Hólmfríður leiðir VG í Suðurkjördæmi Eiður Þór Árnason skrifar 12. apríl 2021 18:54 Hólmfríður tilkynnti um framboð sitt í nóvember síðastliðnum. Aðsend Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Greint er frá þessu á vef flokksins. Rafrænt forval fór fram 10. til 12. apríl og var valið í efstu fimm sæti á framboðslista hreyfingarinnar í Suðurkjördæmi. Athygli vekur að þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé, sem sóttist einnig eftir fyrsta sæti, lenti í því fjórða en hann er nú á þingi fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Verða að teljast litlar líkur á því að varaformaður þingflokksins komist aftur inn á þing miðað við skoðanakannanir síðustu missera ef niðurstaðan stendur óhögguð. Flokkurinn er í dag með einn þingmann úr Suðurkjördæmi. Þá tókst Róberti Marshall, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, ekki að koma sér í efstu fimm sætin en hann hafði sömuleiðis sóst eftir því að leiða listann í Suðurkjördæmi. Hólmfríður tekur við sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem sóttist ekki eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi: 1. sæti Hólmfríður Árnadóttir með 165 atkvæði 2. sæti Heiða Guðný Ásgeirsdóttir með 188 atkvæði í 1.- 2. sæti 3. sæti Sigrún Birna Steinarsdóttir með 210 atkvæði í 1.- 3. sæti 4. sæti Kolbeinn Óttarsson Proppé með 176 atkvæði 1.- 4. sæti 5. sæti Helga Tryggvadóttir með 264 atkvæði 1. – 5. sæti Átta voru í framboði, á kjörskrá voru 671 og atkvæði greiddu 456. Kosningaþátttaka var því 68 prósent. Auðir seðlar voru 6 og ógildir voru enginn. Kjörstjórn leggur fram lista með 20 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar. Leggur áherslu á jafnrétti, jöfnuð og fjölmenningu Hólmfríður hefur verið virk í starfi flokksins undanfarin ár og er formaður svæðisfélags Vinstri grænna á Suðurnesjum. „Í gegnum störf mín í stjórnmálum tel ég skipta miklu máli að áherslur VG fái stóraukið vægi í því fjölbreytta, gjöfula umhverfi og náttúru sem Suðurlandið er. Þá skiptir miklu að íbúi af fjölmennasta og fjölbreyttasta svæði kjördæmisins leiði listann með jafnrétti, jöfnuð, lýðræði, sjálfbærni, fjölmenningu og réttlæti að leiðarljósi,“ sagði Hólmfríður í Facebook-færslu þegar hún tilkynnti framboð sitt í nóvember. Þá sagðist hún ætla að leggja áherslu á velferð barna og fjölskyldna. „Hér á Suðurnesjum þurfum við að leggja ríka áherslu á að efla heilbrigðisþjónustu við íbúa. Þá þarf einnig að horfa til fjölbreyttari atvinnumöguleika og samfélags þar sem vel er stutt við fjölmenningu og menntun í öllu kjördæminu með umhverfi, mannlíf og verndun náttúrunnar efst í huga.“ Alþingiskosningar verða haldnar þann 25. september næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hólmfríður sækist eftir þingsæti Ara Trausta Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þannig hyggst Hólmfríður sækjast eftir sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem hefur gefið það út að hann hyggist ekki sækjast eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. 28. nóvember 2020 14:16 Einlægur Kolbeinn tjáir sig um prófkjörsugg Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna birtir einlægan pistil um komandi prófkjörsslag og segist hreinlega ekki nenna að láta sem hann hafi ekki áhrif á sig andlega. 8. apríl 2021 09:56 Í leyfi frá störfum fyrir ríkisstjórnina vegna framboðs fyrir VG Róbert Marshall er kominn í launalaust leyfi frá störfum sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna framboðs hans í forvali Vinstri grænna í suðurkjördæmi. Hann sækist eftir því að leiða lista flokksins þar. 9. mars 2021 11:00 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Greint er frá þessu á vef flokksins. Rafrænt forval fór fram 10. til 12. apríl og var valið í efstu fimm sæti á framboðslista hreyfingarinnar í Suðurkjördæmi. Athygli vekur að þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé, sem sóttist einnig eftir fyrsta sæti, lenti í því fjórða en hann er nú á þingi fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Verða að teljast litlar líkur á því að varaformaður þingflokksins komist aftur inn á þing miðað við skoðanakannanir síðustu missera ef niðurstaðan stendur óhögguð. Flokkurinn er í dag með einn þingmann úr Suðurkjördæmi. Þá tókst Róberti Marshall, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, ekki að koma sér í efstu fimm sætin en hann hafði sömuleiðis sóst eftir því að leiða listann í Suðurkjördæmi. Hólmfríður tekur við sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem sóttist ekki eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi: 1. sæti Hólmfríður Árnadóttir með 165 atkvæði 2. sæti Heiða Guðný Ásgeirsdóttir með 188 atkvæði í 1.- 2. sæti 3. sæti Sigrún Birna Steinarsdóttir með 210 atkvæði í 1.- 3. sæti 4. sæti Kolbeinn Óttarsson Proppé með 176 atkvæði 1.- 4. sæti 5. sæti Helga Tryggvadóttir með 264 atkvæði 1. – 5. sæti Átta voru í framboði, á kjörskrá voru 671 og atkvæði greiddu 456. Kosningaþátttaka var því 68 prósent. Auðir seðlar voru 6 og ógildir voru enginn. Kjörstjórn leggur fram lista með 20 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar. Leggur áherslu á jafnrétti, jöfnuð og fjölmenningu Hólmfríður hefur verið virk í starfi flokksins undanfarin ár og er formaður svæðisfélags Vinstri grænna á Suðurnesjum. „Í gegnum störf mín í stjórnmálum tel ég skipta miklu máli að áherslur VG fái stóraukið vægi í því fjölbreytta, gjöfula umhverfi og náttúru sem Suðurlandið er. Þá skiptir miklu að íbúi af fjölmennasta og fjölbreyttasta svæði kjördæmisins leiði listann með jafnrétti, jöfnuð, lýðræði, sjálfbærni, fjölmenningu og réttlæti að leiðarljósi,“ sagði Hólmfríður í Facebook-færslu þegar hún tilkynnti framboð sitt í nóvember. Þá sagðist hún ætla að leggja áherslu á velferð barna og fjölskyldna. „Hér á Suðurnesjum þurfum við að leggja ríka áherslu á að efla heilbrigðisþjónustu við íbúa. Þá þarf einnig að horfa til fjölbreyttari atvinnumöguleika og samfélags þar sem vel er stutt við fjölmenningu og menntun í öllu kjördæminu með umhverfi, mannlíf og verndun náttúrunnar efst í huga.“ Alþingiskosningar verða haldnar þann 25. september næstkomandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hólmfríður sækist eftir þingsæti Ara Trausta Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þannig hyggst Hólmfríður sækjast eftir sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem hefur gefið það út að hann hyggist ekki sækjast eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. 28. nóvember 2020 14:16 Einlægur Kolbeinn tjáir sig um prófkjörsugg Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna birtir einlægan pistil um komandi prófkjörsslag og segist hreinlega ekki nenna að láta sem hann hafi ekki áhrif á sig andlega. 8. apríl 2021 09:56 Í leyfi frá störfum fyrir ríkisstjórnina vegna framboðs fyrir VG Róbert Marshall er kominn í launalaust leyfi frá störfum sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna framboðs hans í forvali Vinstri grænna í suðurkjördæmi. Hann sækist eftir því að leiða lista flokksins þar. 9. mars 2021 11:00 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Hólmfríður sækist eftir þingsæti Ara Trausta Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þannig hyggst Hólmfríður sækjast eftir sæti Ara Trausta Guðmundssonar, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, sem hefur gefið það út að hann hyggist ekki sækjast eftir að gegna áframhaldandi þingmennsku á næsta kjörtímabili. 28. nóvember 2020 14:16
Einlægur Kolbeinn tjáir sig um prófkjörsugg Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna birtir einlægan pistil um komandi prófkjörsslag og segist hreinlega ekki nenna að láta sem hann hafi ekki áhrif á sig andlega. 8. apríl 2021 09:56
Í leyfi frá störfum fyrir ríkisstjórnina vegna framboðs fyrir VG Róbert Marshall er kominn í launalaust leyfi frá störfum sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna framboðs hans í forvali Vinstri grænna í suðurkjördæmi. Hann sækist eftir því að leiða lista flokksins þar. 9. mars 2021 11:00
Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05