Upplifir ferðaskömm vegna ferðalags til Tenerife Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. apríl 2021 21:02 Íris Björk Tanya Jónsdóttir fór með tvíburadætrum sínum til Tenerife 7. apríl síðastliðinn og segir hún að fólk hafi greinilega mismunandi skoðanir á þessari ákvörðun hennar að ferðast erlendis í miðjum heimsfaraldri. Vísir/Getty „Ég hef fengið að heyra að ég sé taktlaus og óábyrg og eitthvað þannig en ég tek það ekki til mín neitt sérstaklega. Hér er allt upp á tíu hvað varðar sóttvarnir og við fylgjum öllum reglum hér eins og heima,“ segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í samtali við Vísi. Íris fór með tvíburadætrum sínum til Tenerife 7. apríl síðastliðinn og segir hún í Facebook færslu sinni að fólk hafi greinilega mismunandi skoðanir á þessari ákvörðun hennar að ferðast erlendis í miðjum heimsfaraldri. Þetta er gott fyrir okkur allar „Maður er búin að fylgja samviskusamlega öllum reglum heima í rúmt ár en það fer ekki vel með geðheilsu neins að lifa svona takmörkuðu lífi. Hvað þá fyrir dætur mínar sem voru að hefja nám í framhaldsskóla síðasta haust og ættu að vera að upplifa sína bestu tíma félagslega og njóta lífsins. Þær fá núna að stunda námið sitt á netinu og njóta þess að vera í sól og hita og upplifa nýja hluti í leiðinni. Þetta er gott fyrir okkur allar.“ Íris segir megin tilgang ferðalagsins hafa verið þann að ná heilsu í hitanum eftir nokkrar erfiðar aðgerðir sem hún hefur gengist undir undanfarið á baki og öxlum. Það hefur alveg tekið sinn toll fyrir líkaman að vera í kuldanum heima. Segir allt áhættu á tímum heimsfaraldurs Þó svo að Íris segi langflesta samgleðjast þeim mæðgum segist hún þó einnig hafa fengið leiðinlegar athugasemdir frá fólki. „Ég hef fengið að heyra að ég sé taktlaus og óábyrg og eitthvað þannig en ég tek það ekki til mín neitt sérstaklega. Hér er allt upp á tíu hvað varðar sóttvarnir og við fylgjum öllum reglum hér eins og heima. Síðan förum við að sjálfsögðu í sóttkví þegar við komum heim og nota bene, við förum í Covid test hér úti áður en við förum heim og aftur þegar við komum heim.“ Íris segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að allt sé áhætta á tímum heimsfaraldurs, hvort sem það er skíðaferð norður í land eða að hanga öll í sama kaðlinum í gosleiðangri. „Lífið er áhætta og skilaboð mín til þeirra sem eru að tapa slagi yfir þessari ferð okkar eru bara þessi:“ Vonandi ertu að spritta þig, nota grímu, þvo þér vel um hendur og halda tveggja metra fjarlægð, sama hvar þú ert staddur í heiminum. Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ „Ég hef ekki fundið neitt fyrir því að það sé eitthvað erfiðara eða léttara að deita á þessum tímum því ég er búin að vera meira og minna í aðgerðum frá því heimsfaraldurinn hófst og alls ekki verið með hugann við stefnumót. En ég kem sterk inn með vorinu og vinn þetta upp á mettíma, djók!“ Þetta segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í viðtali við Makamál. 27. janúar 2021 20:34 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
Íris fór með tvíburadætrum sínum til Tenerife 7. apríl síðastliðinn og segir hún í Facebook færslu sinni að fólk hafi greinilega mismunandi skoðanir á þessari ákvörðun hennar að ferðast erlendis í miðjum heimsfaraldri. Þetta er gott fyrir okkur allar „Maður er búin að fylgja samviskusamlega öllum reglum heima í rúmt ár en það fer ekki vel með geðheilsu neins að lifa svona takmörkuðu lífi. Hvað þá fyrir dætur mínar sem voru að hefja nám í framhaldsskóla síðasta haust og ættu að vera að upplifa sína bestu tíma félagslega og njóta lífsins. Þær fá núna að stunda námið sitt á netinu og njóta þess að vera í sól og hita og upplifa nýja hluti í leiðinni. Þetta er gott fyrir okkur allar.“ Íris segir megin tilgang ferðalagsins hafa verið þann að ná heilsu í hitanum eftir nokkrar erfiðar aðgerðir sem hún hefur gengist undir undanfarið á baki og öxlum. Það hefur alveg tekið sinn toll fyrir líkaman að vera í kuldanum heima. Segir allt áhættu á tímum heimsfaraldurs Þó svo að Íris segi langflesta samgleðjast þeim mæðgum segist hún þó einnig hafa fengið leiðinlegar athugasemdir frá fólki. „Ég hef fengið að heyra að ég sé taktlaus og óábyrg og eitthvað þannig en ég tek það ekki til mín neitt sérstaklega. Hér er allt upp á tíu hvað varðar sóttvarnir og við fylgjum öllum reglum hér eins og heima. Síðan förum við að sjálfsögðu í sóttkví þegar við komum heim og nota bene, við förum í Covid test hér úti áður en við förum heim og aftur þegar við komum heim.“ Íris segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að allt sé áhætta á tímum heimsfaraldurs, hvort sem það er skíðaferð norður í land eða að hanga öll í sama kaðlinum í gosleiðangri. „Lífið er áhætta og skilaboð mín til þeirra sem eru að tapa slagi yfir þessari ferð okkar eru bara þessi:“ Vonandi ertu að spritta þig, nota grímu, þvo þér vel um hendur og halda tveggja metra fjarlægð, sama hvar þú ert staddur í heiminum.
Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ „Ég hef ekki fundið neitt fyrir því að það sé eitthvað erfiðara eða léttara að deita á þessum tímum því ég er búin að vera meira og minna í aðgerðum frá því heimsfaraldurinn hófst og alls ekki verið með hugann við stefnumót. En ég kem sterk inn með vorinu og vinn þetta upp á mettíma, djók!“ Þetta segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í viðtali við Makamál. 27. janúar 2021 20:34 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ „Ég hef ekki fundið neitt fyrir því að það sé eitthvað erfiðara eða léttara að deita á þessum tímum því ég er búin að vera meira og minna í aðgerðum frá því heimsfaraldurinn hófst og alls ekki verið með hugann við stefnumót. En ég kem sterk inn með vorinu og vinn þetta upp á mettíma, djók!“ Þetta segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í viðtali við Makamál. 27. janúar 2021 20:34