Sportið í dag: „ÍSÍ kemur sínum skilaboðum aldrei á framfæri“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2021 13:30 Lárus Blöndal er forseti ÍSÍ. stöð 2 sport Strákarnir í Sportinu í dag furða sig á þögn ÍSÍ í tengslum við æfinga- og keppnisbann í íslenskum íþróttum vegna kórónuveirunnar. „Mér finnst áhyggjuefni hverjir eru í forsvari fyrir ÍSÍ því þeir hafa steinhaldið kjafti í öllu þessu sem hefur verið í gangi,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í dag. „Það er komið rúmt ár og það hefur varla komið nokkur stafur frá regnhlífarsamtökunum, ÍSÍ,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er engin bylgja í gangi núna. Það er í góðu lagi að taka í handbremsuna til að stöðva eitthvað því við höfum gert þau mistök að stöðva of seint áður. En það verður að vera hægt að taka úr handbremsunni jafn auðveldlega og taka í hana en það virðist ekki eiga upp á pallborðið.“ Kjartan Atli Kjartansson hefur áhyggjur af því hvaða áhrif stöðugar hamlanir á íþróttastarfi hafa á börn og unglinga. „Ég er að þjálfa tólf ára stelpur sem væru undir eðlilegum kringumstæðum að keppa í úrslitakeppninni í vor en ég veit ekki hvort það gerist. Ef það gerist ekki hafa þær ekki getað keppt almennilega tvö ár í röð. Ég veit þetta hljómar eins og ekki neitt en þetta er mjög mikilvægt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta hjálpar til við að halda krökkum í sportinu og við vitum öll hvaða góðu áhrif íþróttir hafa á börn. Af hverju er ÍSÍ ekki búið að vinna þessa vinnu?“ Henry Birgir kallar eftir aðgerðum af hálfu ÍSÍ og vill að forsvarsmenn sambandsins láti í sér heyra á opinberum vettvangi. „Eða vinna einhverja vinnu, koma fram með einhver rök og einhvern málflutning sem bakkar upp það sem íþróttahreyfingin er kannski að reyna að enduróma. Ég veit að það er mikið talað saman niðri í Laugardal en kemur rosalega sjaldan eitthvað fram um það,“ sagði Henry Birgir. „Það er fundað bak við tjöldin með yfirvöldum en þeir koma sínum skilaboðum aldrei á framfæri og virðast ekki vinna neina grunnvinnu sem skiptir máli.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Sjá meira
„Mér finnst áhyggjuefni hverjir eru í forsvari fyrir ÍSÍ því þeir hafa steinhaldið kjafti í öllu þessu sem hefur verið í gangi,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í dag. „Það er komið rúmt ár og það hefur varla komið nokkur stafur frá regnhlífarsamtökunum, ÍSÍ,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er engin bylgja í gangi núna. Það er í góðu lagi að taka í handbremsuna til að stöðva eitthvað því við höfum gert þau mistök að stöðva of seint áður. En það verður að vera hægt að taka úr handbremsunni jafn auðveldlega og taka í hana en það virðist ekki eiga upp á pallborðið.“ Kjartan Atli Kjartansson hefur áhyggjur af því hvaða áhrif stöðugar hamlanir á íþróttastarfi hafa á börn og unglinga. „Ég er að þjálfa tólf ára stelpur sem væru undir eðlilegum kringumstæðum að keppa í úrslitakeppninni í vor en ég veit ekki hvort það gerist. Ef það gerist ekki hafa þær ekki getað keppt almennilega tvö ár í röð. Ég veit þetta hljómar eins og ekki neitt en þetta er mjög mikilvægt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta hjálpar til við að halda krökkum í sportinu og við vitum öll hvaða góðu áhrif íþróttir hafa á börn. Af hverju er ÍSÍ ekki búið að vinna þessa vinnu?“ Henry Birgir kallar eftir aðgerðum af hálfu ÍSÍ og vill að forsvarsmenn sambandsins láti í sér heyra á opinberum vettvangi. „Eða vinna einhverja vinnu, koma fram með einhver rök og einhvern málflutning sem bakkar upp það sem íþróttahreyfingin er kannski að reyna að enduróma. Ég veit að það er mikið talað saman niðri í Laugardal en kemur rosalega sjaldan eitthvað fram um það,“ sagði Henry Birgir. „Það er fundað bak við tjöldin með yfirvöldum en þeir koma sínum skilaboðum aldrei á framfæri og virðast ekki vinna neina grunnvinnu sem skiptir máli.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Sjá meira