekið ákvörðun um að mynda sína eigin fjölskyldu, Eva Laufey hitti þau nú á dögunum og fékk að heyra hvernig þessi hugmynd kom upp. „Hugmyndin kom upp þegar ég var með sameiginlegum vinkonum okkar úti að tana og við vorum að tala um börn og ég var að tala um hvað mig langaði að verða mamma. Maður er alltaf að bíða eftir draumaprinsinum og ég einhvern veginn nennti því ekki. Þær sögðu þá, af hverju áttu ekki bara barn með Sigurjóni? Ég hugsaði þá, ég ætla bara að tékka á honum og athuga hvort þetta sé ekki eitthvað fyrir okkur,“ segir Þórdís. „Mig hefur alltaf langað til að eignast börn og svo þegar Þórdís kom með þessa frábæru hugmynd var ekki aftur snúið,“ segir Sigurjón en þau hafa aldrei verið neitt annað en vinir. „Við byrjuðum á því að setja upp fundi þar sem við myndum bara ræða þessa hluti. Við vorum með Rósu vinkonu okkar sem er sameiginleg vinkona. Hún var hlutlaus og spurði okkur spjörunum úr,“ segir Þórdís en Rósa er einmitt að læra fjölskylduráðgjöf og fannst þetta spennandi viðfangsefni. Rósa spurði þau út í hluti eins og fyrirkomulag, trúmál og margt fleira. „Þetta var auðvitað svolítið stór spurning en ég fékk strax góða tilfinningu gangvart þessu. Við erum ótrúlega góðir vinir og ég treysti Þórdísi fullkomlega og fékk á tilfinninguna að við yrðum góð saman í þessu,“ segir Sigurjón. „Ég fann það mjög sterkt ef ég gæti valið besta pabba í heimi þá væri það Sigurjón og ég er ógeðslega montin af því,“ segir Þórdís. Þau leituðu til sérfræðinga til að fá upplýsingar hvernig best væri að ná fram getnaði og var þeim einfaldlega ráðlagt að reyna sjálf. Kalkúnasprautan algjör mýta „Það var mælt með að prófa að gera þetta sjálf til að byrja með,“ segir Sigurjón og bætir þá Þórdís við að þau hafi til að mynda google-að kalkúnasprautu til að nota. „Það er sem sagt mýta og það er ekki gott að nota kalkúnasprautuna,“ segir Sigurjón. „Það er bara best að nota svona litla sprautu sem maður kaupir í apóteki. Við bara fengum okkur rauðvín og höfðum það næs og gerðum þetta bara heima,“ segir Þórdís. „Við vorum svo heppin, og ótrúlegt að segja frá þessu, en þetta heppnaðist hjá okkur í fyrstu tilraun og við trúðum varla eigin augum þegar við kíktum á óléttuprófið,“ segir Sigurjón. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni þar sem margt annað kemur fram í tengslum við komandi barneign Þórdísar og Sigurjóns. Ísland í dag Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Þau eru og hafa ekki verið í ástarsambandi, eru eingöngu góðir vinir og þau höfðu bæði dreymt um að eignast barn. Þau segja að fjölskyldur séu alls konar og þau hafi tekið ákvörðun um að mynda sína eigin fjölskyldu, Eva Laufey hitti þau nú á dögunum og fékk að heyra hvernig þessi hugmynd kom upp. „Hugmyndin kom upp þegar ég var með sameiginlegum vinkonum okkar úti að tana og við vorum að tala um börn og ég var að tala um hvað mig langaði að verða mamma. Maður er alltaf að bíða eftir draumaprinsinum og ég einhvern veginn nennti því ekki. Þær sögðu þá, af hverju áttu ekki bara barn með Sigurjóni? Ég hugsaði þá, ég ætla bara að tékka á honum og athuga hvort þetta sé ekki eitthvað fyrir okkur,“ segir Þórdís. „Mig hefur alltaf langað til að eignast börn og svo þegar Þórdís kom með þessa frábæru hugmynd var ekki aftur snúið,“ segir Sigurjón en þau hafa aldrei verið neitt annað en vinir. „Við byrjuðum á því að setja upp fundi þar sem við myndum bara ræða þessa hluti. Við vorum með Rósu vinkonu okkar sem er sameiginleg vinkona. Hún var hlutlaus og spurði okkur spjörunum úr,“ segir Þórdís en Rósa er einmitt að læra fjölskylduráðgjöf og fannst þetta spennandi viðfangsefni. Rósa spurði þau út í hluti eins og fyrirkomulag, trúmál og margt fleira. „Þetta var auðvitað svolítið stór spurning en ég fékk strax góða tilfinningu gangvart þessu. Við erum ótrúlega góðir vinir og ég treysti Þórdísi fullkomlega og fékk á tilfinninguna að við yrðum góð saman í þessu,“ segir Sigurjón. „Ég fann það mjög sterkt ef ég gæti valið besta pabba í heimi þá væri það Sigurjón og ég er ógeðslega montin af því,“ segir Þórdís. Þau leituðu til sérfræðinga til að fá upplýsingar hvernig best væri að ná fram getnaði og var þeim einfaldlega ráðlagt að reyna sjálf. Kalkúnasprautan algjör mýta „Það var mælt með að prófa að gera þetta sjálf til að byrja með,“ segir Sigurjón og bætir þá Þórdís við að þau hafi til að mynda google-að kalkúnasprautu til að nota. „Það er sem sagt mýta og það er ekki gott að nota kalkúnasprautuna,“ segir Sigurjón. „Það er bara best að nota svona litla sprautu sem maður kaupir í apóteki. Við bara fengum okkur rauðvín og höfðum það næs og gerðum þetta bara heima,“ segir Þórdís. „Við vorum svo heppin, og ótrúlegt að segja frá þessu, en þetta heppnaðist hjá okkur í fyrstu tilraun og við trúðum varla eigin augum þegar við kíktum á óléttuprófið,“ segir Sigurjón. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni þar sem margt annað kemur fram í tengslum við komandi barneign Þórdísar og Sigurjóns.
Ísland í dag Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira