Fimm þúsund bólusettir í Laugardalshöll í dag Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2021 11:48 Í dag er stefnt að því að klára að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk utan stofnana og hluta fólks sem er sextíu og fimm ára og eldra og með undirliggjandi sjúkdóma. Vísir/Vilhelm Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma og klárað að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk utan stofnanna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir útlitið gott varðandi bólusetningar í mánuðinum. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins reiknar með að um fimm þúsund manns verði bólusettir gegn covid 19 í Laugardalshöll í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir fólk með undirliggjandi sjúkdóma að bíða rólegt fram í maí þótt það fái ekki boðun í bólusetningu. Boðað sé eftir aldri og alvarleika sjúkdómanna.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er stór dagur hjá okkur í dag. Fimm þúsund manna dagur eins og við köllum þá. Þá erum við að keyra á fullu gasi í Laugardalshöllinni. Þetta er Pfizer sem við erum að vinna með í dag og við erum að klára núna heilbrigðisstarfsfólk sem er utan stofnana. Við erum svo aðeins að teygja okkur inn í fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma,“ segir Ragnheiður Ósk. Síðar nefndi hópurinn verði þó ekki kláraður í dag en boðað sé eftir gögnum frá Landlæknisembættinu sem dregin séu út úr sjúkraskrám fólks og boðað eftir sjúkdómsgreiningum.Þannig verði hluti fólks sem er sextíu og fimm ára og eldra með undirliggjandi sjúkdóma boðað í dag. Í dag verður byrjað að bólusetja fólk sem er sextíu og fimm ára og eldra og með undirliggjandi sjúkdóma.Vísir/Vilhelm „Þannig að þetta eru alls ekki allir. Ég bið því fólk að vera rólegt þótt það hafi ekki fengið boðun í dag. Þá verður það í næstu viku líka, sami hópur, sextíu og fimm plús með undirliggjandi sjúkdóma. Þetta er raðað eftir alvarleika. Þannig að við byrjum á þeim hópi fólks sem er með alvarlegustu sjúkdómana og síðan koll af kolli,“ segir framkvæmdastjóri hjúkrunar. Fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma ætti ekki að hafa samband fyrr en komið væri inn í maí ef það hafi ekki fengið boðun. Ragnheiður segir útlitið ágætt út þennan mánuð varðandi bólusetningar. „Það eru að stækka Pfizer skammtarnir sem við erum að fá og Moderna skammtarnir. Svo er von á Jansen líka. Þannig að þetta er allt að koma,“ segir Ragnheiður Ósk. Markmiðið sé að bólusetja með öllu því bóluefni sem fáist hverju sinni og því komið fljótt og vel í landann. Mikilvægt sé að fólk mæti vel undirbúið í Laugardalshöll. „Fylgjast bara vel með hvernig þetta gengur fyrir sig. Mæta í stuttermabol innanklæða og vera tilbúinn bara,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. 13. apríl 2021 10:59 „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18 Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins reiknar með að um fimm þúsund manns verði bólusettir gegn covid 19 í Laugardalshöll í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir fólk með undirliggjandi sjúkdóma að bíða rólegt fram í maí þótt það fái ekki boðun í bólusetningu. Boðað sé eftir aldri og alvarleika sjúkdómanna.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er stór dagur hjá okkur í dag. Fimm þúsund manna dagur eins og við köllum þá. Þá erum við að keyra á fullu gasi í Laugardalshöllinni. Þetta er Pfizer sem við erum að vinna með í dag og við erum að klára núna heilbrigðisstarfsfólk sem er utan stofnana. Við erum svo aðeins að teygja okkur inn í fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma,“ segir Ragnheiður Ósk. Síðar nefndi hópurinn verði þó ekki kláraður í dag en boðað sé eftir gögnum frá Landlæknisembættinu sem dregin séu út úr sjúkraskrám fólks og boðað eftir sjúkdómsgreiningum.Þannig verði hluti fólks sem er sextíu og fimm ára og eldra með undirliggjandi sjúkdóma boðað í dag. Í dag verður byrjað að bólusetja fólk sem er sextíu og fimm ára og eldra og með undirliggjandi sjúkdóma.Vísir/Vilhelm „Þannig að þetta eru alls ekki allir. Ég bið því fólk að vera rólegt þótt það hafi ekki fengið boðun í dag. Þá verður það í næstu viku líka, sami hópur, sextíu og fimm plús með undirliggjandi sjúkdóma. Þetta er raðað eftir alvarleika. Þannig að við byrjum á þeim hópi fólks sem er með alvarlegustu sjúkdómana og síðan koll af kolli,“ segir framkvæmdastjóri hjúkrunar. Fólk sem er með undirliggjandi sjúkdóma ætti ekki að hafa samband fyrr en komið væri inn í maí ef það hafi ekki fengið boðun. Ragnheiður segir útlitið ágætt út þennan mánuð varðandi bólusetningar. „Það eru að stækka Pfizer skammtarnir sem við erum að fá og Moderna skammtarnir. Svo er von á Jansen líka. Þannig að þetta er allt að koma,“ segir Ragnheiður Ósk. Markmiðið sé að bólusetja með öllu því bóluefni sem fáist hverju sinni og því komið fljótt og vel í landann. Mikilvægt sé að fólk mæti vel undirbúið í Laugardalshöll. „Fylgjast bara vel með hvernig þetta gengur fyrir sig. Mæta í stuttermabol innanklæða og vera tilbúinn bara,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. 13. apríl 2021 10:59 „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18 Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. 13. apríl 2021 10:59
„Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18
Þúsundir skammta af bóluefni til landsins í vikunni Á þriðja þúsund skammta af bóluefni Janssen eru væntanlegir hingað til lands á miðvikudaginn. Eru þetta fyrstu skammtar bóluefnisins sem sendir eru hingað til lands en um er að ræða eina bóluefnið við kórónuveirunni sem tekið hefur verið í notkun og er gefið í einni sprautu. 11. apríl 2021 16:26
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent