Ljóst að ekkert verður úr námuvinnslunni á Suður-Grænlandi Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2021 12:43 Kristjana hefur fylgst vel með grænlenskum stjórnmálum en hún bjó á Grænlandi í um aldarfjórðungi og var gift Jonathan Motzfeldt, fyrrverandi forsætisráðherra Grænlands til fjölda ára. Kosningabaráttan snerist að stórum hluta um fyrirhugaða námuvinnslu í grennd við bæinn Narsaq. Getty Ljóst má vera að Inuit Ataqatigiit, sem vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum í gær, mun stöðva námuvinnsluna á Suður-Grænlandi sem áætlanir voru uppi um. Þetta segir Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt í samtali við Vísi. Kristjana segir kosningarnar að stórum hluta hafa snúist um námuvinnsluna í Narsaq á Suður-Grænlandi og deilur sem sneru að atvinnusköpun og umhverfismálum. Mikið hefur verið deilt um áætlanir ástralska fyrirtækisins Greenland Minerals um vinnslu á sjaldgæfum málmum í Kvanefjeldsnámunni í grennd við Narsaq. Inuit Ataqatigiit tryggði sér tæplega 37 prósent atkvæða í þingkosningunum í gær og má telja langlíklegast að formaður flokksins, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. Þá vann IA sömuleiðis sigur í þremur sveitarfélögum af fimm, þar með talið í sveitarfélaginu Kujalleq á Suður-Grænlandi. Egede sagði í samtali við DR að námuvinnsluverkefnið sé „komið í gröfina“. Rétt sé að hluta á þjóðina og það sé skýr vilji grænlensku þjóðarinnar, og sér í lagi þeirra á Suður-Grænlandi, að stöðva verkefnið. Kristjana hefur fylgst vel með grænlenskum stjórnmálum en hún bjó á Grænlandi í um aldarfjórðungi og var gift Jonathan Motzfeldt, forsætisráðherra Grænlands á árunum 1979 til 1991 og aftur 1997 til 2002. Siumut refsað vegna afstöðu til vinnslunnar og hallarbyltingarinnar Kristjana segir að þetta verði í annað sinn sem annar flokkur en Siumut stjórni landinu frá árinu 1979 þegar heimastjórn var komið á. „Grænlenskir kjósendur voru ekki bara að hegna Siumut vegna afstöðu flokksins til námuvinnslunnar. Lína Siumut var að vera vinnslunni fylgjandi þó að viss klofnings hafi gætt innan flokksins. Kjósendur voru sömuleiðis að hegna flokknum vegna hallarbyltingarinnar í nóvember þegar Erik Jensen tókst að bola Kim Kielsen úr embætti formanns. Á Grænlandi kjósa menn bæði flokka og einstaklinga og það vakti athygli að Kim Kielsen fékk umtalsvert fleiri atkvæði en Jensen, eða um sjö hundruð. Það kæmi mér því ekki á óvart ef Jensen og forysta Siumut muni nú þurfa að hugsa sinn gang.“ Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent. Aðspurð um hvaða áhrif væntanleg valdaskipti muni hafa á vegferð Grænlendinga í átt að sjálfstæði, segir hún þau ekki verða mikil. „Allir þessir flokkar á grænlenska þinginu vilja að Grænland verði sjálfstætt.“ Fé til flugvallaframkvæmda DR segir að stjórn IA muni sömuleiðis væntanlega taka fleiri mál til endurskoðunar, svo sem hvort rétt sé að verja svo stórum hluta af opinberu fé til framkvæmdanna við flugvallagerð í höfuðborginni Nuuk og Ilulissat líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Múte Egede og IA-flokkur hans lögðu sömuleiðis áherslu á það í kosningabaráttunni að breytingar verði gerðar á stjórnsýslunni og hún aðlöguð að grænlenskum aðstæðum. Stór hluti stjórnsýslunnar sé nú að danskri uppskrift og vill Egede meina að hún henti ekki þeim skilyrðum sem við lýði eru á Grænlandi. Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45 Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Kristjana segir kosningarnar að stórum hluta hafa snúist um námuvinnsluna í Narsaq á Suður-Grænlandi og deilur sem sneru að atvinnusköpun og umhverfismálum. Mikið hefur verið deilt um áætlanir ástralska fyrirtækisins Greenland Minerals um vinnslu á sjaldgæfum málmum í Kvanefjeldsnámunni í grennd við Narsaq. Inuit Ataqatigiit tryggði sér tæplega 37 prósent atkvæða í þingkosningunum í gær og má telja langlíklegast að formaður flokksins, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. Þá vann IA sömuleiðis sigur í þremur sveitarfélögum af fimm, þar með talið í sveitarfélaginu Kujalleq á Suður-Grænlandi. Egede sagði í samtali við DR að námuvinnsluverkefnið sé „komið í gröfina“. Rétt sé að hluta á þjóðina og það sé skýr vilji grænlensku þjóðarinnar, og sér í lagi þeirra á Suður-Grænlandi, að stöðva verkefnið. Kristjana hefur fylgst vel með grænlenskum stjórnmálum en hún bjó á Grænlandi í um aldarfjórðungi og var gift Jonathan Motzfeldt, forsætisráðherra Grænlands á árunum 1979 til 1991 og aftur 1997 til 2002. Siumut refsað vegna afstöðu til vinnslunnar og hallarbyltingarinnar Kristjana segir að þetta verði í annað sinn sem annar flokkur en Siumut stjórni landinu frá árinu 1979 þegar heimastjórn var komið á. „Grænlenskir kjósendur voru ekki bara að hegna Siumut vegna afstöðu flokksins til námuvinnslunnar. Lína Siumut var að vera vinnslunni fylgjandi þó að viss klofnings hafi gætt innan flokksins. Kjósendur voru sömuleiðis að hegna flokknum vegna hallarbyltingarinnar í nóvember þegar Erik Jensen tókst að bola Kim Kielsen úr embætti formanns. Á Grænlandi kjósa menn bæði flokka og einstaklinga og það vakti athygli að Kim Kielsen fékk umtalsvert fleiri atkvæði en Jensen, eða um sjö hundruð. Það kæmi mér því ekki á óvart ef Jensen og forysta Siumut muni nú þurfa að hugsa sinn gang.“ Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent. Aðspurð um hvaða áhrif væntanleg valdaskipti muni hafa á vegferð Grænlendinga í átt að sjálfstæði, segir hún þau ekki verða mikil. „Allir þessir flokkar á grænlenska þinginu vilja að Grænland verði sjálfstætt.“ Fé til flugvallaframkvæmda DR segir að stjórn IA muni sömuleiðis væntanlega taka fleiri mál til endurskoðunar, svo sem hvort rétt sé að verja svo stórum hluta af opinberu fé til framkvæmdanna við flugvallagerð í höfuðborginni Nuuk og Ilulissat líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Múte Egede og IA-flokkur hans lögðu sömuleiðis áherslu á það í kosningabaráttunni að breytingar verði gerðar á stjórnsýslunni og hún aðlöguð að grænlenskum aðstæðum. Stór hluti stjórnsýslunnar sé nú að danskri uppskrift og vill Egede meina að hún henti ekki þeim skilyrðum sem við lýði eru á Grænlandi.
Niðurstöður grænlensku þingkosninganna 6. apríl 2021 Inuit Ataqatigiit – 36,6 prósent atkvæða, alls 9.912 atkvæði. Það eru 2.434 fleiri atkvæði en í kosningunum 2018. Tólf þingmenn. Siumut – 29,4 prósent atkvæða, alls 7.971. Tíu þingmenn. Naleraq – 12 prósent atkvæða, alls 3.249. Fjórir þingmenn. Demókratar – 9,1 prósent atkvæða, alls 2.452. Þrír þingmenn. Atassut – 6,9 prósent atkvæða, alls 1.879. Tveir þingmenn. Nunatta Qitornai – 2,4 prósent atkvæða, alls 639. Samarbejdspartiet – 1,4 prósent atkvæða, alls 375. Alls greiddu 27.079 manns atkvæði. Kosningaþátttakan var um 66 prósent.
Grænland Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45 Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Inuit Ataqatigiit vann mikinn sigur í grænlensku kosningunum Inuit Ataqatigiit (IA) vann mikinn sigur í grænlensku þingkosningnunum sem fram fóru í gær. Flokkurinn fékk um 37 prósent atkvæða og má því telja langlíklegast að formaðurinn, hinn 34 ára Múte B. Egede, verði næsti forsætisráðherra Grænlands og taki þar með við af Kim Kielsen sem hefur þegar viðurkennt ósigur. 7. apríl 2021 07:45
Kosningar á Grænlandi: Innanflokksátök, erlendar fjárfestingar og stórveldakapphlaup Ný forysta grænlenska stjórnmálaflokksins Siumuts ákvað á síðustu stundu að skipta Kim Kielsen, fyrrverandi formanni flokksins og forsætisráðherra Grænlands, út sem fulltrúa flokksins í sjónvarpskappræðum sem fram fóru á föstudaginn dag í tengslum við þingkosningarnar sem fram fara á Grænlandi á þriðjudaginn. 5. apríl 2021 00:06